Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 4
4 3. október 2003 FÖSTUDAGUR Hvað finnst þér um fjárlögin, sem kynnt voru á Alþingi? Spurning dagsins í dag: Eiga Íslendingar að auka framlög sín til þróunarhjálpar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 60% 40% Óánægð(ur) með þau Ánægð(ur) með þau Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir Ríkið afnemur framlög: Ekkert mótframlag í lífeyrissparnað FJÁRLÖG Ríkið ætlar að hætta að leggja með launþegum sem leggja hluta launa sinna í aukalífeyris- sparnað samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Framlag ríkisins er á þessu ári 0,2% af heildarlaunum þess sem leggur aukalega 2% í sparnað og 0,4% af heildarlaunum þess sem leggur aukalega 4% af launum sínum. Fyrir hvern laun- þega sem leggur 4% af launum í séreignarlífeyri og er með 200 þús- und krónur í mánaðarlaun skerðast framlögin um 9.600 krónur. Rök- stuðningur fjármálaráðuneytisins er að tilgangur framlagsins hafi verið að hvetja til slíks sparnaðar. Nú sé séreignarlífeyririnn orðinn það útbreiddur að ekki sé þörf fyr- ir að stuðla að honum með sértæk- um hætti. „Ríkið hefur lagt til 10% af eiginframlagi launþegans í þess- um sparnaði,“ segir Þór Egilsson, deildarstjóri séreignardeildar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hann segir að í einhverjum til- vikum fái menn einungis mót- framlag frá ríkinu. „Langflestir fá þó einnig mótframlag frá at- vinnurekendum.“ ■ Ósammála um skattatillögur ASÍ á móti hækkun skattleysismarka að raungildi og skerðingu atvinnu- leysisbóta. SA vildi skattalækkanir fyrr og fella niður hátekjuskatt. FJÁRLÖG Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands eru sam- mála um að í fjárlögunum sé margt jákvætt. Hins vegar eru félögin ósammála um önnur atriði. Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, og Hannes G. Sigurðsson, að- s t o ð a r f r a m - kvæmdast jór i SA, fagna því báðir að ríkis- stjórnin ætli að gæta aðhalds í rík- isfjármálunum og að í fyrsta sinn sé gerð alvöru langtímaáætlun í ríkisfjármálunum. Ólafur Darri segir miður að ekki sé tekið á kerfislægum vanda sem felist í þeirri tilhneigingu að út- gjöldin vaxi frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaganna sjál- fra og svo til ríkis- reikningsins. „Mér finnst ekki nóg gert til að takast á við þetta,“ segir hann. Hannes segir að Samtök atvinnulífs- ins hafi ekki óttast þenslu vegna s k a t t a l æ k k a n a . „Það er þvert á móti,“ segir hann. „Með því að tengja lækkanirnar við kjarasamningana gætum við bæði náð skynsamlegum kjarasamningum og hvatt til að- halds í ríkisrekstri þar sem þrýst- ingur væri á ríkið að bregðast við með því að skera niður á móti þeim tekjum sem töpuðust vegna skatta- lækkana.“ Eitt atriði slær Ólaf Darra, en það er að gert er ráð fyrir því að persónuafsláttur hækki um 2,5% á árinu, sem er í samræmi við verð- lagshækkanir, en afslátturinn hef- ur áður miðast við almennar launa- hækkanir. „Ef þetta gengur eftir,“ segir hann, „sjáum við fram á aukna skattbyrði á lægstu tekjur þannig að skattleysismörk hækka að raungildi. Það líst mér ekki á“. Honum þykir óeðlilegt að á sama tíma sé hátekjuskattur lækkaður í skrefum. Hannes er ekki sammála Ólafi Darra um hátekjuskattinn. Hann hefði viljað sjá skattinn falla niður þar sem mun fleiri en auðugir menn hafi verið að borga hann og jaðaráhrifin hafi verið mikil. Ólafur Darri minnist einnig á skerðingu atvinnuleysisbóta með því að ekki séu greiddar bætur vegna fyrstu þriggja daganna sem menn eru atvinnulausir og það sé skerðing á kjörum atvinnulausra, sem séu bág fyrir. Báðir nefna þeir Hannes og Ólafur Darri niðurfellingu á mót- framlagi ríkisins vegna viðbótar- lífeyrissparnaðar. Ólafur Darri segir að hér sé á ferðinni bein kjaraskerðing til launafólks en Hannes telur mikilvægt að þessi niðurfelling komi ekki út sem hækkun á tryggingagjaldi. „Við sættum okkur ekki við hærri fyrir- tækjaskatta gegnum bakdyrnar,“ segir hann. kgb@frettabladid.is Ísraelsk stjórnvöld: Stækka land- nemabyggðir ÍSRAEL Ísraelsk stjórnvöld áforma að reisa 550 nýbyggingar í land- nemabyggðum gyðinga á Vestur- bakkanum. Ákvörðunin hefur vak- ið hörð viðbrögð meðal Palestínu- manna sem segja að hún brjóti í bága við vegvísinn til friðar. Um það bil 220.000 Ísraelar búa á Vesturbakk- anum, í landnema- byggðum sem flestar hafa verið reistar í trássi við alþjóðlega sam- inga. Palestínsk yfirvöld hafa hvatt þær þjóðir sem standa á bak við vegvísinn til að koma í veg fyrir fyrirætlanir Ísra- ela um að stækka landnemabyggð- irnar og reisa múr utan um þær. Ísraelar telja sig ekki bundna af vegvísinum þar sem herskáir Palestínumenn hafi ekki verið af- vopnaðir. ■ Launakostnaður hérlendis: Hefur aukist tvöfalt EFNAHAGSMÁL Launakostnaður á Ís- landi hefur aukist tvöfalt á við viðskiptalöndin. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Sam- taka atvinnulífsins. Þar segir að þróunin síðastliðin sex ár hafi verið sú að laun á almennum markaði hafi hækkað um 45%, samanborið við 18% hækkun að meðaltali hjá viðskiptalöndum okkar. Á síðasta samningstímabili, 1997-2000, hækkuðu laun um 27,4% í erlendri mynt en aðeins 8.5% að meðaltali erlendis. Á yfir- standandi tímabili hækkaði launa- kostnaður öllu minna, um 11%, en 9% í helstu viðskiptalöndum. ■ Stúdentablaðið: Dreift með Fréttablaðinu Framboð til öryggisráðsins og framlög til þróunaraðstoðar: Blandast ekki saman STJÓRNMÁL „Ég vil taka skýrt fram að við blöndum ekki saman fram- boði okkar til öryggisráðsins og framlögum til þróunarlandanna,“ segir Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. Hann tekur ekki undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta sem sagði í setningarræðu á Alþingi að lág framlög til þróunar- mála gætu dregið úr möguleikum Íslendinga á sæti í öryggisráðinu Sameinuðu þjóðanna. „Við höfum miklar skyldur við þróunarlönd sem rík og siðmennt- uð þjóð. Okkur ber skylda til að rækta það hlutverk,“ segir Hall- dór. „Það gerum við meðal annars með því að styðja bágstaddar þjóðir. En við erum ekki að styðja þróunarlöndin til að komast í ör- yggisráðið.“ Halldór segir meginmarkmið um aukningu framlaga til þróun- armála hafa náðst. „Ég beitti mér fyrir því þegar ég kom í utanríkis- ráðuneytið að það yrði gerð skýrsla um þróunarmálin. Ég var þeirrar skoðunar að við þyrftum að taka okkur á í þessum efnum.“ Síðan þá hafa framlög til þróunar- mála hækkað í 0,16% af þjóðar- framleiðslu en markmiðið var 1,5%. Nú er unnið út frá skýrslu Jónasar Haralz og Hermanns Arnar Ingólfssonar sem lögðu til að framlagið hækkaði í 0,3% á næstu árum. ■ BREYTING FYRIR SÉREIGNARSPARENDUR VIÐ AFNÁM FRAMLAGS RÍKISINS: Skerðing á ári Skerðing á ári miðað við 2% miðað við 4% Mánaðarlaun eigið framlag eigið framlag 100.000 2.400 4.800 200.000 4800 9.600 300.000 7.200 14.400 LÍFEYRIR Ríkið hættir að hvetja til séreignar- sparnaðar með sértæk- um aðgerð- um. Upphæð- in er ekki há á mánuði, en eins og með sparnað safn- ast þegar saman kemur. CELERA OF LÍKT CELEBRA Um- boðsmaður Alþingis segir ekki ástæðu til að hreyfa við úrskurði áfrýjunarnefndar hugverkarétt- inda á sviði iðnaðar um að fella úr gildi ákvörðun Einkaleyfastofu um skráningu lyfjamerkisins CELERA vegna þess að hætta væri á rugl- ingi við merkið CELEBRA. GILD RÁÐNING FLOKKSSTJÓRA Að mati Umboðsmanns Alþingis er ekki tilefni til aðgerða vegna skipunar flokkstjóra hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík án aug- lýsingar. Þrír starfsmenn kvört- uðu meðal annars yfir því hvaða fjórum yfirmönnum var falið að meta ákveðin atriði í fari um- sækjenda á grundvelli fyrir fram afmarkaðra sjónarmiða. MÓTMÆLA- AÐGERÐIR Grímuklæddur Palestínumaður gerir sig líklegan til að eyðileggja líkan af land- nemabyggð gyðinga. ■ Umboðsmaður Alþingis FORSETI ÍSLANDS FLYTUR RÆÐU Á ALÞINGI Halldór Ásgrímsson tekur ekki undir orð forseta við setningu Alþingis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A ÓLAFUR DARRI ANDRASON Líst ekki á breytingar á persónuafslætti og segir það leiða til hærri skattbyrði á lægstu tekjur. HANNES G. SIGURÐSSON Telur ekki að skattalækkanir leiði til þenslu heldur hafi þvert á móti jákvæð viðbrögð með því að þrýsta á að- hald í ríkisfjár- málum. „Við sættum okkur ekki við hærri fyrir- tækjaskatta gegnum bakdyrnar. SLÖK BÍLBELTANOTKUN Lögregl- an í Stykkishólmi stöðvaði sautján ökumenn fyrir að nota ekki bílbelti í Ólafsvík í gær. Einnig var ökumaður stöðvaður á 106 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. FJÖLMIÐLAR Ákveðið hefur verið að Stúdentablaðinu, sem gefið er út af Stúdentaráði Háskóla Íslands, verði dreift með Fréttablaðinu í vetur. Davíð Gunnarsson, formað- ur SHÍ, segir að með þessu móti megi stórauka lestur blaðsins, sérstaklega meðal stúdenta. Á síð- asta starfsári var Stúdentablaðinu dreift með Morgunblaðinu. Stúdentablaðið mun í vetur koma út á um þriggja vikna fresti og er ritstjóri þess Guðmundur Rúnar Svansson. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.