Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 46
46 3. október 2003 FÖSTUDAGUR Við fengum frábærar viðtökur,það var stappað og hrópað í salnum að sýningu lokinni,“ segir leikarinn Ólafur Egill Egilsson um frumsýningu á Rómeó og Júlíu í Young Vic-leikhúsinu í London. Samkvæmt gagnrýni í breskum tímaritum hefur uppfærsla Vestur- portsins slegið rækilega í gegn. Gagnrýnandi Times gefur sýning- unni fjórar stjörnur af fimm mögu- legum en lofsamlegir dómar hafa einnig birst í tímaritunum Daily Telegraph, Guardian og Evening Standard: „Það er mjög skrýtið að lesa gagnrýni um sýninguna í breskum blöðum. Guardian er með ákaflega fína umsögn og þar er meðal annars sagt að Nína Dögg sé „excellent Julia“. Í dómunum er lögð áhersla á kraftinn í sýningunni og dáðst að kjarki og þori leikaranna. Þá er sagt að sýningin sé í anda Shakespeare; ung, fersk, sexý og í takt við nútímann. „Sýningin hitti algjörlega í mark,“ segir Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður en hann naut þess að vera áhorfandi á sýn- ingunni því hann er staddur í London þar sem hann er að gera heimildarmynd um leikferðina. „Það er mjög gaman að fá að vera fluga á vegg og fylgjast með þessu ævintýri.“ Íslensku leikararnir eru búnir að vera við strangar æfingar í London og koma til með að sýna verkið fimm sinnum í viku í Young Vic-leikhúsinu: „Hópnum líður mjög vel en þetta er búið að vera svakalega mikil törn. Við áttum upphaflega að koma heim í lok október en miðasalan hefur gengið svo vel að nú lítur út fyrir að við komum ekki heim fyrr en um miðj- an nóvember.“ ■ Leikhús RÓMEÓ OG JÚLÍA ■ Sannkallaður leiksigur hjá Vesturporti í London. Leikararnir í skýjunum eftir frábærar viðtökur. Imbakassinn Leiksigur í London ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K T ÍK n r. 4 0 C Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.719,- Verð frá Stálskápar (Fyrsti skápur kr. 8.840,-) Í FYRRA ...var ég einhleypur. NÚNA ...er ég kvæntur. Lúðvík Bergvinsson alþingismaður kvæntist Þóru Gunnarsdóttur um síðustu helgi. Lárétt: 1 lítur eftir, 7 fiskaði, 8 guggin, 9 frá, 10 mynt, 12 tuldra, 15 sefa, 16 sam- tenging, 18 ásaka, 20 ánægðar. Lóðrétt: 1 ský á auga, 2 samhljóða ein- tak, 3 hestar, 4 skammstöfun, 5 skel, 6 gera ógilt, 11 sérhljóðar, 13 mæla, 14 bleyta og kaldi, 17 líta, 19 tímabil. Við förum í loftið eftir fimm sekúndur! Er ekki í lagi að ég ýti AÐEINS við þér? 1 7 8 10 11 14 15 16 17 20 18 19 2 3 4 5 9 1312 6 Lausn. Lárétt: 1vaktar, 7aflaði,8grá, 9 af, 10lira,12tauta,15róa,16og,18lá, 20sáttar. Lóðrétt: 1vagl,2afrit,3klárar, 4ta,5 aða,6rifta,11auó,13tala,14vos,17 gá,19ár. Vigdís Grímsdóttir rithöfundurer komin heim frá Sviss þar sem hún hélt upp á fimmtugsaf- mælið sitt í svissneskra vina hópi: „Þarna borðaði ég góðan mat, sprengdi rakettur og svo kom fellibylur og lagði allt í rúst. En þá var ég nýfarin,“ segir Vigdís, sem leist vel á sig í Sviss. „Þarna er svo falleg náttúra en mér þótti ekki eins fallegt í Genf. Annars skiptir ekki máli hvar maður er; það er alls staðar fallegt ef manni líður vel.“ Vigdís er ánægð með að vera orðin fimmtug og finnur engan mun á sér frá árinu áður: „Það er fínt að eldast og alls ekki myndi ég vilja verða þrítug aftur. Það er erfitt,“ segir hún. Ný bók eftir Vigdísi er væntan- leg á markað. Hún heitir Þegar stjarna hrapar og er söguþráður- inn í takt við titilinn: „...í raun og veru hvað það er að vera stjarna,“ eins og hún orðar það sjálf. Bókin byggir á sannsögulegum atburð- um að hluta og Vigdís lofar góðum og lærdómsríkum endi. ■ LEIKHÓPURINN Í LONDON Myndin er frá frumsýningu Rómeó og Júlíu í London. Þar var gjörsamlega stappað og dómarnir láta ekki á sér standa. M YN D /K EI TH P AT TI SO N ■ Breyttir tímar Ferðalög VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR ■ rithöfundur hélt upp á fimmtugsaf- mælið sitt í svissneskri náttúru. Hún vill ekki verða þrítug aftur. Vigdís heim frá Sviss VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR Skaut upp rakettum á fimmtugsafmælinu og svo kom fellibylur og lagði allt í rúst. Ævintýraleg hellskoðunarferð í Skaftáreldarhraun 3. til 5. okt. Sjá heimasíðu www.efrivik.is s: 487 4694 Í tilefni afmælisins eru allar vörur verslunarinnar með 20 % afslætti út þessa viku. Munið langan Laugardag. Mikið úrval af fallegum gjafavörum Gjafa gallery gjafavöruverslun Frakkastíg 12, sími 511 2760 Gjafa gallery 3 ára Foreldrar - Stöndum saman Leyfum ekki eftirlitslaus unglingapartý.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.