Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 46
Við erum að sjálfsögðu montn-ar. Það er sjaldgæft að kvennakór selji svona vel,“ segir Margrét Pálmadóttir, söngkona, kórstjóri og söngskólastjóri í Domus Vox við Skúlagötu, um söluafrek Gospel-systra í Reykja- vík. Gospel-systur hafa selt tíu þúsund eintök af hljómdisknum Undir norðurljósum en ágóði af sölunni rennur að stórum hluta til MS-samtakanna. „Það er gaman að syngja til góðs. Við höfum oft sungið fyrir MS-samtökin og félagar þar sung- ið með okkur þótt þeir hafi stund- um þurft að vera í hjólastól,“ seg- ir Margrét, sem áætlar að þessi metsala á diski kórsins hafi fært MS-samtökunum um 10 milljónir króna. En hugur Margrétar er ekki við krónur og aura í dag frek- ar en aðra daga. Það er búið að til- nefna hana í dómnefnd alþjóð- legra kórakeppna sem fram fara á vegum Vatíkansins en söngstjórar páfans urðu hrifnir þegar Mar- grét mætti með kór sinn til Rómar og söng í Péturskirkjunni: „Ég gat ekki annað en þegið þessa útnefn- ingu. Þetta er heiður,“ segir hún en þegar gospel-kór hennar söng í Páfagarði skrifaði Ólafur Ragnar Grímsson nokkur orð í söngskrá kórsins og sagði þar meðal ann- ars: “Stjórnandi kórsins, Margrét J. Pálmadóttir, er verðugur arftaki kvenskörungsins sem fyrst allra leit bæði Róm og Ameríku, því hún hefur svo sannarlega verið landnámskona í tónlistarlífi okkar og kórstarfi. Margrét hefur rutt nýjar brautir, klætt gömul verk í ferskan búning og unnið krafta- verk á mörgum sviðum. Hún hefur stofnað fjölda kóra, þjálfað þá og agað og gert kvennasöng að áhrifaríkri listgrein – söng sem gefur tónlistinni nýjar víddir. Í rauninni er Margrét J. Pálmadótt- ir orðin sérstök menningarstofnun og við erum svo lánsöm að hún hefur helgað íslenskri listsköpun krafta sína.“ Gospel-systur Reykjavíkur eru nú á sjöunda starfsári sínu en kór- inn er síðasti sprotinn sem stofnað- ur var út úr Kvennakór Reykjavík- ur, sem Margrét kom á laggirnar. Þær systur fögnuðu sölumetinu á Norðurljósadisknum í gærkvöldi í húsnæði söngskólans Domus Vox en skólinn hefur nú fengið réttindi til að útskrifa söngvara á fimmta stigi í söngnámi. Margrét er því syngj- andi sæl og glöð – og má vera það. ■ Hrósið 30 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Það var mjög gaman að takaþátt í þessari keppni og æðis- legt að fá þessi verðlaun,“ segir Sara Kristín Rúnarsdóttir, sem er nýkomin frá Englandi þar sem hún keppti í samkvæmisdönsum fyrir Dansíþróttafélag Kópavogs. Sara Kristín og Alex Freyr Gunnarsson dansherra hennar tóku þátt í tveimur keppnum í ferðinni og unnu til verðlauna í þeim báðum. Fyrst var keppt í standard-dönsum þar sem Sara og Alex náðu fimmta sæti. „Ég var hissa á því hvað okkur gekk vel og Magnús Arnar Kjartans- son og Ragna Bernburg sem kepptu fyrir sama félag náðu fjórða sætinu.“ Eftir þessa keppni tók alvaran við með tveggja daga alþjóðlegri meistarakeppni í samkvæmis- dönsum þar sem þrjú pör frá Ís- landi spreyttu sig og af nærri þrjátíu pörum sem kepptu náðu Sara Kristín og Alex Freyr þriðja sæti og voru því á verðlaunapalli fyrir Íslands hönd. Sara og Alex eru bæði 10 ára og eiga því framtíðina fyrir sér í danslistinni en mikill fjöldi danspara frá fjölmörgum löndum tók þátt í þessum keppnum. Sara segist vera búin að stunda dans- inn í fimm ár, eða hálfa ævina. „Alex er búinn að vera dans- herrann minn undanfarið og hann er bestur. Við ætlum að halda áfram að æfa saman og vonandi verðum við ennþá betri,“ segir Sara og er að vonum hamingju- söm með árangurinn. Mikil vinna er að baki þessum árangri enda stunda þau æfingar hjá Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonsr fimm sinnum í viku og standa æfingarnar allt árið þó heldur sé slakað á yfir sumarið. ■ Dans SARA KRISTÍN RÚNARSDÓTTIR ■ fór í sigurför til Englands þar sem hún tók þátt í danskeppni ásamt dansherra sínum, Alex Frey Gunnarssyni. Magnús Arnar Kjartansson og Ragna Bernburg dönsuðu þarna líka. Sölumet MARGRÉT PÁLMADÓTTIR ■ og Gospel-systur Reykjavíkur hafa selt tíu þúsund eintök af diski og ágóðinn rennur til MS-samtakanna – 10 milljónir króna. ...fær Björgólfur Guðmundsson fyrir að láta sér detta í hug að breyta Eimskipafélagshúsinu í Kvennaskóla. 10 ára dansstjörnur ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Fréttablað- ið fer ekki á alþjóðamarkað. Regnskógarnir myndu ekki þola það. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Í dag. Samfylkingin. Allan Borgvardt. STÓRDANSARAR Hin sigursæla danssveit frá Dansíþróttafé- lags Kópavogs. Magnús Arnar Kjartansson, Ragna Bernburg, Alex Freyr Gunnarsson og Sara Kristín Rúnarsdóttir. Tíu þúsund Norðurljós MARGRÉT PÁLMADÓTTIR Slakar á í jóga í Kramhúsinu enda bíða krefjandi verkefni í Páfagarði í Róm. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Hera syngur Megas Söngkonan og lagahöfundurinnHera Hjartardóttir hefur und- anfarið unnið hörðum höndum að útgáfu nýrrar plötu: „Það hafa margir frábærir einstaklingar að- stoðað mig en platan var send út til prentunar í dag og af því tilefni er ég að baka muffins handa sam- starfsfólkinu,“ segir Hera. Á nýju plötunni er að finna lög eftir Bubba, Megas, KK og Heru: „Ég tek Vegbúann eftir KK og tvö lög eftir Bubba; Stúlkan sem star- ir á hafið og Talað við gluggann en það var valið lag vikunnar á tón- list.is og kemur einnig út á disk- inum Íslensk ástarljóð. Svo fékk ég að velja úr óútkomnum laga- bunka frá Megasi og valdi lag sem heitir Sönglausi næturgalinn.“ Plata Heru ber titilinn Hafið þennan dag og á henni eru sjö ný lög eftir Heru: „Þau eru öll á ís- lensku en það var ekki ætlunin í upphafi því ég á svo mörg lög til á ensku. Lögin á plötunni fjalla flest um hafið og eru öll mjög persónu- leg. Á plötunni tileinka ég ömmu og afa eitt lag en einnig er að finna lag sem ég samdi til Megas- ar. Við höfum verið góðir vinir lengi og þegar ég var tólf ára samdi hann lagið Hera til mín.“ Hera hefur í nógu að snúast þessa dagana: „Ég ætla að halda kósí tónleika, með kertaljósum og viðeigandi stemningu, á Gauki á Stöng 26. október. Platan kemur út 3. nóvember og svo verða út- gáfutónleikar á NASA 14. nóvem- ber. Svo er áætlað að ég fari í tón- leikaferð um landið ásamt hljóm- sveitinni Santiago og Geir Harð- arsyni. Þegar þessu öllu er lokið hefst svo undirbúningur fyrir næstu plötu.“ ■ HERA HJARTARDÓTTIR Sendir frá sér plötuna Hafið þennan dag en þar tileinkar hún Megasi lagið Myndin af þér. EGILL HELGASON Segir aðra ekki hafa umboð til að selja sig eitt eða neitt. Egill ekki til sölu SJÓNVARP „Ég veit ekki hvað er að þessum mönnum eða hvernig þeir eru innréttaðir, að telja sig geta selt mig eitthvert út í bæ,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður um fréttir þess efnis að forráða- menn Skjás eins hafi verið með áform um að skipta á Silfri Egils og Sex and the City við Ríkissjón- varpið rétt áður en þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þetta var ekki borið undir mig, því ég hef ekki heyrt neitt af þessum áformum. Ég tel mig heldur ekki hafa um- boð til að selja Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóra Skjás eins, eitt eða neitt, þó ég feginn vildi losna við hann úr þeim stað sem hann er á,“ segir Egill. Kristinn Geirsson, fram- kvæmdastjóri Skjás eins, hefur sagt að Silfur Egils hafi verið tek- ið af dagskrá sjónvarpsstöðvar- innar vegna þess að þátturinn stóð ekki undir sér fjárhagslega og að auki hafi stjórnendum stöðvarinn- ar þótt vera pólitísk slagsíða á þættinum fyrir síðustu kosningar. Það hafi komið sér illa við sölu á auglýsingum. ■ Tónlist HERA HJARTARDÓTTIR ■ Nýjasta plata Heru, Hafið þennan dag, kemur út 3. nóvember en á henni er að finna íslensk lög eftir Heru, KK, Bubba og Megas. ■ Fyrsti kossinn Það var í skrúðgarðinum íKeflavík skömmu eftir miðja síðustu öld,“ segir Magnús Kjart- ansson tónlistarmaður um fyrsta kossinn sinn. „Það var skólasystir mín sem ég náði að fella í skafl þar sem hún varð ansi föst. Ég yrði líklega kærður fyrir þetta í dag en fyrsti kossinn var það engu að síður þó hann væri ekki endur- goldinn að fullu.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.