Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 1
STEFNURÆÐA Skattalækkanir og rík- isfjármál voru í forgrunni í stefnu- ræðu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra í gærkvöldi. Hann rifjaði upp að skattalækkanir hefðu átt mestan hljómgrunn stjórnmála- flokkanna fyrir síðustu kosningar, að Vinstrihreyfingunni – grænu framboði undanskildu. Það ætti því að vera ánægjuefni að verja ætti 20 milljörðum króna í skattalækkanir á kjördæminu þó útfærsla ein- stakra breytinga liggi ekki fyrir, sagði forsætisráðherra. Eins og við var að búast munaði miklu á málflutningi stjórnarliða og stjórnarandstæðinga í stórum málum: Forsætisráðherra og Guðni Ágústsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, lögðu áherslu á að halda í varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. „Við vitum það öll að það er ekki lengur á vísan að róa þar sem Bandaríkjamenn eru,“ sagði hins vegar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, og lagði áherslu á sterkari samskipti við Evrópusambandið. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, og Össur lýstu áhyggjum af kjörum og að- stæðum verkamanna við Kára- hnjúka. Sagði Steingrímur nú kom- ið í ljós að tilboði Impregilo í fram- kvæmdirnar hefði verið tekið þó ljóst hefði verið að greiða þyrfti fyrirtækinu mun meira en sem til- boðinu nam. Landbúnaðarráðherra fagnaði hins vegar framkvæmdun- um og þeim efnahagsávinningi sem þær hefðu í för með sér. „Ríkisstjórnin lemur hausnum við steininn og neitar að hlusta,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokks- ins, og átaldi stefnu ríkisstjórnar- innar í sjávarútvegsmálum sem hefði leitt ófá sveitarfélög í ógöng- ur. Hann furðaðist jafnframt að einungis fjórum línum væri varið í svo mikilvægan málaflokk í stefnu- ræðu forsætisráðherra. Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, gerði leka á stefnuræðu forsæt- isráðherra til fréttastofu Stöðvar 2 að umræðuefni í upphafi umræð- unnar. „Þetta verður áfram til at- hugunar og hvernig skuli brugðist við því.“ brynjolfur@frettabladid.is SEÚL, AP Spennan jókst enn á Kóreuskaga þegar stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir að þau hefðu framleitt nægilegt magn plútons til að smíða sex kjarnorkusprengjur. Choe Su-hon aðstoðarutanríkisráðherra segir að Norður-Kóreumenn hafi ekki átt annarra kosta völ þar sem Bandaríkin hafi hótað að beita kjarnorkuvopnum gegn landinu. Í viðtali við kínversku frétta- stofuna Xinhua sagði Choe Su-hon að kommúnistaríkið hefði lokið við að endurvinna 8.000 kjarn- orkueldsneytisstangir. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Kóreu- menn viðurkenna opinberlega að þeir séu að undirbúa framleiðslu kjarnorkuvopna en fyrr á þessu ári gáfu stjórnvöld í skyn að byrj- að væri að endurvinna eldsneytis- stangir. Norður-kóreskir ráðamenn fullyrða sem áður að aðgerðir þeirra séu í friðsamlegum til- gangi. Þeir segjast ekki hafa í hyggju að selja kjarnorkuvopn eða tækniþekkingu úr landi eins og Bandaríkjamenn óttast. Tals- maður suður-kóreska utanríkis- ráðuneytisins og ýmsir sérfræð- ingar benda á að Norður-Kóreu- menn séu að líkindum fyrst og fremst að reyna að styrkja stöðu sína í samningaviðræðum við Bandaríkin. ■ fengu frábæra dóma Rómeó og Júlía: ▲ SÍÐA 46 Leiksigur í London MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 36 Sjónvarp 44 FÖSTUDAGUR NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 Meðallestur fólks 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu á föstudögum 80% 54% 20% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V REGLUR TIL SKOÐ- UNAR Stórviðskipti með félög í Kauphöll Ís- lands vekja margar spurningar að mati Greiningardeildar Kaup- þings Búnaðarbanka. Kauphöllin segir ekki ágreining um að skoða þurfi reglur um fjárhagsleg tengsl og yfirtökuverð félaga. Sjá síðu 2. LINKIND EFTIRLITSSTOFNANA Framkvæmdastjóri ASÍ segir að sú linkind sem eftirlitsstofnanir hafi sýnt Impregilo komi á óvart. Fyrirtækið hafi fengið frest og áminningar mánuðum saman en aðbúnaði sé enn ábótavant. Sjá síðu 2. EKKERT MÓTFRAMLAG Ríkið ætlar að hætta að leggja með launþegum sem leggja hluta launa sinna í aukalífeyrissparnað samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Sjá síðu 4. MEINT STJÓRNSÝSLUBROT Kvik- myndamiðstöð Íslands hefur verið kærð fyrir að fara ekki að reglum við styrkveiting- ar. Kærandi telur að stofnunin hafi dregið sér allt vald vegna styrkúthlutana framtíðar- innar. Sjá síðu 10. STEPHANSSTEFNA HÁSKÓLA ÍSLANDS 150 ár eru í dag liðin frá fæðingu Stephans G. Stephanssonar. Í til- efni af því verður haldin ráðstefna um skáldið, samtíð hans, verk og hugmyndir í hátíðarsal Háskóla Íslands. Ráðstefnan sem stendur fram á sunnudag verður sett klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJARTUR Í HAUSTVEÐRI Enda þótt sólin skíni í heiði víða um land vantar að- eins upp á hitann svo notalegt sé. Ef sam- an fer hins vegar sól í hjarta og sól í heiði fer allt vel. Sjá síðu 6. 3. október 2003 – 240. tölublað – 3. árgangur matur o.fl. vín ● uppáhaldsmaturinn Gamla góða kartaflan: ▲ SÍÐUR 26 og 27 Í nýjum búningi Norður-Kóreumenn undirbúa framleiðslu kjarnorkuvopna: Eiga plúton í sex sprengjur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ný stjórn Eimskips: Magnús líklegur HLUTHAFAFUNDUR Verið er að ræða við Magnús Gunnarsson, fyrrver- andi formann bankaráðs Búnaðar- bankans, um að hann setjist í stjórn Eimskipafélagsins og taki við formennsku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Búið er að ganga frá því að í stjórninni taki sæti Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Tryggingamiðstöðvar- innar, en Tryggingamiðstöðin á stóran hlut í félaginu. Þá mun Sindri Sindrason, fyrrverandi for- stjóri Pharmaco, taka sæti í stjórninni auk Baldurs Guðna- sonar, framkvæmdastjóra Sjafnar og stjórnarmanns í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. ■ FRÁ STEFNURÆÐU FORSÆTISRÁÐHERRA Skattalækkanir og góður árangur í efnahagsmálum voru útgangspunktar forsætisráðherra í stefnu ræðu sinni. Áhersla á skatta og rétt verkamanna Stjórnarliðar lögðu áherslu á skattalækkanir og góðan árangur í efna- hagsmálum í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Stjórnarand- stæðingar lýstu áhyggjum af kjörum verkamanna við Kárahnjúka. persónuleikapróf ● sjónvarpsdagskrá Álfrún Örnólfs: ▲ fylgir Fréttablaðinu dag Komin heim frá London birta Dómur þyngdur: Sex ár fyrir manndráp DÓMUR Baldur Freyr Einarsson var í gær dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi og Gunnar Friðrik Friðriksson í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás. Þeir réðust saman á Magnús Frey Svein- björnsson í Hafnarstræti í maí í fyrra, með þeim afleiðingum að Magnús lést af völdum áverkanna. Hæstiréttur þyngdi fangelsis- dóm Baldurs Freys úr þremur árum í sex ár. Hann hafði einnig ráðist á og slasað tvo aðra menn í apríl í fyrra. Fangelsisdómur Gunnars Friðriks var hins vegar þyngdur úr tveimur árum í þrjú. Þótti Hæstarétti ekki annað fært með hliðsjón brotanna en að þyngja dómana. Frá fangavistinni verður dregið óslitið gæsluvarð- hald frá því 26. maí á síðasta ári. ■ SUÐUR OG NORÐUR Suður-kóreskur hermaður talar í talstöð við hliðina á norður-kóreskum starfsbróður sínum í landamæraþorpinu Panmunjom. MAGNÚS Viðræður eiga sér stað við Magnús um að hann taki við formennsku í stjórn Eimskips. STEFNURÆÐA „Málefni sem varða fjölskylduna og fatlaða verða meðal mála sem Frjálslyndi flokkurinn mun flytja á þessu kjörtímabili,“ sagði Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, þing- maður Frjálslynda flokksins. Hún varð í gærkvöldi fyrsti þingmaðurinn til að flytja ræðu sína með aðstoð táknmálstúlks. Sigurlín lýsti eftir umbótum og kallaði eftir átaki til að bæta aðstæður heyrnarlausra. ■ SIGURLÍN MARGRÉT Fyrsti heyrnarlausi þingmaðurinn. Tímamótaræða flutt með aðstoð túlks: Aukinn rétt fatlaðra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.