Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 6
6 3. október 2003 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76,04 0,07% Sterlingspund 126,58 0,34% Dönsk króna 11,97 0,03% Evra 88,88 0,03% Gengisvísitala krónu 125,46 0,19% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 372 Velta 7.987 milljónir ICEX-15 1.825 0,68% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf 533.489.313 Sjóvá-Almennar hf. 268.908.267 Pharmaco hf. 181.942.751 Mesta hækkun Grandi hf. 8,46% Pharmaco hf. 2,10% Tryggingamiðstöðin hf. 1,41% Mesta lækkun Samherji hf. -2,11% Kaupþing Búnaðarbanki hf. -0,54% Opin Kerfi Group hf. -0,52% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.473,1 0,0% Nasdaq* 1.829,2 -0,2% FTSE 4.209,1 1,0% DAX 3.284,0 -1,4% NK50 1.350,4 0,0% S&P* 1.017,7 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir Íslendingurinn sem hugs-anlega er á leið í atvinnumennsku í hnefaleikum? 2Hvað heitir leiðtogi Íslamskt Jihadsem handtekinn var í Palestínu? 3Hvaða ár er stefnt að því að opnanýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykjavíkurhöfn? Svörin eru á bls. 47 Borgarstjórinn í Reykjavík: Metframboð af lóðum SKIPULAG Þórólfur Árnason borg- arstjóri sagði á fundi borgar- stjórnar í gær að lóðaframboð í Reykjavík hefði ekki verið meira frá árinu 1984. Áætlað er að í ár hefjist bygging 850 íbúða. „Reykjavíkurborg sjálf ráð- stafar lóðum undir 680 íbúðir, sem er það mesta frá árinu 1984, þeg- ar fyrstu 700 lóðunum í Grafar- vogi var ráðstafað. Þá eru ótaldar íbúðir á lóðum í umsjá einkaaðila, það er 80 íbúðir í Skuggahverfi, 22 íbúðir í Rimahverfi og 47 íbúðir á Alaskareit auk fleiri verkefna undir merkjum þéttingar byggð- ar. Lóðaframboð í Reykjavík á ár- inu 2003 er því með því mesta, ef ekki það mesta sem verið hefur,“ sagði í svari Þórólfs við fyrir- spurn sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn hafa sagt að lóðaskortur í Reykjavík hafi leitt til hækkandi lóða- og fasteigna- verðs með tilheyrandi hækkun á fasteignamati og fasteignaskött- um. „Þessi þróun leiðir síðan til þess að húsaleiga á almennum markaði hækkar enn frekar,“ sögðu sjálfstæðismenn þegar fyr- irspurn þeirra var sett fram borg- arráði í september. ■ Vanskil Impregilo eru áhyggjuefni VIÐSKIPTI „Aðaláhyggjuefnið er það að þessar framkvæmdir eru rétt að hefjast,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar, en sam- kvæmt upplýsingum þeirra er ítalska verktakafyrirtækið Impregilo í talsverðum vanskilum við fyrirtæki innan samtakanna. Um er að ræða 30 milljóna króna vanskil til 14 fyrirtækja og þegar hafa nokkur þeirra lokað á frekari viðskipti við Ítalina. „Ef fram heldur sem horfir er þetta verulegt áhyggjuefni fyrir verslun og þjónustu og það er fyrst og fremst tilgangur okkar að benda á að þetta viðgengst. Við höfum áhyggjur af því að Impregilo virði ekki þær leik- reglur sem viðgangast í íslensku viðskiptalífi.“ Andrés segir litið svo á hér á landi að ef pöntun berist sé hún afgreidd og þar með séu komin á viðskipti án þess að formlegur samningur hafi verið undirritað- ur. „Ef í hart fer þurfa íslensk fyr- irtæki að senda reikninga til inn- heimtu til Ítalíu. Það hefur aukinn kostnað í för með sér. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað hagsmunasamtök geta gert. Við beitum engum refsingum en bendum einungis á að miðað við reynslu nokkurra fyrirtækja inn- an okkar vébanda geta viðskipti við Impregilo verið varhuga- verð.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði að stofnunin vissi ekkert annað en komið hefði fram i fjölmiðlum. „Það er alveg ljóst að viðskipti Impregilo hér á landi skipta háum upphæðum og eftir því sem mér skilst er ekki um mikil vanskil að ræða. Það þarf ekki að koma á óvart að greiðsla reikninga geti tekið lengri tíma en venja þykir þegar um svo stórt verkefni er að ræða. Landsvirkjun vill að sjálfs- sögðu að allt gangi vel í samskipt- um Impregilo og fyrirtækja hér- lendis en við höfum ekki haft af- skipti af þessu máli á þessari stundu.“ albert@frettabladid.is Ríki og kirkja: Flestir vilja aðskilnað KÖNNUN Tveir af hverjum þremur sem afstöðu taka segjast fylgj- andi aðskilnaði ríkis og kirkju, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Einungis einn af hverj- um þremur er andvígur aðskiln- aði. Ef svör allra eru skoðuð kem- ur í ljós að 59% eru hlynnt að- skilnaði ríkis og kirkju, 29% eru honum andvíg og tæp 13% taka ekki afstöðu til spurningarinnar um aðskilnað ríkis og kirkju. Bæði Samfylking og Frjáls- lyndi flokkurinn hafa boðað þingmál um aðskilnað ríkis og kirkju. ■ Sérþjálfaðir hundar: Þefa uppi peningaseðla LUNDÚNIR, AP Hundur, sem þjálfað- ur hafði verið til að þefa uppi pen- ingaseðla, hjálpaði bresku lögregl- unni að finna sem svarar rúmum þremur milljónum íslenskra króna. Peningarnir voru í tösku manns á Euston-lestarstöðinni í Lundún- um. Lagt var hald á peningana þar sem maðurinn gat ekki svarað spurningum lögreglunnar um það hvaðan féð kæmi. Alls hafa 25 hundar verið þjálfaðir til að þekkja lyktina af blekinu sem notað er við prentun peningaseðla í Bretlandi. Þessir hundar hafa nú þegar fundið sem svarar yfir 100 milljónum íslenskra króna í reiðufé fyrir lögregluna. ■ BORGARSTJÓRI Ekki meira lóðaframboð í Reykjavík í 19 ár, sagði Þórólfur Árnason í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar segir mörg fyrirtæki innan sinna vébanda hafa vaxandi áhyggjur af vanskilum verktaka- fyrirtækisins Impregilo hér á landi. ÞORSTEINN HILMARSSON Engin mál tengd vanskilum Impregilo hér á landi hafa komið til kasta Landsvirkjunar. ANDRÉS MAGNÚSSON Segir félaga í Samtökum verslunarinnar hafa áhyggjur af vanskilum Impregilo. Stjórnarkjör í Heimdalli: Ofbeldi gagnvart ungu fólki KOSNINGAR Átta hundruð ungir sjálfstæðismenn sem ekki fengu að kjósa við stjórnarkjör í Félagi ungra sjálfstæðismanna hafa und- irritað yfirlýsingu þar sem vinnu- brögð fráfarandi stjórnar Heimdallar vegna stjórnarkjörs- ins eru harðlega gagnrýnd. Þar er mótmælt þeim „óforsvaranlegu“ vinnubrögðum stjórnarinnar að koma í veg fyrir eðlilega kosningu nýrrar stjórnar. Ekki sé hægt að kalla þetta annað en ofbeldi gagn- vart ungu fólki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem framboð Bolla Thoroddsen sendi frá sér. Framboðið var dreg- ið til baka eftir að ljóst var að stjórn Heimdallar ætlaði sér ekki að leyfa atkvæði hátt í eitt þúsund stuðningsmanna framboðs Bolla. Ástæðan var sögð vera grunur um að brögð væru í tafli. ■ MARGIR ÓSPENNTIR Í UMFERÐ- INNI Lögreglan í Ólafsvík stöðv- aði hátt í þrjátíu ökumenn í gær fyrir að vera ekki með bílbeltin spennt. ■ Lögreglufréttir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.