Fréttablaðið - 18.10.2003, Page 1

Fréttablaðið - 18.10.2003, Page 1
www. bt.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 40 Leikhús 40 Myndlist 40 Íþróttir 38 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR Meðallestur fólks á landinu öllu NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 68% 50% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V 23% EYJALIÐIN Í ELDLÍNUNNI Tveir leikir fara fram í Remax-deild karla og kvenna klukkan 14 í dag. Karlalið Selfoss tekur á móti ÍBV og kvennalið ÍBV tekur á móti Haukum úti í Eyjum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST ÞURRT Það er lítið eitt kóln- andi veður en hægur vindur dregur úr þeim áhrifum. Viðrar vel til laufahreins- unar. Sjá síðu 6. 18. október 2003 – 255. tölublað – 3. árgangur STJÓRNMÁL „Ég get sagt með fyrirvörum að þetta eru á bilinu einn til einn og hálfur milljarður til hóps sem í eru um 1.500 manns,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar hann er spurður um hversu mikið öryrk- jadómur Hæstaréttar komi til með að kosta ríkissjóð. Helmingurinn af upphæðinni eru bætur en hinn helmingurinn vax- tagreiðslur. Hann tekur undir að þetta séu gríðarleg útgjöld. „Já, já, það sem athyglisverðast er að þetta kemur í hlut þeirra öryrkja sem best eru settir.“ En hversu vel eru þeir þá settir? „Það er mjög misjafnt, það fer eftir ýmsu, heimilistekjurnar eru mjög misjafnar.“ Hann segir að það sem skipti stjórnvöld mestu máli sé að megi- natriðin sem um var deilt stan- dist öll. „Því var haldið fram að við værum, jafnvel vísvitandi, að brjóta stjórnarskrá vegna þess að fyrri dómur Hæstaréttar hefði sagt að það mætti ekki takmarka bætur vegna tekna maka. Hæstiréttur núna gefur öllu þessu fólki sem hélt þessu fram með miklum þunga og látum, langt nef.“ Við vorum að setja lög sem sneru að framtíðinni og lögin halda og lögin standa. Davíð segir atriðið þar sem Hæstiréttur dæmdi öryrkjum í vil, snúast um vandmeðfarin túlkunaratriði sem sjáist á þvi að þegar málið var undirbúið hafi fjórir virtir lögfræðingar farið yfir það, tveir fræðimenn, prófessor og lektor til viðbótar og þrír dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. „Enginn af þessum níu sér neitt athugavert við þetta.“ En svo koma sjö dómarar og segja þvert á móti. “Já, ég segi það, það sýnir hvað þetta er umdeilt atriði, þeir fara alveg nýja leið sem aldrei hefur verið farin áður.“ Davíð segir að sáralítil umræða hafi verið um afturvirkni laganna þótt einhver hefði nefnt það til sögunnar. „Það þarf að ganga mjög skrýtna stigu til þess að komast að þessari niðurstöðu en það er sjálfsagt hægt.“ Að mati forsætisráðherra er Hæstiréttur í raun að segja að með fyrri dómi sínum hefðu lög frá 1998 verið numin úr gildi. „Það er alveg nýtt. Hæstiréttur nemur lög ekki úr gildi. Hann getur túlkað lög og sagt þau brjóta í bága við stjórnarskrá og kannski í einhverjum tilvikum sagt að lög hefðu ekki gildi vegna skorts á formsatriðum.“ „Sú framkvæmd sem um var deilt náði til framtíðar og var til hagsbóta fyrir öryrkja frá því sem áður hafði verið,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. sjá nánar bls. 4. kgb@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Að mati Davíðs Oddsonar er Hæstiréttur í raun að segja að með fyrri dómi sínum hefðu lög frá árinu 1998 verið numin úr gildi. ● stórleikur í dag Sigfús Sigurðsson: ▲ SÍÐA 38 Hauka vantar breidd ● ný bók fyrir jólin Arnaldur Indriðason: ▲ SÍÐA 28 Bettý á leiðinni ● viðburðarík vika Elín Sveinsdóttir: ▲ SÍÐA 46 Veik af flensu- sprautu ● fæstir lenda í vandræðum Knattspyrnustjörnur: ▲ SÍÐA 20 Ljúft líf eða... Milljarður til best settu öryrkjanna Forsætisráðherra segir Hæstarétt fara alveg nýja og flókna leið að niðurstöðu í öryrkjamálinu. Segir að túlkun Hæstaréttar sé að hann geti numið lög úr gildi sem sé alveg nýtt. Dómurinn staðfesti málflutning ríkisstjórnarinnar í veigamestu atriðunum. Quentin Tarantino: Blóðbað í bíó Ný mynd frá meistaranum þykir ein sú allra blóðugasta í sögunni. Huldar Breiðfjörð fylgdist með tökum í Kína. ▲ SÍÐA 22 Hver er fyndnastur? BAGDAD, AP Talið er að allt að ein milljón tonna af hergögnum Íraka hafi komist í hendur þeirra sem berjast enn grimmilega gegn innrásarher Bandaríkjanna í Írak. Robert L. Davis, hershöfðingi í Bandaríkjaher, segir að frá því Bagdad féll í apríl, hafi bandarískar hersveitir eytt um hálfri milljón tonna af hergögnum um gervallt land. Þá hafa verktakar á vegum Bandaríkjahers eytt rúmlega milljón tonnum af hergögnum síðus- tu þrjár vikur. „Það er hreinlega allt fljótandi hér í vopnum. Við finnum um 100 tonn á dag,“ sagði Davis. Talsmenn Bandaríkjahers telja að allt að milljón tonn af hergögnum, jarðsprengjum hand- sprengjum, rifflum og skotfærum, séu enn í höndum uppreisnarmanna í Írak. „Við höfum ekki hugmynd um hve stór hluti þessa er notaður til árása á liðsmenn okkar,“ sagði Davis. Frá því Bush Bandaríkjafor- seti lýsti yfir formlegum stríðs- lokum þann 1. maí á þessu ári, hafa 195 hermenn fallið í átökum í Írak, þar af fjölmargir í sprengjuárásum á bílalestir Bandaríkjamanna. ■ Innrásarherinn í Írak eyðir gífurlegu magni af hergögnum: Finnum 100 tonn á dag Á LEIÐ AF KVÍABRYGGJU Bindindismanninum Árna Johnsen verður gert að sækja vikulega AA-fundi eins og öllum öðrum vistmön- num áfangaheimilisins Verndar eftir að hann verður fluttur þangað í næsta mánuði. Sjá síðu 6. ÁTELUR STJÓRNVÖLD Umboðsmaður Alþingis segir stjórnvöld stundum ekki sýna nægan skilning á því að starfshættir þeirra eigi að vera í samræmi við stjórnsýslulög. Sjá síðu 2. ROTAÐUR Í ÁRSHÁTÍÐARFERÐ Íslenskur jarðýtustjóri á sjötugsaldri var rændur og fleygt rotuðum í runna í Prag í Tékklandi. Vörubílstjóri í ferðahópnum var rændur í húsasundi með hnífa brugðið á hálsinn. Hótelinu var lokað vegna sprengjuhótunar. Sjá síðu 2. DÓMUR SKÝRIR ÓVISSUATRIÐI Dósent í lögum við Háskóla Íslands segir öryrkjadóminn skýra óvissuatriði í kjölfar eldri dóms. Segir ósmekklegt að tala um mannréttindabrot í tengslum við fyrningu á kröfum. Sjá síðu 8. Íslandsmeistarakeppni í fyndni er á næsta leiti. Meðal þátttakenda eru landskunnir skemmtikraftar. SÍÐA 16 ▲ Íslandsmeistarakeppni: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.