Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 14
14 3. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir SYNDIRNAR HVERFA Strangtrúaður gyðingur sést hér sveifla kjúklingi yfir höfði ungs drengs í Jerúsalem á degi iðrunar, helgasta degi gyðinga. Samkvæmt trúnni færast syndir síðasta árs yfir í kjúklinginn, sem er síðan slátrað. TEXAS, AP Yfirvöld í Mexíkó og Texas hafa deilt harkalega á til- raunaverkefni sem gengur út á að flogið er með ólöglega innflytjend- ur sem finnast í Arizona til Texas og þeim vísað yfir landamærin þar. Forsvarsmenn tilraunarinnar segja hana hafa skilað þeim ár- angri að mjög hafi dregið úr til- raunum til að smygla sér yfir landamærin og mun færri deyi í tilraunum sínum til að fara yfir sjóðheitar eyðimerkur Arizona. „Dauðsföllum hefur fækkað veru- lega,“ segir Mario Villarreal, tals- maður Tolla- og landamæravörsl- unnar. „Mjög hefur dregið úr til- raunum til að komast yfir landa- mærin í Tucson og handtökum fækkað,“ bætir hann við. Minni ánægju gætir í Mexíkó og Texas. „Við vorum aldrei spurð álits og allir borgarstjórar landamæra- borga eru ósáttir,“ segir Betty Flor- es, borgarstjóri í Laredo sem liggur við landamærin að Mexíkó. „Hvers vegna eru þeir að flytja vandamál Arizona-ríkis til Texas?“ Stjórnvöld í Mexíkó hafa mót- mælt verkefninu. Endi var bundinn á það í gær en til stendur að hefja það á ný. ■ SVEITARSTJÓRNIR Árni Þór Sigurðs- son, forseti borgarstjórnar, segir Reykjavíkurborg leggja mikla áherslu á viðræður við ríkisvaldið um uppbyggingu samgöngumann- virkja í borginni. Í vetur verði lögð áhersla á hverfavæðingu þjónustu og skipulag miðborgarinnar. Aðspurður um helstu verkefni haustsins í borgarstjórn nefnir Árni að verið sé að undirbúa fjár- hagsáætlun næsta árs. Of snemmt sé að segja til um innihald áætlun- arinnar, sem liggja muni fyrir í nóvember. „Okkar megináherslur munu birtast í fjárhagsáætluninni. Við erum til dæmis að vinna að frekari hverfavæðingu borgarinnar; að flytja þjónustuverkefni út í hverf- in. Ég spái því að það verði nokkuð fyrirferðarmikið mál á næstunni,“ segir Árni. Að sögn Árna hefur fjárhags- áætlun ársins 2003 staðist vel fram að þessu. „Frávikin eru mjög lítil, á bilinu eitt til tvö prósent. Það er þó misjafnt eftir mála- flokkum,“ segir hann. Minnihluti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn segir að lóðaskortur í borginni hafi leitt til hækkandi lóðaverðs. Árni segist eiga von á að sú umræða haldi áfram: „En staðreyndin er sú að á ár- inu 2003 hafa verið lóðir fyrir fleiri íbúðir heldur en nokkru sinni frá metárinu 1983, þannig að fullyrðingar um lóðaskort eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvað varðar hækkandi lóðaverð er þróunin í borginni sú sama og hefur verið í öðrum sveitarfélög- um,“ segir Árni. Uppbygging og skipulagsmál í miðborginni hafa verið mjög í sviðsljósinu á síðustu vikum. „Við munum leggja mikið kapp á mið- borgina á næstu misserum. Það mun endurspeglast í fjárhagsætl- uninni, meðal annars að því er varðar fjárveitingar til verkefna á sviði stíga- og gatnagerðar og skipulagsmála,“ segir Árni. Að sögn Árna telur hann mik- inn samhug vera meðal allra borg- arfulltrúa um að styrkja og efla miðborgina þó ekki séu allir alltaf sammála um leiðir. „En ég held að allir séu sammála um að gefa mið- borginni meiri vaxtarmöguleika og meiri athygli,“ segir hann. Árni segir borgarfulltrúa hafa ákveðið samhljóða að óska eftir formlegum viðræðum við sam- gönguráðherra og fjármálaráð- herra um fjármögnun stórra samgöngumannvirkja. „Þetta er meðal þess sem borgarstjóri kynnti fyrir fjárlaganefnd Al- þingis nú í vikunni og við lögðum mikla áherslu á,“ segir forseti borgarstjórnar. gar@frettabladid.is Sementsverksmiðjan: Skrifað undir VIÐSKIPTI Skrifað var undir kaup- samning Sementsverksmiðjunn- ar á Akranesi í gær. Íslenskt sement ehf., sem er í eigu BM Vallár, Björgunar, Framtaks fjárfestingarbanka og norska fyrirtækisins Nordcem, keypti verksmiðjuna af íslenska ríkinu á 68 milljónir króna. Gengið hefur verið frá skipun nýrrar stjórnar Sementsverk- smiðjunnar. Þórður Hilmarsson er formaður stjórnar, en með honum í stjórn eru Björn Mörk, forstjóri norska fyrirtækisins Nordcem, og Þorsteinn Víg- lundsson hjá BM Vallá. ■ Bókmenntaverðlaun: Nóbel til Suður-Afríku STOKKHÓLMUR, AP Suður-afríski rit- höfundurinn John Maxwell Coetzee hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum þetta árið. Hinn 63 ára gamli Coetzee hefur lengi verið tal- inn líklegur til að hljóta verð- launin marg- frægu. Coetzee er annað Suður- Afríkubúinn til að hljóta verð- launin. Hann fetar í fótspor Nadine Gordi- mer sem tók á móti þeim fyirr tólf árum síðan. Verðlaunaféð nemur tíu millj- ónum sænskra króna, andvirði tæpra hundrað milljóna króna ís- lenskra. Að auki má búast við aukinni sölu á verkum höfundar- ins í kjölfar útnefningarinnar. ■ UMFERÐARÓHAPP Steig á bensíngjöf í stað bremsu. Lögreglan í Reykjavík: Keyrði á fjóra bíla ÁREKSTUR Ökumaður sem var að leggja í stæði á bílaplaninu fyrir framan Háskóla Íslands ók á fjóra bíla þegar hann steig á bensín- gjöfina í stað þess að hemla. Bíll- inn rann til á malarplaninu, fór utan í fjóra aðra bíla og endaði á ljósastaur. Engin slasaðist og voru litlar skemmdir á bílunum fjór- um. Bíll ökumannsins var nokkuð skemmdur. ■ REKNIR YFIR LANDAMÆRIN Kvartað hefur verið undan því að ólöglegir innflytjendur séu ráðalausir þegar þeir eru fluttir yfir landamærin frá Texas, fjarri upphaflegum heimkynnum þeirra. Ólöglegir innflytjendur: Mótmælt beggja megin Miðborgin í brennidepli Veturinn í borgarstjórn mun einkennast af hverfavæðingu, skipulagi miðborgarinnar og kröfum á ríkið um uppbyggingu stórra samgöngu- mannvirkja, samkvæmt Árna Þór Sigurðssyni, forseta borgarstjórnar. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON „Við munum leggja mikið kapp á miðborg- ina á næstu misserum. Það mun endur- speglast í fjárhagsáætluninni,“ segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar. MIÐBORGIN Skipulag hennar verður til umfjöllunar í borgarstjórn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M COETZEE Heiðraður fyrir rit sín. Í VÍMU Á STOLNUM BÍL Maður stal bíl og keyrði utan í tvo bíla í Aðalstræti í fyrrinótt. Lögreglan stöðvaði för hans í Guðrúnargötu og reyndist hann vera undir áhrifum vímuefna. Við leit á manninum fundust fíkniefni og var hann handtekinn. Málið telst upplýst. FLUTT Á SLYSADEILD Kona var flutt á slysadeild eftir að sölu- tjald féll á hana í Mjóddinni í gær. Hún reyndist ekki vera al- varlega slösuð. HJÁLMURINN BJARGAÐI 82 ára hjólreiðamaður varð fyrir bíl á gatnamótum Strandgötu og Hval- eyrarbrautar í Hafnarfirði rétt fyrir hádegi í gær. Hann var fluttur á slysadeild með beinbrot á hægri fæti. Að sögn lögreglunn- ar í Hafnarfirði skipti sköpum að hann var með hjálm. ■ Lögreglufréttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.