Fréttablaðið - 18.10.2003, Síða 20

Fréttablaðið - 18.10.2003, Síða 20
20 18. október 2003 LAUGARDAGUR Áhorfendur í meira en 160 lönd-um fylgjast með leikjum í „Premier League“ – úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar. Sjón- varpsstöðvar greiddu meira en einn og hálfan milljarð sterl- ingspunda fyrir sjónvarpsréttinn frá 2001 til 2004. Launagreiðslur til leikmanna í úrvalsdeildinni eru að meðaltali með þeim hæstu sem þekkjast til atvinnumanna í þess- ari vinsælustu íþrótt veraldar. 11 milljónir á viku Roy Keane, fyrirliði Manchest- er United, fær 80 þúsund pund á viku í laun, en það eru um ellefu milljónir íslenskra króna – ein og hálf milljón króna á sólarhring. Þar fyrir utan hefur hann að sjálf- sögðu tekjur af því að koma fram í auglýsingum og er greitt fyrir að leyfa að nafn sitt tengist við margvíslegan varning. Þokkaleg laun hjá einhverjum meðaljóni í úrvalsdeildinni eru hugsanlega einhvers staðar á milli 10 þúsund og 25 þúsund sterl- ingspund, en það eru 1,3 milljónir til 3,5 milljónir króna á viku. „Margur verður af aurum api,“ segir gamalt máltæki, og vísar til þess að það þarf sterk bein til að þola góða daga, og þótt hinir ungu íþróttamenn hafi sterk bein er ekki þar með sagt að þeir hafi andlegan þroska til að takast á við þær breyttu aðstæður sem hinu nýfengna ríkidæmi fylgja. Strákar úr bæjarblokkum Margir bestu og launahæstu knattspyrnumenn Englands skjót- ast upp á stjörnuhimininn úr sárri fátækt og erfiðum aðstæðum. Kier- on Dyer óx upp við kröpp kjör í Ipswich, svo að dæmi sé tekið, og Rio Ferdinand er uppalinn í félagslegu húsnæði í Peckham í Lundúnum. Kastljós fjölmiðla beindist að þessum tveimur nú fyr- ir skemmstu. Fyrir um það bil hálfum mán- uði kom 17 ára stúlka á lögreglu- stöð í London og lagði fram kæru. Hún sagði að hópur knattspyrnu- manna hefði nauðgað sér á lúxus- hóteli í borginni. Hún hefði fallist á að vera með tilteknum knatt- spyrnumanni, en síðan hefðu fleiri bæst í hópinn og notfært sér hana gegn vilja hennar. 12 flöskur af kampavíni Kieron Dyer sá sig tilneyddan að gefa út fréttatilkynningu skömmu seinna og neitaði að eiga nokkurn þátt í þessu athæfi. Hins vegar halda bresku blöðin því fram að hann hafi greitt fyrir hót- elherbergi knattspyrnumanna sem gistu á þessu tiltekna hóteli umrædda nótt, en herbergin kosta 400 pund, 55 þúsund krónur hvert. Þar fyrir utan brá Kieron sér á barinn á Wellington Club, að sögn breska blaðsins Guardian, og greiddi þar um 2.500 pund fyrir tólf flöskur af Cristal-kampavíni og gaf nokkur hundruð pund í þjórfé, samtals um 400 þúsund krónur fyrir hressinguna. Rio Ferdinand, leikmaðurinn sem Manchester United keypti fyrir 30 milljónir punda, lét sig hafa það um daginn að skrópa í lyfjaprófi og var fyrir þá sök tek- inn úr enska landsliðinu sem lék við Tyrki um síðustu helgi. Hann sagðist hafa steingleymt lyfja- prófinu vegna þess að hann hefði verið að flytja búferlum. Þessi gleymska gæti kostað hann tveggja ára leikbann. 100 þúsund króna ársmiði Það eru miklir peningar í um- ferð í knattspyrnunni. Ársmiði á alla leiki sem Chelsea leikur á Stamford Bridge kostar rúmar 100 þúsund krónur. Að sjá einn leik úr bestu sætum á Highbury hjá Arsenal kostar 68 pund, tæpar 10 þúsund krónur. Auk miðasölu hafa knattspyrnufélögin tekjur af sjónvarpsrétti og auglýsingasölu, auk þess sem hægt er að kaupa allt frá búningum liðanna yfir í rúmteppi með skjaldarmerki þeirra í sérverslunum þeirra, eða umboðssölum um allan heim. Auðkýfingar Hinir ungu knattspyrnumenn eru auðkýfingar. Nýverið hafa ensku landsliðsmennirnir, David Beckham, Michael Owen, Kieron Dyer og fleiri, keypt sér „sumar- bústaði“ sem kosta meira en eina milljón punda stykkið, 136 millj- ónir króna. Þessi bústaðir standa á Pálmanum, en það er manngerð eyja í lögun eins og pálmatré úti fyrir strönd arabíska furstadæm- isins Dúbæ. Þegar Ferdinand gleymdi lyfjaprófinu var hann að flytja inn í stórhýsi í einhverju fínasta út- hverfi Manchester-borgar sem kostar rúmar 300 milljónir króna. Aðsetur Beckham-fjölskyldunnar á Englandi er kallað Beckingham- höll og er metið á um hálfan millj- arð króna. Í miðborg Liverpool er nú ver- ið að reisa mikinn turn þar sem eru lúxusíbúðir sem kosta 200 milljónir króna. Michael Owen og fleiri knattspyrnustjörnur hafa þegar tryggt sér íbúð þar. Frægðinni fylgja ekki ein- göngu miklir peningar heldur einnig mikið áreiti. Ljósmyndarar og fréttamenn fylgja stjörnunum hvert fótmál og sumir aðdáend- urnir eru mjög aðgangsharðir. Freistingar Hinu ljúfa lífi í allsnægtum fylgja margar freistingar. Kven- fólk safnast kringum stjörnurnar eins og mý á mykjuskán, og þessi skyndilega kvenhylli getur leitt til kvenfyrirlitningar – sem aftur getur leitt af sér ennþá verri hluti. Fréttir af hópnauðgun í London voru vart komnar í hámæli, þegar þau tíðindi bárust frá Leeds að tveir knattspyrnumenn hefðu ver- ið handteknir grunaðir um að nauðga og niðurlægja stúlku. Ekki er samt ástæða til að ætla að allar hinar nýríku stjörnur í knattspyrnunni hegði sér eins og siðleysingjar. Sum hótel bera þeim vel söguna og segja að knatt- spyrnumenn sem þar gisti á knatt- spyrnuferðum sínum sötri gos- drykki eingöngu og hegði sér með prýði. Önnur hótel segja aðrar sögur af ógurlegu fylleríi og kyns- valli, kvenfyrirlitningu, og hroka og sjálfsánægju hinna nýríku knattspyrnumanna. Hefð fyrir áfengisneyslu Meðal enskra knattspyrnu- manna er löng hefð fyrir mikilli áfengisneyslu. Segja má að Tony Adams, þáverandi fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins, hafi brotið blað í sögunni þegar hann fór í meðferð og viðurkenndi opinberlega að hann væri alkó- hólisti. Síðar gaf hann út ævisögu sína og lýsti þar þeim drykkju- skap og „karlmennskudýrkun“ sem þótti sjálfsögð á árum áður. Blaðamenn segja að drykkju- skapur sé ekki jafn útbreiddur meðal erlendra knattspyrnu- manna í Englandi og hjá enskum kollegum þeirra. Líklegra er að sjá þeim Thierry Henry og Pat- rick Viera, stórstjörnum Arsenal, bregða fyrir á ósköp venjulegum veitingahúsum í Norður-Lundún- um en í gleðihverfinu West End. Og sumir hinna yngri af erlendu leikmönnunum fara að fordæmi Nicolas Anelka, Frakkans sem hefur skömm á áfengi. Knatt- spyrnumenn eru ekki þekktir fyr- ir menningaráhuga sinn, en þó eru undantekningar frá þeirri reglu, og sagt er að hin gamla kempa Gi- anluca Vialli sé í essinu sínu eins og fyrir opnu marki þegar hann skoðar myndlistarsýningar í sýn- ingarsölum í London. Við hverju er að búast? Sálfræðingar og félagsfræð- ingar fylgjast af áhuga með hin- um nýríku knattspyrnustjörnum. „Við hverju er að búast?“ segja þeir. „Maður tekur strák úr bæj- arblokk og ræður hann í vinnu sem hámarksálag fylgir. Fyrir þetta fær hann milljónir punda og kvenhylli umfram það sem nokkurn strák getur dreymt um. Það er heldur ósennilegt að hann hegði sér skynsamlega.“ Engu að síður tekst mörgum þessara ungu manna að standast freistingarnar. Og svo ber líka að geta þess að ekki eru allir atvinnu- menn í knattspyrnu auðkýfingar, né heldur stjórnlausir gjálífis- menn. Í Englandi eru um það bil 2000 atvinnumenn í knattspyrnu. Einungis örfáir þeirra eru þekktir að endemum fyrir hegðun sína. Dæmisaga eftir George Best George Best er sennilega fræg- asti knattspyrnusnillingur sem England hefur átt. Í fyrra var grædd í hann ný lifur, því að sú gamla hafði látið undan eftir ára- tuga misnotkun. Knattspyrnuferill- inn varð styttri en efni stóðu til vegna þess að hið ljúfa líf togaði Best burt af sparkvellinum. Nýverið seldi George Best verðlaun sem hann hlaut fyrir tit- ilinn „Besti knattspyrnumaður Bretlands“ og sagðist ætla að nota peningana til að kaupa sér lítið hús í Grikklandi og eyða þar efri árum. Auðæfin eru gengin til þurrðar. En George Best segist þó ekki sjá eftir neinu í raun og veru. Til marks um það segir hann gjarnan sögu af sjálfum sér. Að loknum knattspyrnuleik í París eyddi Best nóttunni í svítu á lúxushóteli. „Ég var nýbyrjaður að slappa af,“ segir Best, „þegar þjónninn barði að dyrum með kampavín og kavíar. Hann var soldið undrandi þegar hann kom inn í herbergið. Gólfið var þakið peningaseðlum sem ég hafði unn- ið í spilavíti. Á rúminu hjá mér lá Ungfrú Heimur allsnakin og var að sjúga kókaín upp í nefið, og ég var að drekka viskí. Þjónninn horfði á mig og sagði: „Afsakið, hr. Best, en má ég spyrja – hvenær byrjaði líf þitt að fara úr- skeiðis?“ thrainn@frettabladid.is Þegar ungir knattspyrnumenn verða skyndilega millj- arðamæringar getur þeim reynst erfitt að kunna fótum sínum forráð. Margir fara illa út úr hinu ljúfa lífi. Í öllu falli virðast fæstir þeirra eiga í vandræðum með að ráð- stafa auð sínum. Kampavín fyrir 400 þúsund DAVID BECKHAM Aðsetur Beckham-fjölskyldunnar á Englandi er kallað Beckingham-höll og er metið á um hálfan milljarð króna. RIO FERDINAND Þegar Ferdinand gleymdi lyfjaprófinu á dögunum var hann að flytja inn í stórhýsi í ein- hverju fínasta úthverfi Manchester-borgar. Húsið kostar rúmar 300 milljónir króna. GEORGE BEST „Afsakið, hr. Best,,“ sagði þjónninn, „en má ég spyrja – hvenær byrjaði líf þitt að fara úrskeiðis?“ KIERON DYER Kieron brá sér á barinn á Wellington Club, að sögn breska blaðsins Guardian, og greiddi þar um 2.500 pund fyrir tólf flösk- ur af Cristal-kampavíni og gaf nokkur hundruð pund í þjórfé, samtals um 400 þúsund krónur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.