Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Mikill leksigur Ný starfsstétt hefur rutt sér tilrúms á Íslandi. Þetta eru svo- kallaðir lekarar. Lekarar taka að sér að missa út úr sér, skipulega og óskipulega, mikilvægar upplýsingar. Það er kallað „að leka.“ Að leka er vandasamt verkefni og ekki fyrir alla. Lekarar þurfa að fara huldu höfði sem slíkir. Þeir mega ekki láta uppi starfsheiti sitt. Þeir þurfa að geta hvíslað. Vera svipbrigðalausir. Lúmskir. Eyða talinu þegar grun- semdir berast að þeim. Kunna að senda tölvupóst án þess að fólk sjái hvaðan hann kemur, og svo framveg- is. Hringja úr símaklefa. LEKARAR eru andhverfan við njósnara. Njósnarar komast að upp- lýsingum, en lekarar segja frá þeim. Samt er margt líkt með þessum starfsstéttum. Í báðum gildir að bera sig almennt lymskulega og láta ekki standa sig að verki. Rykfrakki, hatt- ur og sólgleraugu geta komið sér vel fyrir báða. Tækjabúnaður er einnig svipaður. Ég spái því að lekarara- stéttin eigi eftir að vaxa hér á landi og samkeppni á milli einstakra lekara eigi eftir að aukast til muna. Það er svo mörgum sem finnst gam- an að leka. ÞAÐ ER margt spennandi í þessari þróun. Það má ímynda sér að reistir verði lekskólar, þar sem fólk lærir að leka. Svo má ímynda sér að reist verði lekhús, þar sem hægt verður að borga sig inn og njóta þess að hlýða á og verði vitni að atvinnulek- urum. Félag íslenskra lekara verður án efa eitt öflugusta, en þó dular- fyllsta, stéttarfélag landsins og hin eftirsóttu lekaraverðlaun verða veitt á ári hverju. LEKARI vikunnar að þessu sinni er ótvírætt þingmaðurinn sem lak stefnuræðu forsætisráðherra. Það var mikill leksigur. Hafa ber í huga að þessi lekari atti kappi við upp undir sextíu aðra lekara. Margir þeirra hafa mjög mikla lekreynslu. En þar skilur á milli góðra lekara og vondra lekara, að góðir lekarar hafa gott tímaskyn og góða tilfinningu fyrir stemmingu og umhverfi. Þessi lekari vakti mikil og sterk viðbrögð með lekanda sínum, en það heitir verk lekara. Hér er greinilega nýr stórlekari á ferð. Bakþankar GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.