Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 22
22 3. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Niðurstaða kviðdóms í máli O.J. Simpson var: „Saklaus.“ Svo hann gat um frjálst höfuð strokið, loksins, á þessum degi fyrir 8 árum en honum var gert að sök að hafa myrt Nicole, fyrrum eiginkonu sína, og vin hennar Ronald Goldman. Það tók kvið- dóminn ekki nema 4 tíma að finna út að kallinn væri saklaus eftir allt saman. Réttarhöldin höfðu haldið Bandaríkjamönnum, sem og okkur Íslendingum, límdum við skjáinn svo mánuðum skipti. En þann 12. júní 1994 voru þau Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman stungin til bana fyrir utan húsið hennar í Brentwood. O. J. var fljót- lega handtekinn eins og alheimur veit en frá byrjun lýsti hann yfir 100% sakleysi. Flestir muna líka eftir svarta hanskanum og hvern- ig lögfræðingum O. J. tókst að fly- tja mál sitt betur en saksóknurun- um, sem voru mjög óánægðir með niðurstöðu kviðdómsins, eins og skilja ber. Fjölskylda hinna látnu var líka æf af reiði og fór í einka- mál við O. J. ■ 10.30 Ólöf Pálína Sigurðardóttir (Lá), Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 13.30 Pétur Jóakimsson verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Thora Þorláksson verður jarð- sungin í Garðakirkju á Álftanesi. 13.30 Sigríður Þórarinsdóttir, Hvassa- leiti 37, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni. 13.30 Guðlaug Magnúsdóttir, Bauga- nesi 44, verður jarðsungin frá Ás- kirkju. 13.30 Erna Erlendsdóttir, Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Kristján Stefánsson, Dvalarheim- ilinu Hlíð, áður til heimilis að Ein- holti 6c, Akureyri, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Esther Finnbogadóttir, Tjarnar- götu 10, Innri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkur- kirkju. 15.00 Jónas M. Lárusson, Sóltúni 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkapellu. 15.00 Anna J.G. Betúelsdóttir, Furu- gerði 13, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. Sigríður Gestsdóttir, Njörvasundi 12, lést þriðjudaginn 30. september. Grétar Bíldsfells Grímsson, Syðri-Reykj- um, er látinn. Lilja Pálsdóttir, Meistaravöllum 25, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. septem- ber. ■ Persónan Ég ætla að bjóða vinum ogvandamönnum til veislu í dag á milli 4 og 7 í vinnustofu minni í Ís- bjarnarhúsinu,“ segir myndlistar- maðurinn Tolli, sem er fimmtugur í dag. Tolli er fluttur frá Álafossi og vestur á Seltjarnarnes og kann vel við sig í nálægð sjávarins vestra. „Ég segi það ekki að það er ýmiss að sakna frá Álafossi en það er eins og það er, maður missir eitt og fær annað í staðinn,“ segir hann og játar að það sé að renna upp fyrir honum að lífið sé farið að styttast í annan endann, Hann minnir á að sá frægi málari Gauguin hafi nefnt eina mynda sinna: Hverjir erum við, hvaðan komum við og hvert förum við. „Ég veit svona nokkurn veginn hver ég er og hvaðan ég kem en hef ekki minnstu hugmynd um hvert ég fer. Þannig stendur þetta í dag,“ segir hann hlæjandi. Hann hefur ekki áhyggjur af því hvað fram undan sé og er meira en sátt- ur við aldurinn. „Það er gott að vita ekki neitt um framtíðina. Ég hef það fínt og finnst aldturinn góður; ef eitthvað er þá finnst mér ég miklu yngri nú en þegar ég var 35 ára. Nú er maður að taka andlega þáttinn inn í líf sitt og góð ár eru fram undan.“ Tolli heitir fullu nafni Þorlákur. Hann er mikill fjölskyldumaður og finnst yndislegt að vera með fjöl- skyldunni. Hann er líka mikið úti- vistarljón og hefur gaman af að vera úti í náttúrunni. „Svo stunda ég tai chi og kung fu í Heilsudrek- anum og held mér þannig í andlegu og líkamlegu formi.,“ segir mynd- listarmaðurinn Tolli, sem hlakkar til að hitta vini, ættingja og aðra þá sem hafa verið honum samferða þessi fimmtíu ár. ■ Afmæli TOLLI ■ Þorlákur Morthens fagnar fimmtíu ára afmælisdegi sínum í dag. Hann er sáttur við árin og finnst hann mun yngri nú en þegar hann var þrjátíu og fimm ára. STEVIE RAY VAUGHAN Fæddist 1954 en lést 1990 í Dallas, Texas. Þessi blúsari var frægur fyrir frábæran gít- arleik og ferðaðist um víða veröld við að spila og vann með listamönnum eins og David Bowie. En á ferðalagi árið 1990 fórst þyrla sem hann var að nota í Wisconsin og Stevie Ray Vaughan var allur. 3. október ■ Þetta gerðist 1981 Hungurverkfall ÍRA í Maze-fang- elsinu í Belfast blásin af. 1929 Konungsríki Serba, Króata og Slóvena breytir nafninu sínu í Júgóslavíu. 1941 Adolf Hitler lýsir því yfir að hann ætli að berja svo á Rússum að ríkið muni aldrei rísa á báða fæt- ur aftur. 1955 Rock Hudson er á forsíðu LIFE- tímaritsins fræga. 1974 Nancy Wilcox hverfur í Salt Lake City en hún var eitt af fórnar- lömbum Ted Bundy. 1983 Total Eclipse of the Heart með Bonnie Tyler er á toppnum í Bandaríkjunum. 1990 Austur- og Vestur-Þýskaland sameinast formlega í Þýskaland. O. J. SIMPSON Var sýknaður á þessum degi fyrir 8 árum og gat því um frjálst höfuð strokið. O. J. SIMPSON ■ Á þessum degi fyrir átta árum var O. J. sýknaður. Sjónvarpsáhorfendur um allan heim fylgdust með en hann var ákærður fyrir að hafa drepið eiginkonu sína og vin hennar. 3. október 1995 Tolli fimmtugur Haustsýning Hundaræktarfé-lags Íslands verður haldin nú um helgina í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Sýndir verða um 350 hundar og hefst sýningin á föstu- dag kl. 16. Þá verða sýndir hvolp- ar af fjölmörgum tegundum fram eftir kvöldi auk þess sem börn og unglingar keppa um titilinn besti ungi sýnandinn. Laugardag og á sunnudag hefst sýningin kl. 10 og verða fjölmarg- ir vinnu- og veiðihundar sýndir auk íslenskra fjárhunda. Á sunnu- dag trítla smáhundarnir í hringn- um og sýndir verða veiðihundar, til dæmis spaniel- og retriever- hundar. Úrslit verða síðan kynnt í kringum klukkan 15. Að þessu sinni verður afreks- hundur ársins heiðraður í fyrsta sinn og jafnframt þjónustuhundur ársins, sem unnið hefur í al- mannaþágu á árinu. Er val á af- reks- og þjónustuhundum nýjung hjá Hundaræktarfélaginu, en fé- laginu þykir rétt að heiðra hunda sem skarað hafa fram úr á ein- hverju sviði. ■ Hundar AFREKSHUNDUR ■ Um helgina fer fram val á afrekshundi ársins í reiðhöll Gusts í Kópavogi. O. J. sýknaður Afrekshundur heiðraður Sigmar B. Hauksson matgæðingur, 53 ára. Tolli myndlistarmaður, 50 ára. Jóhann Pétur Leifsson, málari og lífs- kúnstner, Starkaðarhúsum 2, Stokkseyri, 29 ára. Gréta Boða er 50 ára í dag. Hún tekur á móti þeim sem vilja gleðja hana í Fé- lagsheimili Andvara, Kjóavöllum, kl. 20.00 í kvöld. AFREKSHUNDUR ÁRSINS VALINN Á sunnudag verður í fyrsta sinn valinn bæði afrekshundur og þjónustuhundur ársins á haustsýningu Hundaræktarfélags Íslands. MYNDLISTARMAÐURINN TOLLI Hann ætlar að taka á móti afmælis- gestum á vinnustofu sinni í Ísbjarn- arhúsinu á Seltjarnarnesi. ■ Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán- arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tekið er á móti tilkynningum á tölvupóstfangið: tilkynningar@frettabladid.is. HELGI HERMANNSSON Dagskrárstjóri á Skjá Tveimur sem hóf út- sendingar á dögunum. Ókeypis í október. ??? Hver? Helgi Hermannsson, dagskrárstjóri hjá Skjá Einum og Skjá Tveimur. ??? Hvar? Í Skipholti 31 sem eru höfuðstöðvar okkar. ??? Hvaðan? Fæddur í Reykjavík en ættaður úr Eyja- firði og úr Hornafirði. ??? Hvað? Skjár Tveir er byrjaður. Góð viðbót við Skjá Einn og þessar tvær stöðvar munu vinna sem ein heild við að sinna afþrey- ingu landsmanna. ??? Hvernig? Með því að sýna besta sjónvarpsefni sem völ er á. ??? Hvers vegna? Við teljum okkur vita hvað fólk vill horfa á, á hvaða tíma og í hvaða röð. Þetta er inntakið í rekstri sjónvarpsins í heimin- um. ??? Hvenær? Alla daga vikunnar á Skjá Tveimur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.