Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.10.2003, Blaðsíða 12
12 3. október 2003 FÖSTUDAGUR RÓBÓTAR LEIKA FÓTBOLTA Heilmikil tæknisýning stendur nú yfir í Mílanó á Ítalíu. Meðal þess sem ber fyrir augu eru róbótar sem leika fótbolta. BÓKMENNTIR Bókasafnsfræðingar ræddu á fundi sínum í fyrrakvöld ráðningu forsætisráðuneytisins á starfsmanni til að skrá bókasafn Halldórs Kiljans Laxness á Gljúfrasteini. Eins og Fréttablað- ið greindi frá réð forsætisráðu- neytið íslenskunemann Völu Káradóttur til að skrá safnið og aðrar eigur. Það vakti tortryggni afkomenda Halldórs Laxness að Vala, sem er fyrrverandi leigjandi Hannesar Hólm- s t e i n s Gissurarsonar og hefur aðstoð- að hann við fyrri ritverk, skyldi vera ráðin án þess að hafa til að bera sérþekk- ingu í bóka- safnsfræðum. Grunsemdir eru um að Hannes Hólmsteinn hafi í skjóli vináttu sinnar við Davíð Oddsson forsætisráðherra stuðlað að ráðningu hennar. Halldór Árna- son, skrifstofustjóri ráðuneytis- ins, sagði aðspurður við Frétta- blaðið að Vala þyrfti ekki sér- menntun við þetta starf enda nyti hún aðstoðar bókasafnsfræðinga úr forsætisráðuneytinu. Stjórn Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræða, fjallaði um þessi mál á fundi sín- um þar sem viðhorf forsætisráðu- neytisins „til menntunar og jafn- framt til faglegrar sérþekkingar bókasafns- og upplýsingafræð- inga eru hörmuð“. „Þykir stjórninni vegið að fag- þekkingu stéttarinnar í umfjöll- uninni,“ segir í ályktuninni. Jafn- framt er á það bent að starfsheiti bókasafns- og upplýsingafræða sé lögverndað. Deilurnar um bréfasafn Hall- dórs Laxness halda áfram. Fjöl- skylda Nóbelsskáldsins er ósátt við að Hannes Hólmsteinn Gissur- arson prófessor skrásetji ævi skáldsins. Fjölskyldan telur að Hannes Hólmsteinn muni ekki fjalla af yfirvegun um skáldið heldur reyna að sverta minningu þess með einhverjum hætti. Af þeim ástæðum létu fjölskyldan loka bréfasafni skáldsins á hand- ritadeild Landsbókasafnsins. Dag- inn eftir að Guðný Halldórsdóttir kynnti þá ákvörðun var henni sagt að starfi hennar við húsvörslu Gljúfrasteins væri lokið. Fréttablaðið hefur með vísan til upplýsingalaga óskað eftir því við forsætisráðuneytið að fá afrit af ráðningarsamningi Völu Kára- dóttur vegna starfa hennar á Gljúfrasteini. rt@frettabladid.is „Þykir stjórninni vegið að fag- þekkingu stéttarinnar. Umdeildur bolur: „Hryðju- verkamaður- inn“ Bush DETRIOT, AP Dómstólar í Detroit í Bandaríkjunum úrskurðuðu að skólayfirvöld í Dearborn-ung- lingaskólanum gætu ekki bannað nemendum að klæðast stutterma- bol með áletruninni „alþjóðlegur hryðjuverkamaður“ undir mynd af George W. Bush forseta. Mannréttindasamtök í Michig- an höfðuðu mál á hendur skólan- um fyrir að banna hinum sextán ára gamla Bretton Barber að klæðast slíkum bol. Skólayfirvöld héldu því fram að bolurinn gæti orðið kveikjan að uppþoti meðal nemenda, sem flestir eru af arab- ískum uppruna. Dómarinn Pat- rick J. Duggan komst aftur á móti að þeirri niðurstöðu að engar sannanir væru fyrir því að bolur- inn ylli truflunum á skólastarfi. ■ FLUGÞING Á LOFTLEIÐUM Sam- gönguráðuneytið og Flugmála- stjórn Íslands halda flugþing á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 23. október undir yfirskriftinni Flug í heila öld, saga og framtíð flugsins. Mörg fróðleg erindi verða flutt á flugþinginu, m.a. af fulltrúum Boeing- og Airbus-verk- smiðjanna, íslenskra flugrekenda, Smithsonian Air and Space Muse- um og fleiri. Rúta í hörðum árekstri: Átta konur létust ILLINOIS, AP Átta konur létust þegar flutningabíll ók aftan á rútu á hrað- braut í Illinois. Fimmtán manns voru fluttir á sjúkrahús og eru að minnsta kosti fimm þeirra í lífs- hættu. Rútan lenti aftan á öðrum flutn- ingabíl og hafnaði uppi á umferðar- eyju. Að sögn lögreglu var aðkom- an að slysinu skelfileg þar sem flak rútunnar var mjög illa farið og margir farþeganna höfðu kastast út við áreksturinn. Um borð í rútunni voru 22 kven- félagskonur á leið til Chicago eftir að hafa verið á japanskri blómasýn- ingu í Rockford. ■ SAMGÖNGUR Rafræn biðskýli og aukin ferðatíðni á álagstímum eru meðal þess sem viðskiptavinir Strætó mega búast við þegar nýtt leiðarkerfi verður tekið upp. Von- ast er til að það verði næsta vor. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir mikla vinnu standa yfir hjá Strætó við endur- skipulagningu alls leiðakerfisins þannig að það verði meira aðlað- andi. „Ég reikna með fyrstu tillögun- um nú á haustmánuðum. Megin- markmiðið er að efla og gera al- menningssamgöngur skilvirkari og bæta þjónustuna. Auka á tíðni ferða verulega, að minnsta kosti á álagstímum, og fólk á að geta séð með rafrænum hætti á skjám í bið- skýlunum hversu langt er í næsta vagn,“ segir Árni. Að því er Árni segir á einnig að auka forgang almenningssam- gangna í umferðinni og bæta merkingar á strætisvagnaleiðum. Árni segir enn fremur að sam- göngunefnd borgarinnar sé að byrja að kynna sér hvort svokallað- ar léttlestir séu raunhæfur kostur fyrir borg af þeirri stærð og gerð sem Reykjavík er. „Það verða lagð- ar línur í vetur um hvernig við vilj- um sjá samgöngumannvirkin og samgöngumálin almennt séð þróast á næstu árum,“ segir hann. ■ BIÐSKÝLI STRÆTÓ VIÐ RÁÐHÚSIÐ Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir mikla vinnu standa yfir hjá Strætó við að gera þjónustuna aðlaðandi. Skjáir í biðskýlum geti sagt farþegum hvenær von sé á næsta vagni miðað við hvar vagninn er þá staddur. Strætó endurskoðar allt leiðakerfið og bætir þjónustuna: Rafræn biðskýli segja hvenær strætó kemur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Útgefendur DV: Vilja lengri greiðslustöðvun FJÖLMIÐLAR Héraðsdómur Reykja- víkur tekur í dag fyrir beiðni út- gáfufélags DV um framlengingu á greiðslustöðvun um allt að fjórar vikur. Þriggja vikna greiðslustöðv- un rann út á þriðjudaginn. Unnið hefur verið um hríð að endurskipulagningu á fjárhags- og rekstrarhlið útgáfufélagsins og verður nú gengið til samninga við lánardrottna og hlutafé aukið um allt að 400 milljónir. Félagið þarf lengri tíma til að ræða við þá sem það skuldar fé. Kröfuhöfum eru boðnar þrjár leið- ir við að ná fé til baka, að sögn Jó- hannesar Rúnars Jóhannssonar, aðstoðarmanns útgáfufélags DV í greiðslustöðvuninni. Þeim er boðið að breyta skuldum í hlutafé, birta auglýsingar í blaðinu á móti skuld- um eða fá greidd 20% af kröfum. Jóhannes segir að margir kröfu- hafar hafi tekið vel í þetta tilboð, þar á meðal Landsbankinn, sem er stærsti kröfuhafinn. ■ HÖFUÐSTÖÐVAR DV Félagið þarf lengri tíma til að ræða við lánadrottna. GEORGE W. BUSH Skólabörnum í Detroit er heimilt að klæðast föt- um með slagorðum gegn forset- anum. ÁN AUGLÝSINGAR Fréttablaðið sagði frá því að íslenskunemi hefði verið ráðinn til að skrá bókasafn Halldórs Laxness. Bókasafnsfræðingar eru reiðir vegna þessa. Nemi kortleggursafn Nóbelsskálds BÓKMENNTIR „Hún er bara að skrá bækur og ég hef ekkert meira um málið að segja,“ segir Halldór Árnason, skrifstofustjóri forsæt- isráðuneytisins, um starfsmann sem ráðuneytið réði í sumar til starfa á Gljúfrasteini. Halldór fór í fyrstu fram á að Fréttablaðið sendi skriflega fyr-irspurn vegnastarfsmannsins ,Völu Káradótturí s l e n s k u f r æ ð i -nema, en staðfestisíðan að hún hefði út undir þykir flókið þar sem túlkun á upprunareglum og viðskiptakjörum getur skipt miklu við niðurstöðu íslenskra dómstóla. ■ verk gerð chest grund hryðj árið 2 HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Bað um álit EFTA-dómstólsins. Forsætisráðuneytið réð starfsmann án sérþekkingar til bókasafnsvinnu á Gljúfrasteini. Starfsmaðurinn fær leiðsögn bókasafnsfræðinga úr forsætisráðuneytinu, segir skrifstofustjóri. ■ „Hún hefur leiðsögn héðan,frá bókasafns-fræðingum íráðuneytinu.“ sam- : rri d sam- ðað að sam- gu og ellum féllst gfar- num afn- aðir otið er um ur ss g- i - Gre stefn Bo læ ALÞINGI Sað verule dreift til þingarmáli í gærlagaprófessor sið sér á óvart afrá ræðunni ítrú SIGURÐUR LÍNDALFrétt um stefnu-ræðu kom á óvart Harma viðhorf forsætisráðuneytis Forsætisráðuneytið taldi sérmenntun starfsmanns sem vinnur við skrán- ingu bókasafns á Gljúfrasteini vera óþarfa. Bókasafnsfræðingar eru á öðru máli og benda á að starfsheiti þeirra sé lögverndað. ■ Samgöngumál Kvikmyndamiðstöðin: Íslenskt bíó í Kóreu KVIKMYNDIR Forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar Íslands er nú á kvikmyndahátíð í Suður-Kóreu að fylgja eftir þremur kvikmyndum sem stofnunin hefur styrkt. Myndirnar eru fransk-íslenska myndin Stormviðri eftir Solveigu Anspach, Nói Albínói eftir Dag Kára Pétursson og Salt í fram- leiðslu Bandaríkjamannsins Brad- leys Rust Grays. Þremenningarnir eru með Laufeyju í Suður-Kóreu. Kvikmyndin Salt, sem er ástarsaga tekin upp hér á landi, er í suður-kóreskri leikstjórn. Salt hef- ur fengið verðlaun í Berlín og verð- ur sýnt á Íslandi í nóvember. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.