Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 3. október 2003 Félagsheimilið Þjórsárver eróðum að breytast í eitt helsta menningarhús Suðurlands. Þar verður haldin í næstu viku Tóna- hátíð, sem að sögn heimamanna verður ein stærsta listahátíð sem boðið hefur verið upp á utan höfuð- borgarsvæðisins. „Við höfum verið að reyna að vinna okkur sess sem menningar- hús hér á Suðurlandi,“ segir Valdi- mar Össurarson, umsjónarmaður Þjórsárvers. „Okkur hér er ekki úthlutað neinu menningarhúsi eins og aðrir landsfjórðungar fá, þannig að hér eru það bara gömlu félagsheimilin.“ Hátíðin hefst á fimmtudags- kvöld með söng eðalsöngvaranna Ólafs Kjartans Sigurðarsonar bar- itóns og Elínar Óskar Óskarsdótt- ur. Þau flytja sígild lög úr ýmsum áttum við undirleik nýráðins tón- listarstjóra Íslensku óperunnar, Kurts Kopeckys. Á föstudaginn mætir svo hin merka hljómsveit South River Band frá Kleifum í Ólafsfirði, sem leggur mikið upp úr því að gestir í salnum syngi með. Loks verður Ríó tríó með tónleika á laugardags- kvöldið þar sem það kynnir lög af nýju plötunni sinni, sem heitir Utan af landi. Með þeim spila snill- ingarnir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson. ■ ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON OG ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Þau syngja á Tónahátíðinni í Þjórsárveri ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur. Menningarhúsið Þjórsárver FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM ■ TÓNAHÁTÍÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.