Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 10
10 3. október 2003 FÖSTUDAGUR HEITAR TILFINNINGAR Lagafrumvarp sem auðveldar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, að auka við fjölmiðlaveldi sitt hefur verið fyrirferð- armikið í umræðu á þingi síðustu daga. Skoðanir eru mjög skiptar. Kvikmyndamið- stöð Íslands kærð Passport Kvikmyndir kæra Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrir að fara ekki að reglum við styrkveitingar. Þá hafi stofnunin með túlkun sinni á reglugerð dregið sér allt vald vegna styrkúthlutana framtíðarinnar. Halldór Blöndal og línuívilnunin: Hefur skipt um skoðun STJÓRNMÁL Halldór Blöndal, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, hefur skipt um skoðun á því hvort línuívilnun eigi rétt á sér. Í Auðlindinni á Rás 1 í fyrradag lýsti hann því yfir að hann styddi ekki að línu- ívilnun yrði tekin upp svo sem samþykkt hefur verið innan beggja stjórnarflokk- anna og er skjalfest í stefnuyfirlýs- ingu ríkis- stjórnarinnar. Þetta sjón- armið Hall- dórs gengur þvert á það sem hann sagði í grein í Morgunblaðinu þann 15. apríl, fimm vikum fyrir kosn- ingar. Þar gagnrýndi hann ábyrgð- arlausa stefnu annara flokka og bar saman við stefnu Sjálfstæðis- flokksins. „Við Sjálfstæðismenn samþykktum að ívilna línubátum sem auðvitað kemur sér víða vel. Áður hafði dagabátum verið íviln- að. En auðvitað eru sjómenn ekki ánægðir að fá ekki að róa eins og þeir vilja. Vinstri flokkarnir gera út á þá óánægju og vona að at- kvæðin bíti í agnið...“, sagði Hall- dór í grein sinni. ■ DAUÐADÓMUR Ali Ghufron verður leiddur fyrir indónesíska aftökusveit. Sprengjuárásirnar á Balí: Dæmdur til dauða BALÍ, AP Dómstólar í Indónesíu hafa dæmt Ali Ghufron til dauða fyrir að skipuleggja sprengjutil- ræðin á Balí á síðasta ári. Ghufron er þriðji maðurinn sem hlýtur dauðadóm fyrir aðild að árásun- um en tólf aðrir menn hafa verið dæmdir í fangelsi. Dómarar fundu Ghufron sekan um að hafa haft yfirumsjón með skipulagningu hryðjuverka- árásanna á Balí. Hann sýndi engin merki um iðrun en notaði réttar- höldin til þess að koma á framfæri andúð sinni á Bandaríkjunum. „Dómurinn er ekki í samræmi við kennisetningar íslam,“ sagði Ghufron, sem hyggst áfrýja til æðri dómstiga. ■ Lífstíðarfangelsi: Myrti sex börn sín BRESKA KÓLUMBÍA, AP Dómstólar í Bresku Kólumbíu í Kanada dæmdu bónda á fimmtugsaldri í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða börn sín sex. Jay Handel játaði að hafa banað börnunum en lýsti sig saklausan af ákærum um morð af yfirlögðu ráði á þeim forsendum að hann þjáðist af geðtruflunum. Handel kyrkti og skaut til bana syni sína og dætur, á aldrinum tveggja til ellefu ára, á heimili fjölskyldunnar á Vancouver-eyju. Því næst kveikti hann í húsinu og sótti móður barnanna til að sýna henni brunarústirnar. Handel getur sótt um reynslu- lausn eftir 25 ár. ■ SorpaDalvegur LagersalaSmárator g Allt a ð 90% afslá ttur Örn Árna timburmaður stjórnar uppboði á þremur sumarhúsum ásamt ýmsu öðru á morgun kl. 14. Í dag er opið frá 12 –19. KVIKMYNDAGERÐ Einar Þór Gunn- laugsson kvikmyndaleikstjóri segir Kvikmyndamiðstöð Íslands hafa „dregið til sín allt vald vegna úthlutunar til íslenskrar kvik- myndagerðar í framtíðinni“ með því að túlka svo- kallaða 40/60 mótvirðisreglu þannig að hún sé ekki sjálfvirk. F y r i r t æ k i Einars, Passport K v i k m y n d i r, hefur kært Kvikmyndamið- stöðina fyrir að brjóta á rétti fyrirtækisins. Samkvæmt reglum frá í mars er forstöðumanni Kvikmyndamið- stöðvarinnar heimilt að úthluta styrkjum fyrir allt að 40% fram- leiðslukostnaðar kvikmynda hafi kvikmyndafyrirtækinu sjálfu tek- ist með öðrum hætti að tryggja fjármögnum 60% kostnaðarins. Reglan gildir um kvikmyndir sem kosta allt að 100 milljónir króna. Forstöðumaðurinn getur beitt reglunni án samráðs við sérstaka kvikmyndaráðgjafa. Á grundvelli þessarar nýju reglu sótti Passport Kvikmyndir um 40 milljóna króna styrk til gerðar myndarinnar „Grunsam- lega venjulegur“. Erlendir fjár- festar höfðu ábyrgst 60 milljónir af kostnaðinum. Beiðni Einars var hafnað og óskaði hann skýringa. Einar segir svar forstöðumanns- ins staðfesta að nefnd mótvirðis- regla sé ekki sjálfvirk: „Passport Kvikmyndir metur það svo að 40/60 reglan sé ekki virk nema að hún sé að mestu leyti sjálfvirk, og að greinilega sé ekki fylgt þeirri stefnu, og vilja fagsins, að taka mið af markaðn- um. Í stað þess hefur KMÍ (Kvik- myndamiðstöðin) með túlkun sinni á reglugerðinni dregið til sín allt vald vegna úthlutunar til ís- lenskrar kvikmyndagerðar í framtíðinni. Þetta eru því nokkur tíðindi fyrir íslenska kvikmynda- framleiðendur,“ segir í tilkynn- ingu frá Passport Kvikmyndum. Einar Þór segir Passport Kvik- myndir nú hafa kært Kvikmynda- miðstöðina fyrir meðferð á styrk- umsóknum þess. Stofnunin hafnaði í síðustu viku að veita fyrirtækinu styrk til eftirvinnslu myndarinnar „Third Name“. Einar segir ljóst að aðeins annar af tveimur kvik- myndaráðgjöfum hafi gefið um- sögn um verkefnið en ekki báðir eins og reglur segi til um. Laufey Guðjónsdóttir forstöðu- maður segir kæruna ekki hafa borist Kvikmyndamiðstöðinni. „Reglurnar segja ekkert um það að tveir ráðgjafar eigi að fara yfir allar umsóknir. Fólk getur hins vegar áfrýjað umsögn annars ráð- gjafans yfir til hins. Það hefur Einar ekki gert,“ segir Laufey. gar@frettabladid.is Sjálfboðaliðar til Palestínu: Aðstoða bændur SJÁLFBOÐALIÐAR Tveir íslenskir sjálfboðaliðar á vegum félagsins Ísland – Palestína eru nú staddir í Palestínu. Þetta eru þau Sigrid Valtingojer listakona og Viðar Þor- steinsson, varaformaður félagsins. Tilgangur fararinnar er að veita palestínskum bændum vernd gagn- vart hernámsliði og landtökumönn- um frá Ísrael á meðan ólífutínslan fer fram. „Við byrjum á að fara á stutt námskeið áður en við hefjumst handa við ólífutínsluna og síðan er ætlunin að aðstoða við hjálpar- störf á herteknu svæðunum,“ sagði Viðar. ■ Rússar ítreka mikilvægi öflugra varna: Vara vesturveldin við MOSKVA, AP Ef Atlantshafsbandalag- inu verður viðhaldið sem hernaðar- bandalagi með árásarstefnu sína óbreytta þrýstir það á um mikla enduruppbyggingu og nýja stefnu- mótun rússneska hersins, segir í skjali rússneska varnarmálaráðu- neytisins sem dreift var til fjöl- miðla í gær. Meðal þess sem verði að endurskoða sé stefnumótun í kjarnorkuvígbúnaði. Vladimír Pútín Rússlandsfor- seti tók ekki jafn sterkt til orða á blaðamannafundi síðar sama dag og er ekki vitað hvort skjalið nýtur blessunar hans. Hann sagði að þó Rússar leituðust við að auka vægi alþjóðalaga og auka samvinnu við önnur ríki þýddi það ekki að Rúss- ar ættu að hætta að sinna varnar- málum sínum. Varnarmálaráðherra Pútíns, Sergei Ivanov, tók nokkuð sterkar til orða og vildi ekki útiloka að Rússar kynnu að gera árás að fyrra bragði ef þeir teldu sér ógnað. ■ ÞRIÐJA NAFNIÐ Passport Kvikmyndir sóttu um allt að tíu milljóna króna eftirvinnslustyrk vegna kvikmynd- arinnar „Third Name“. Umsókninni var hafnað. Fyrirtækið telur ekki rétt hafa verið staðið að mati á verkefninu. Hjalti Rögnvaldsson er einn leikenda í „Third Name“. HALLDÓR BLÖNDAL Er nú á annarri skoðun en skömmu fyrir kosningar. SKÝTUR HANDSPRENGJUM Robert F. Willard, aðmírall í Bandaríkjaflota, var í heimsókn í flotastöð í Vladivostok þegar fréttirnar bárust. EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON Einar Þór Gunnlaugsson segir Kvikmyndamiðstöðina hafa dregið til sín allt vald vegna út- hlutunar til íslenskrar kvikmyndagerðar í framtíðinni. „Þetta eru því nokkur tíðindi fyrir ís- lenska kvik- myndafram- leiðendur. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A Stúdentaráð: Gagnrýnir reiknireglur STÚDENTARÁÐ Á fundi Stúdentaráðs HÍ í gær var samþykkt ályktun þar sem áhyggjum er lýst vegna stöðu þeirra deilda Háskóla Ís- lands sem eiga í samkeppni. Í ályktun ráðsins segir að endur- skoða þurfi þær aðferðir sem not- aðar eru til að meta fjárframlög til skólanna þannig að nemendafjöld- inn sé ekki eini þátturinn sem ræður fjárframlögum ríkisins. Í ályktun Stúdentaráðs er það sérstaklega gagnrýnt að innrit- unargjöld í Háskóla Íslands séu dregin frá framlagi ríkisins til skólans en skólagjöld annarra há- skóla eru ekki dregin frá ríkis- styrkjum við þá. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.