Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 16
16 3. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa BANDARÍKJAMENN Í KIRGISISTAN John Prendergast , hershöfðingi í banda- ríska hernum, heimsótti lýðveldið Kirgis- istan í Mið-Asíu í gær. Bandaríkjamenn hafa komið upp herstöð í landinu, þar sem berjast á gegn hryðjuverkum. KALIFORNÍA, AP Kvikmynda- leikarann Arnold Schwarzen- egger hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Schwarzenegger er einn af frambjóðendum repúblikana til embættis ríkisstjóra í Kaliforníu og nýtur nú mests fylgis. Los Angeles Times birti viðtöl við sex konur sem segja að Schwarzenegger hafi þuklað á þeim við ýmis tæki- færi. Nokkrar samstarfskonur hans halda því fram að hann hafi káfað á þeim á tökustað. Bresk sjónvarpskona segir að Schwarze- negger hafi snert brjóst hennar þegar hún tók viðtal við hann árið 2000. Að sögn talsmanna Los Angeles Times ákváðu blaðamenn að rann- saka feril Schwarzeneggers og komust þá á spor kvennanna. Fullyrt er að engin þeirra hafi sjálf haft samband við blaðið. Tvær kvennanna komu fram undir nafni en hinar fjórar kusu að halda nafni sínu leyndu. Engin þeirra hefur lagt fram kæru á hendur Schwarzenegger. Talsmaður frambjóðandans vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Los Angeles Times og sagði að demókratar væru að reyna að koma höggi á Schwarzenegger í kosningabaráttunni. Schwarzen- egger hefur nú viðurkennt að hafa áreitt konurnar og hefur beðist afsökunar á hegðun sinni. ■ Margt að læra á og kynnast SEÐLABANKI „Ég geri mér grein fyr- ir því að það er margt sem ég þarf að kynna mér og læra. Þetta er verkefni sem þarf að vinna af kost- gæfni og samvisku- semi,“ segir Jón Sigurðsson, sem tók við starfi Seðla- bankastjóra um mánaðamótin. „Ég fór um alla stofnunina og talaði við starfsmenn, heilsaði upp á þá og þeir mér,“ segir Jón um fyrsta daginn í nýja starfinu. „Ég hef reyndar gert það áður. Ég er bú- inn að vera hér á þriðja ár í banka- ráðinu og var í nefndinni sem samdi lagafrumvarpið sem nú er orðið lög um Seðlabankann.“ Jafn- framt sat hann fund bankastjórnar, fund með framkvæmdastjórum deilda og sviða og kynningarfund fjármálaráðherra um fjárlaga- frumvarpið og þjóðhagsáætlun. Þrír bankastjórar Seðlabank- ans skipta með sér umsjón með sviðum og deildum bankans. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver þeirra heyri undir Jón. Í kjölfar skipunar Jóns í stól Seðlabankastjóra skrifaði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Samfylkingar í bankaráði, forsæt- isráðherra bréf og spurði hvað hefði verið gert til að tryggja að hæfasti maðurinn væri ráðinn. Svarinu sem hún fékk hefur hún lýst sem ekki-svari, þar sem engar raunverulegar upplýsingar hafi komið fram. „Það er ekkert um þessi bréfa- skrif að segja annað en að þetta eru mjög eðlilegar spurningar,“ segir Jón. „Eftir miklar umræður í nefndinni sem samdi lögin komumst við að þeirri niðurstöðu að það væru ekki efni til þess að gera sértækar kröfur um tiltekna menntun og við komumst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki að gera að skyldu að auglýsa í starfið heldur að það væri kallað í starfið. Það er mjög eðlilegt að um það sé spurt og mér fannst fyrir- spurnin mjög málefnaleg. Þetta er opinbert starf og opinber stjórn- valdsákvörðun og eðlilegt að hún sé rædd.“ brynjolfur@frettabladid.is NIÐURSKURÐUR Í ÞÝSKA HERN- UM Þjóðverjar hyggjast fækka liðsmönnum í þýska hernum um 30.000 fyrir árið 2010. Að breyt- ingunni lokinni verða 250.000 manns í hernum. Ástæður niður- skurðarins eru efnahagskreppa og breytt staða heimsmála. ATVINNULEYSI MINNKAR At- vinnuleysi í Noregi mældist 3,9% í september. Í ágúst voru 4,3% at- vinnubærra Norðmanna án at- vinnu. RÁÐHERRA REKINN Ríkisstjórn Slóvakíu hefur vikið Jan Mojzis úr stóli ráðherra öryggismála. Brottvikningin sætir gagnrýni og þykir lítt rökstudd. ■ „Þetta er verk- efni sem þarf að vinna af kostgæfni og samviskusemi.“ 29.900kr. Verð áður 39.900 www.hanspetersen.is / sími 570 7500 Með CX 6330 færðu stórar og fallegar myndir í allt að 28 x 35 sm. TILBOÐ • 3.1 MP upplausn • 3x optískur aðdráttur • 3,3x stafrænn aðdráttur Kodak CX 6330 Stafræn myndavél Nýr Seðlabankastjóri er kunnugur störfum bankans enda setið lengi í bankaráði. Hann segir fyrir- spurnir Ingibjargar Sólrúnar um ráðninguna málefnalegar og eðlilegt að þær væru settar fram. JÓN SIGURÐSSON Nýi Seðlabankastjórinn mætti til vinnu sinnar á miðvikudag. Hann er þó ekki ókunnugur bankanum enda verið þrjú ár í bankaráði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Arnold Schwarzenegger sakaður um kynferðislega áreitni: Þuklaði á samstarfskonum sínum SCHWARZENEGGER Arnold Schwarzenegger hefur viðurkennt að hafa áreitt konurnar kynferðislega og beðist afsökunar á hegðun sinni. HERMENN Í ÍRAK Bandarísk fyrirtæki fá forgang að verkefnum fyrir herinn. Evrópusambandið: Hótar refsi- aðgerðum BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið til kynna að hún muni beita sér fyrir refsiaðgerðum gegn Banda- ríkjunum ef frumvarp um for- gang bandarískra fyrirtækja að verkefnum í varnarmálum verð- ur að lögum. „Þau eru að feta inn á slóðir sem þau ættu ekki að þræða,“ sagði Arancha Gonzales, tals- maður framkvæmdastjórnarinn- ar, í gær. Lagafrumvarpið, sem nefnist „Kaupið bandarískt“, er til með- ferðar hjá Bandaríkjaþingi. Sam- kvæmt því er fyrirtækjum mis- munað eftir þjóðerni og brýtur það að mati ESB gegn samning- um Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar. ■ Bankaránið í Íslandsbanka: Ræninginn ófundinn BANKARÁN Bankaræninginn sem framdi vopnað rán í Íslandsbanka í Lóuhólum 18. september gengur enn laus. Að sögn Harðar Jóhann- essonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, er búið að þrautkanna allar vísbendingar, ábendingar og tilgátur en það hefur ekki borið árangur ennþá. Lögreglan heldur áfram rannsókn málsins. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.