Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 33
Ég fæ mér göngutúr í dag, svomikið er víst, en hvað ég geri þegar fer að líða á daginn er víst best að hafa sem fæst orð um,“ segir Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari, sem er átta tíu og fimm ára í dag. Hann finnur lítið fyrir aldrin- um og stendur enn í píanókennsl- unni: „Þetta er andskotinn enginn kraftur, þetta er bara kækur. Ég er búinn að vera svo lengi í þessu og kann ekkert annað,“ segir hann og hlær. Rögnvaldur missti konu sína Helgu Egilsson fyrir tveimur árum eftir 62 ára hjúskap. „Ég var eiginlega hættur að kenna og allir búnir að kveðja mig þegar ég missti Helgu,“ segir hann. Þau voru þá nýflutt úr miðbænum þar sem þau höfðu lengi búið. „Það var yndislegt að búa við Lokastíg- inn og íbúðin óskaplega sjarmer- andi. Stigarnir voru orðnir erfiðir og við fluttum okkur í blokk þar sem nánast er gengið inn og allt á einni hæð. Hún naut þess bara allt of skammt og nú er ég hér einn og kann vel við mig,“ segir hann og bætir við að það þýði ekki annað en halda áfram að lifa. Rögnvaldur segist vera umvaf- inn fólki, bæði vinum og vanda- mönnum. „Ég hef nóg að gera og leiðist aldrei. Hreyfi mig og hef gaman af samvistum við nemend- ur mína,“ segir hann og viður- kennir að kannski sé langlífi í ætt- inni. Hann sé alls ekki elstur því systur eigi hann sem séu 92 og 89 ára. ■ 17MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 Irene Doomo og Madanyand Sal-omon búa í Pokot-héraði í Kenýa en þau eru stödd hér á landi til að fræða íslensk ferming- arbörn um ástandið í heimalandi sínu: „Þau fá fræðslu um ástandið í fátækum löndum í gegnum skyggnimyndasýningu og svo fá þau heimsókn frá fólki sem býr í fátæku samfélagi og um leið tækifæri til að spyrja það út í reynslu sína. Svo ganga ferming- arbörnin í hús 4. nóvember til að safna peningum handa fátækum,“ segir Anna Ólafsdóttir, upplýsing- arfulltrúi Hjálparstarfs kirkjunn- ar. Irene og Madanyand eru bæði kennaramenntuð en starfa í sjálf- boðavinnu við æskulýðsstörf í heimalandi sínu. Þau voru í Digraneskirkju í gær þar sem þau ræddu við fermingarbörnin og sögðu meðal annars frá því að í Kenýa væri sjaldgæft að stelpur fengju menntun. Þær eru giftar ungar og heimanmundurinn er notaður til að mennta drengina. Krakkarnir voru mjög áhugasam- ir og spurðu mikið út í umskurð á stúlkum en einnig um matar- ástandið og hvernig upplifun það væri fyrir þau að koma hingað, en Íslandsför Irene og Madanyand er fyrsta ferð þeirra til útlanda. ■ IRENE DOOMO OG MADANYAND SALOMON Hittu fermingarbörn í Digraneskirkju og fræddu þau um ástandið í Kenýa. Með á myndinni er túlkurinn þeirra, Leifur Sigurðsson. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON Hann er enn í fullri kennslu í Nýja tónlistarskólanum og finnur lítið fyrir aldri. Enginn kraftur, aðeins kækur Afmæli RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON ■ Hann fagnar 85 ára afmæli í dag og segir að best sé að hafa sem fæst orð um það. Ferðalög IRINE OG MADANYAND ■ Tveir Kenýabúar mættu til Íslands á dögunum og töluðu við fermingarbörn. Var það fyrsta utanlandsferð þeirra. Fyrsta skipti í utanlandsferð Út er komin bókin Frægð ogfirnindi – ævi Vilhjálms Stefánssonar. Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor, segir hér ævisögu Vilhjálms frá nýju sjónarhorni, ekki síst í ljósi fjölmargra nýrra heimilda sem komið hafa fram í dagsljós- ið. Vilhjálmur var frægur land- könnuður sem fór þrjá leið- angra á norðurslóðir, mann- fræðingur, eftirsóttur fyrirles- ari og víðkunnur af eigin skrif- um og annarra, en þó hefur ætíð verið hljótt um einkalíf hans. ■ Nýjar bækur Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson. Verð aðeins kr. 79.000 kr. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, gisting m/morgunverði, skoðunarferðir, vínprufa og fimm kvöldmáltíðir. Gist á góðu og vel staðsettu hóteli við göngugötuna í Trier, Hótel Deutscher Hof. Frábær ferð til að upplifa jólastemmninguna eins og hún gerist best, gera jólainnkaup og skoða sig um með frábærum fararstjóra. AUKA AÐVENTUFERÐ TIL TRIER vikuna 30. nóv. til 7. des. - örfá sæti laus vegna forfalla. í Smáranum, sími 585 4100, netfang: liljag@uu.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.