Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 3. október 2003 SVÍAR FAGNA Leikmenn sænska landsliðsins fagna sigurmarki Malin Andersson (önnur frá vinstri) í leiknum gegn Brasilíumönnum. FÓTBOLTI „Ég bara hitti boltann mjög vel,“ sagði Malin Andersson um markið sem hún skoraði beint úr aukaspyrnu og færði Svíum sæti í undanúrslitum í heimsmeist- arakeppni kvenna. „Ég sá glufuna og fannst ég geta sent boltann framhjá veggnum, og það tókst.“ Victoria Svensson skoraði fyrra mark Svía þegar þeir unnu Brasil- íumenn 2-1 í átta liða úrslitum keppninnar en Marta jafnaði fyrir brasilíska liðið úr vítaspyrnu. „Hún var alls staðar,“ sagði Julie Foudy, fyrirliði bandaríska liðsins, um Abby Wambach eftir sigur Bandaríkjamanna á Norð- mönnum í átta liða úrslitunum. „Vinnuframlag hennar var ótrú- legt og það þarf mikla orku í það sem hún gerir.“ Wambach skoraði eina mark leiksins með skalla eftir sendingu Cat Reddick. Bente Nordby hélt Norðmönn- um inni í leiknum með góðri mark- vörslu. „Hún er mjög góður mark- vörður, kannski sá besti í heimi, en það var bara ekki nóg til að sigra í leiknum í dag,“ sagði Age Steen, þjálfari norska liðsins. ■ FÓTBOLTI Martin Keown, varnar- maður Arsenal, hefur snúist til varnar vegna látanna sem brutust út á milli leikmanna Arsenal og Manchester United í ensku úr- valsdeildinni fyrir skömmu. Hann viðurkennir þó að leikmenn hafi brugðist illa við. „Það eru frábær- ir leikmenn í Arsenal,“ sagði Keown, sem var meðal átta leik- manna sem Enska knattspyrnu- sambandið kærði fyrir agabrot. „Þeir eru allir yndislegar mann- eskjur og eru eins og ein stór fjöl- skylda.“ Keown var kærður fyrir að vega að Ruud van Nistelrooy eftir að sá síðarnefndi klúðraði víta- spyrnu og fyrir að slá í höfuð hans eftir að flautað var til leiksloka. „Vissulega var þetta óþægileg staða á Old Trafford en hún meiddi engan,“ sagði Keown og bætti við: „Yfirleitt reyni ég að skila mínu hlutverki á vellinum með sóma. Mér finnst ég hafa gert það og hef verið góð fyrirmynd ungra leikmanna.“ ■ FÓTBOLTI Aganefnd Knattspyrnu- sambands Íslands hefur ávítt KA-mennina Þorvald Örlygsson þjálfara og Slobodan Milisic fyr- ir ummæli sem þeir viðhöfðu eft- ir leik ÍA og KA í undanúrslitum bikarkeppni karla þann 17. sept- ember síðastliðinn. Þar að auki er knattspyrnudeild KA sektuð um 20 þúsund krónur vegna fram- komu þeirra. Það var álit aganefndar KSÍ að ummæli Þorvaldar og Slobodans hefðu verið ósæmileg samkvæmt þeirri skilgreiningu sem fram kemur í 11. grein starfsreglna aganefndarinnar. Aganefnd leit til þess í úrskurði sínum að hlut- aðeigandi aðilar hafa ítrekað beðist afsökunar á ummælum sínum og harmað þau. ■ MARTIN KEOWN Tók við fyrirliðabandinu af Patrick Vieira þegar Arsenal mætti Lokomotiv Moskvu í fyrradag í Meistaradeild Evrópu. Martin Keown snýst til varnar: Meiddi engan ÞORVALDUR ÖRLYGSSON Hefur verið ávíttur af aganefnd KSÍ. Aganefnd KSÍ: Ávítir KA-menn Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta: Svíar og Bandaríkjamenn í undanúrslit

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.