Fréttablaðið - 18.10.2003, Side 39

Fréttablaðið - 18.10.2003, Side 39
39LAUGARDAGUR 18. október 2003 hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 OKTÓBER Laugardagur FÓTBOLTI Arsenal og Chelsea mæt- ast í dag í toppslag ensku úrvals- deildarinnar. Lundúnaliðin eru þau einu sem ekki hafa tapað viðureign það sem af er tímabilinu. Chelsea hefur ekki náð að sigra Arsenal síðastliðin fimm ár og hefur aldrei unnið á Highbury síð- an úrvalsdeildin var stofnuð árið 1991. Knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri á væntanlega eftir að hræra til í byrjunarliðinu líkt og í síðustu leikjum liðsins. Varnarmaðurinn Rio Ferdin- and á erfiðan dag fram undan þeg- ar Manchester United sækir Leeds heim á Elland Road. Margir stuðningsmanna Leeds líta á Ferdinand sem svikara eftir að hann var seldur til Manchester United fyrir 30 milljónir punda í júlí í fyrra. Það eru þó ekki einu vandræði Ferdinands því leikur- inn í dag er sá fyrsti sem varnar- maðurinn leikur síðan hann datt út úr landsliðshópi Englendinga fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Hann á yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann en Enska knattspyrnusambandið mun ákveða í byrjun næstu viku hvort hann verður kærður. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United hefur ekki miklar áhyggjur af Ferdinand. „Stuðn- ingsmenn Leeds geta ekki verið með meiri læti en síðast þegar við mættum þeim og þá stóð Ferdin- and sig vel,“ sagði Ferguson. Manchester United er einu stigi á eftir toppliðunum. Michael Owen leikur ekki með Liverpool gegn Portsmouth þar sem hann er meiddur. ■ Ásthildur Helgadóttir: Byrjar vel með Malmö FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir fær góð ummæli frá Anders Johansson, þjálfara Malmö FF, fyrir frumraun sína með félaginu á fimmtudag. „Hún stóðst frumraunina mjög vel. Hún kom nokkuð aftarlega á völlinn en það er kannski vegna þess að hún er vön að spila á miðjunni. Ásthildur er góður liðsstyrkur og góð viðbót við sókn- armenn liðsins. Hún er umfram allt ótrúlega sterk í loftinu.“ Malmö vann Öster 1-0 á útivelli með marki Heidi Kackur. Fimm leikmenn silfurliðs Svía frá heimsmeistarakeppninnin léku með Malmö gegn Öster. ■ ■ ■ LEIKIR  14.00 Selfoss keppir við ÍBV á Sel- fossi í suðurriðli RE/MAX-deildar karla.  14.00 ÍBV leikur við Hauka í Eyjum í RE/MAX-deild kvenna.  16.00 KR og Keflavík leika í DHL- Höllinni í 1. deild kvenna í körfubolta.  16.30 HK og Stepan leika seinni leik sinn í 1. umferð í Evrópukeppni bik- arhafa. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Leeds og Manchester United.  13.00 Meistaradeildin í hand- bolta á Sýn. Bein útsending frá leik Magdeburg og Hauka.  13.20 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) á Stöð 2.  13.25 Þýski fótboltinn á RÚV. Bein útsending frá leik Werder Bremen og VfB Stuttgard.  13.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Arsenal og Chelsea.  14.45 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  15.30 Handboltakvöld á RÚV.  15.40 Fastrax 2002 (Vélasport) á Sýn. Hraðskreiður þáttur þar sem öku- tæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  16.05 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  16.20 Evrópukeppnin í handbolta á RÚV. Bein útsending frá síðari leik HK og Stepan í Evrópukeppni bikarhafa.  17.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Celta de Vigo og Real Madrid.  19.40 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Arsenal og Chelsea.  20.00 Vaxtarræktarkeppni í beinni útsendingu á Skjá 1.  21.35 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá hnefaleikakeppni þar sem mæt- ast meðal annarra Juan Manuel Marques og Marcos Licona. Enska úrvalsdeildin: Toppslagur á Highbury EIÐUR SMÁRI Verður trúlega í leikmannahópi Chelsea í dag þegar liðið mætir Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. LEIKIR DAGSINS: Leeds United - Man. Utd. Arsenal - Chelsea Fulham - Wolves Man City - Bolton Middlesbrough - Newcastle Portsmouth - Liverpool

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.