Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 18
18 3. október 2003 FÖSTUDAGUR FRÚ BUSH Í BOLSHOI Bolshoi-leikhúsið í Moskvu er ekki af lakari sortinni. Glæstustu sætin eru þó á keisara- svölunum þar sem Laura Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, sat og fylgdist með balletti eftir sögunni um Don Kíkóta. STJÓRNMÁL „Ég sé lítil handföst dæmi um að stjórnarflokkarnir séu að standa við þau gylltu fyrir- heit sem þeir gáfu fyrir kosning- ar,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, um loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar. „Allir muna heróp þeirra um skattalækkanir. Nú hefur Sjálf- stæðisflokkurinn töluvert dregið úr hástemmdum loforðum en lofar samt 20 milljarða króna lækkun skatta. Hvernig byrjar hún? Við sjáum það í fjárlagafrumvarpinu að lagt er til að hækka skatta um einn milljarð króna. Manni kemur í hug hið fornkveðna; ill var þín gangan fyrsta,“ segir Össur. Hann segir engin teikn vera á lofti um að stjórnin ætli sér að gera neitt með kosningaloforðin. „Það er því miður ekkert sem bendir til þess að þeir geri annað við kosningaloforð sín en þeir hafa gert áður; sem sagt að gleyma þeim. Kjósendur hljóta að veita þessum mönnum ráðningu,“ segir Össur. ■ STJÓRNMÁL Miklu var lofað fyrir kosningarnar í vor. Flokkarnir kepptust um að bjóða kjósendum sem bjartasta framtíð í skiptum fyrir atkvæði. Flest loforð voru orðuð nógu vítt til að tækist að efna þau. Önnur voru skýrari. Nú er tekist á um hvernig þau verði efnd. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2004 má sjá að loforð um víð- tækar skattalækkanir verður efnt – en ekki fyrr en á árunum 2005- 2007. Þau hafa heldur ekki verið frekar útfærð og verða rædd í tengslum við kjarasamninga. Að sama skapi verður að bíða til árs- ins 2005 til að sjá hækkun á barna- bótum. Óvíst er um hvort loforð um 90% húsnæðislán komist að fullu til fram- kvæmda á kjörtímabilinu eins og framsóknarmenn lögðu mikla áherslu á en áformin hafa mætt andstöðu þeirra sem óttast að of hrað- ar breytingar á húsnæðis- lánakerfinu hvetji til skulda- söfnunar og þenslu. Í frumvarpinu er enn fremur kveðið á um að dregið verður úr framkvæmdum frá fyrri áætlunum um 6,5 millj- arða króna á þessu ári og tveimur næstu. Um leið og markmið með þessum aðgerð- um er að draga úr þenslu verða eflaust einhverjir óánægðir sem bjuggust við að fram- kvæmt yrði í þeirra garði. Aðstæður geta breyst Loforðin byggja á stefnu flokka sem sett er á landsfundum og af miðstjórnum þeirra en svo setjast flokkarnir í samsteypu- stjórn og koma sér saman um hver af loforðunum verði efnd og hver forgangsröð ríkisstjórnar- innar sé. Það skiptir máli hver það er sem lofar. Vitaskuld er nú frem- ur litið til loforða þeirra flokka sem komast í ríkisstjórn en hinna sem sitja í stjórnarandstöðu. Aðstæður geta breyst og dóm- ar fallið sem hafa áhrif á það hvernig ríkisstjórn forgangsrað- ar sínum verkefnum. Það getur kallað á að hástemmd loforð verði að litlu sem engu og marg- ir verði reiðir sem ákváðu að ráðstafa atkvæðum sínum til þeirra sem lofuðu þeim mestu. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur gert að forgangsmáli að lækka skatta, breyta húsnæðis- lánakerfinu, efla heilbrigðis- og menntakerfi, ná sátt um ýmis mál og halda jafnvægi í ríkisbú- skapnum. Þessi markmið geta ekki alltaf öll farið saman og festa í einum málaflokki getur kallað á frestun annarra verkefna. Þótt skammt sé liðið frá kosningum eru þegar marg- ir sárir vegna þess sem þeir kalla svikin loforð ríkis- stjórnarinnar. Reiði vegna línuívilnun- ar Bæði Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkur- inn lögðu áherslu á það í kosningabaráttunni að tekin yrði upp línuívilnun fyrir Fréttaskýring KRISTJÁN GUY BURGESS ■ rifjar upp kosningaloforð stjórnarflokkanna. AUGLÝSINGAR STJÓRNMÁLA- FLOKKANNA Aðstæður geta breyst frá kosningum og dómar fallið sem hafa áhrif á það hvernig ríkisstjórn forgangs- raðar sínum verkefn- um. Það getur kallað á að hástemmd lof- orð verði að litlu sem engu og margir verði reiðir sem ákváðu að ráðstafa atkvæðum sínum til þeirra sem lofuðu þeim mestu. Að baki er mikið starf og gl æstir sigrar í íslensku samf élagi. Framundan er ný öld nýrra tækifæra. FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framsóknarflokkurinn ætlar að auðvelda fólki enn frekar kaup á eigin húsnæði. Framsóknarflokkurinn ætlar að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs í áföngum á næsta kjörtímabiliupp í 90% af kaupverði venjulegs íbúðarhúsnæðis. Þannig geta allir notið hagkvæmustu kjaravið íbúðakaup. Þetta teljum við framsóknarmenn mögulegt vegna þeirra breytinga sem við höfum hrint íframkvæmd á íslenskum fjármálamarkaði á síðasta kjörtímabili. Þær breytingar gera okkur núkleift að búa til enn skilvirkara og neytendavænna íbúðalánakerfi um leið og lagður er grunnurað stöðugleika til lengri tíma. 90% lán til húsnæðiskaupa Reiknaðu lánamöguleika þína Á kosningavef Framsóknarflokksins www.xb.is getur þú reiknað út lánamöguleika þína miðað við þær tillögur sem Framsóknarflokkurinn leggur fram fyrir þessar kosningar. www.xb.is Bakkað með kosningaloforðin Dregið úr framkvæmdum. Línuívilnun í uppnámi. Héðinsfjarðargöngum frestað. Lægri skattar og hærri barnabætur ekki fyrr en árið 2005. Óvissa um 90% húsnæðislán á kjörtímabilinu. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ósáttur við efndirnar. Formaður VG: Loforðin gufuð upp STJÓRNMÁL „Davíð þóttist ætla að lögfesta allan pakkann strax í haust og það er enginn vafi á því að þeir sem kusu stjórnarflokk- ana héldu að þeir ættu skatta- lækkanir í vændum strax á næsta ár,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs, um kosn- ingaloforð stjórnarflokkanna. „Niðurstaðan er sú að aðeins einn hópur hlýtur náð fyrir aug- um stjórnarflokkanna. Hverjir skyldu það nú vera nema hátekju- menn. Eini skatturinn sem á að lækka á næsta ári er hátekjuskatt- urinn. Að vísu er þetta lítil breyt- ing en táknræn engu að síður. Að öllu öðru leyti eru loforðin gufuð upp og vísað inn í óræða framtíð,“ segir Steingrímur J. ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Ill var þín gangan fyrsta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Formaður Samfylkingar um kosningaloforð: Ekki staðið við gyllt fyrirheit Geir H. Haarde: Lítum á allt kjörtímabilið FJÁRLÖG Geir H. Haarde fjármála- ráðherra telur mikilvægt að skoða kjörtímabilið í heild þegar fjallað sé um efndir kosningaloforða. Einnig verði að hafa í huga að rík- isstjórnin starfi í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna. „Kosningaloforðin endurspegl- ast í stjórnarsáttmálanum. Það verður unnið að því að hrinda þeim í framkvæmd á kjörtímabil- inu eins og meðal annars lang- tímaáætlun um ríkisfjármál ber með sér,“ segir Geir. Hann kynnti í gær stóraukið aðhald í ríkisfjár- málunum og 20 milljarða skatta- lækkanir á árunum 2005-2007. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.