Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 26
Í huga margra eru kartöflurgamaldags meðlæti og minna á horfna tíð með soðinni ýsu og súpukjöti. Kartöflur gegndu vissulega lykilhlutverki í matar- gerð hér áður. Hins vegar höfum við á seinni árum tileinkað okkur mun fjölbreytilegri leiðir til að matreiða kartöflur en bara að sjóða þær. Kartöflur eru nefni- lega fyrirtakshráefni sem nota má við hvaða tækifæri sem er. Þær má krydda á margvíslegan hátt og nota sem aðalrétt, með- læti, í súpu og sem snakk, svo að- eins nokkrir möguleikar séu nefndir. „Fólk virðist koma aftur inn sem kartöfluneytendur þegar það er búið að hlaupa af sér horn- in og farið að stofna heimili. Þá fjarar gjarnan undan skyndibit- anum,“ segir Sighvatur Haf- steinsson, formaður Landssam- bands kartöflubænda. Kartöflu- bændur létu kanna fyrir sig kart- öfluneyslu í fyrra og var þetta meðal þess sem þeir urðu vísari. „Þetta vakti vissulega ánægju okkar enda eru kartöflur bæði holl og góð vara.“ Sigurjón bendir á að keppi- nautar kartöflunnar, hrísgrjón og pasta, séu harðir. „Þessar vörur eru auglýstar daginn út og daginn inn þannig að við verðum að minna á okkur líka. Við viljum að sjálfsögðu vera með í slagnum enda er kartaflan mjög góður val- kostur. Að mínu mati tekur ekkert henni fram í fjölbreytileika í möguleikum á martreiðslu.“ Sæmundur Kristjánsson, mat- reiðslumaður á veitingastaðnum Á næstu grösum, er mikið fyrir kartöflur. „Mér finnst þær góðar,“ segir hann. „Þær eru fjölnota grænmeti. Það má nota þær til að þykkja súpu í staðinn fyrir hveiti eða smjörbollu og þær gefa mun betra bragð. Svo má nota þær sem meðlæti á alla vegu, í kartöflum- auki, steiktar, soðnar og bara hvernig sem er.“ Sæmundur bend- ir á að kartöflurnar séu líka góðar í réttum með öðru grænmeti. „Í svoleiðis pottrétti gefa þær líka þykkingu og gera þá mýkri sem gerir þá oft betri.“ Og möguleik- arnir eru endalausir: „Þegar fisk- ur er bakaður í ofni má leggja ofan á hann kartöflur í þunnum skífum. Þá verða þær stökkar um leið og fiskurinn bakast.“ ■ matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Gamalt meðlæti í samkeppni við nýtt: Gamla góða kartaflan í nýjum búningi Casa Lapostolle Cuvée Alex-andre Merlot var valinn sem besti Merlot í heimi af IWSC (International Wine and Spirit Competition) en það eru samtök vínframleiðenda. Þetta er mikill heiður, því þarna eru vínframleið- endur að velja sjálfir sín á milli. Vínið hefur djúpan og aðlað- andi rauðan lit. Ilmurinn er flók- inn og einkennist af sólberjum og kirsuberjum, blandað saman við suðusúkkulaði og piparkeim. Mjög góð fylling er í bragði, kjöt- mikil sólber og brómber með eik- arkeim. Mjúk og góð tannín og langt eftirbragð. Vínið fæst í Vínbúð ÁTVR í Kringlunni og í Heiðrúnu og kost- ar kr. 1.990. ■ Casa Lapostolle Cuvée Alexandre Merlot: Verð- launavín RIFNAR KARTÖFLUR STEIKTAR Á PÖNNU (RÖSTI) Undirbúningur 10 mín. Eldun 10 mín. Kartöflurnar eru rifnar og kryddaðar með salti og pipar og panna hituð með smá olíu. Kreistið vökvann úr kartöflunum og setjið á pönnuna í þéttu 1/2-1 cm þykku lagi. Steikið við miðlungshita í 3 mín. (ekki hreyfa við kartöflunum á pönnunni) eða þar til kakan er gullinbrún á neðri hliðinni og laus frá pönnunni. Hvolfið kartöflukökunni á flatan disk og rennið henni aftur á pönnuna svo hin hliðin steikist. Steikið áfram í 3-4 mín. Ef kakan er þykk er gott að klára að elda hana í ofni í 4-5 mín. Gott meðlæti með kjöti og fiski eða sem partíréttur með góðri ídýfu. Kartöflusalat með mozzarellaosti 500 g kartöflur, smáar skornar í bita 1 mozzarellakúla 200 g agúrkur, skornar í teningar 100 g klettasalat skorið í 3 cm lengjur 100 g basil- og furuhnetupestó salt og pipar Kartöflurnar eru soðnar, með hýði ef þær eru nýjar, og síðan kældar og skornar í báta eða bita. Öðru innihaldi salatsins er síðan blandað saman við kartöflurnar og kryddað eftir smekk. Þetta salat er tilvalið að gera daginn áður. Þá draga kartöflurn- ar betur í sig bragðið. SÆMUNDUR KRISTJÁNSSON Er óþrjótandi uppspretta alls konar kartöfluuppskrifta. RÖSTI Hér er búin til eins konar kaka úr kartöfl- unum. Svo er hægt að skera í sneiðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Basilika er kryddjurt sem á rætur sínar að rekja til Indlands. Nafnið er hins vegar dregið af gríska orðinu basilikos, sem þýðir konunglegur – en einungis konungum var heimilt að skera sér basiliku til forna. Í dag er kryddið mjög vinsælt, einkum í ítalskri matargerð. Basilika passar sér- lega vel með tómötum en hún er einnig góð með salati, í fyllingar, sósur, eggjakökur og pasta. Konungleg kryddjurt LAUFEY STEINGRÍMSDÓTTIR Finnst mikilvægt að varðveita hefðir. Hefðir og hollusta: Svið og slát- ur ágætis- matur Neysluvenjur Íslendinga hafabreyst mikið og mörgu ung- menninu býður við súrsuðum slát- urkeppum, kæstum hákarli og sviðum, sem fyrri kynslóðir töldu hið mesta gómsæti. Kröfur um hollustu hafa líka breyst mikið þannig að margir sneiða hjá fitu- ríkum mat. Fólk ætti þó ekki að láta hollustusjónarmið stöðva sig í því að halda í gamlar hefðir, því að sögn næringarfræðings er slátur járnríkt og auðugt af bætiefnum. „Það er mikilvægt að varðveita hefðirnar og svið og slátur eru ágætismatur,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, forstöðumaður Mann- eldisráðs við Lýðheilsustöð. „Hann er frekar í feitari kantinum en að öðru leyti heilsusamlegur. Það er hægt að útbúa þennan mat þannig að hann verði magrari en áður tíðkaðist og er það mjög af hinu góða. Það er til dæmis gott að gefa börnum slátur af og til. Sviðasulta er líka ágætur matur, ný eða súr, en gott er að fjarlægja mestu fit- una úr kjötinu áður en hún er útbú- in.“ Laufey segir að súr sé ágætur geymslumáti og að auki skemmti- leg og séríslensk aðferð. Hún segir jafnframt að kæstur matur sé í lagi næringarfræðilega séð en að barnshafandi konum sé ekki ráð- lagt að borða hákarl í miklum mæli þar sem í honum er meira af kvika- silfrien æskilegt er. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.