Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR
22.00 Kvikmyndahátíð Eddunnar
í Regnboganum: Stealing Rembrandt.
■ ■ TÓNLEIKAR
Tríóið B3 spilar fönk, jazz og blústón-
list á Central café, Pósthússtræti 17.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt
Brecht á Stóra sviði Borgarleikhússins.
42 3. október 2003 FÖSTUDAGUR
Ég heillaðist af Stephani straxog ég fór að lesa eitthvað í
honum í skóla,“ segir Viðar
Hreinsson bókmenntafræðingur,
sem nú er að senda frá sér seinna
bindið af ævisögu Klettafjalla-
skáldsins Stephans G. Stephans-
sonar. „Ég man eftir kvæði sem
var róttækt, hart og gagnrýnið og
það var eins og englasöngur í eyr-
um manns á þessum róttæku
menntaskólaárum.“
Viðar hefur skipulagt Steph-
ansstefnu, þriggja daga málþing í
Háskóla Íslands sem sett verður í
hátíðarsal Háskólans kvöld.
„Draumurinn hjá mér var
alltaf að ljúka þessari ævisagna-
ritun með því að halda ráðstefnu
svo sem flestir færu að velta
Stephani fyrir sér. Ég vil veg hans
sem mestan bæði hér heima og
svo líka fyrir vestan.“
Fyrirlestrar verða bæði á laug-
ardag og sunnudag í húsakynnum
Háskólans, frá morgni og fram
undir kvöldmat báða dagana.
Þegar Klettafjallaskáldið
Stephan G. Stephansson kom í
heimsókn til Íslands árið 1917 var
efnt til samsætis honum til heið-
urs. Á matseðlinum var lax með
hrærðu smjöri, alikálfasteik með
grænmeti, kex og ostur, skyr með
rjóma og kaffi. Þessi sami mat-
seðill verður á borðum í Iðnó ann-
að kvöld þegar gestir á Stephans-
stefnu Háskóla Íslands setjast þar
að snæðingi.
Meðal þeirra sem ávarpa þá
samkomu er Indriði Indriðason,
fræðimaður á Húsavík, sem hitti
Stephan G. árið 1917. Einnig flyt-
ur Stephan Benediktsson, dóttur-
sonur skáldsins, ávarp.
„Ég hef reynt að velja fyrirles-
ara út frá því að sem flest sjónar-
horn fáist á Stephan. Fyrirlesar-
arnir eru líka allir fólk sem talar
mannamál og það eru allir vel-
komnir. Það kostar ekkert inn,
nema í kvöldverðinn á laugar-
dag.“ ■
■ MÁLÞING
Englasöngur í
eyrum róttæklings
Sala á áskriftum
og Regnbogakorti
í fullum gangi!
TRYGGÐU ÞÉR GOTT VERÐ
OG SÆTI Í VETUR.
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Hljómsveitarstjóri ::: Damian Iorio
Einleikari ::: Erling Blöndal Bengtsson
Georges Enesco ::: Rúmensk rapsódía nr. 2
Aram Khatsjatúrjan ::: Sellókonsert
Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 3
TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI
FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBERRauð #1
Hann Erling okkar
spilar einn af flottustu sellókonsertum 20. aldar
9. október 2003
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Truls Mørk
Ralph Vaughan Williams ::: Fantasía
um stef eftir Thomas Tallis
Hafliði Hallgrímsson ::: Sellókonsert
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 2
hvað?hvar?hvenær?
30 1 2 3 4 5 6
OKTÓBER
Föstudagur
TÖKUR HAFNAR Á DÍS
Tökur hófust á kvikmyndinni Dís í vikunni. Ljósmyndari Fréttablaðsins náði myndum af
tökuliðinu á Austurvelli. Silja Hauksdóttir, einn af höfundum bókarinnar Dís, leikstýrir
myndinni en hér má sjá Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur að glíma við aðalhlutverkið.
20.00 Vinur minn heimsendir eftir
Kristínu Ómarsdóttur verður sýnt í
Hafnarfjarðarleikhúsinu.
20.00 Erling með Stefáni Jónssyni
og Jóni Gnarr er sýnt í Freyvangi.
20.00 Leikritið Pabbastrákur eftir
Hávar Sigurjónsson verður sýnt á litla
sviði Þjóðleikhússins.
■ ■ LISTOPNANIR
13.00 Vagna Sólveig Vagnsdóttir
opnar sýningu í Gráa kettinum, Hafnar-
götu 18 í Reykjanesbæ. Vagna er fædd
á Ósi í Arnarfirði árið 1935 og hefur
lengst af unnið sem fiskverkunarkona.
Vagna hefur haldið nokkrar einkasýning-
ar, m.a. tvisvar í Gallerí Fold, og einnig
hefur hún tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum. Sýningin er opin alla daga 13-18
og stendur til 12. október.
19.00 Malin Ståhl, nemandi við
Listaháskóla Íslands, opnar sýningu i
galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c.
Sýningin heitir „America the Beautiful“
eftir lagi Katharine Lee Bates frá 1913.
Sýningin verður opin 4.-6. október kl.
16-20.
VIÐAR HREINSSON
Efnir til málþings um Stephan G. Stephansson um leið og seinna bindi ævisögu Kletta-
fjallaskáldsins kemur út.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
BYRJAÐIR AFTUR
sýning 4. okt. kl 20
og 10. okt. kl 20