Fréttablaðið - 26.10.2003, Page 31

Fréttablaðið - 26.10.2003, Page 31
31SUNNUDAGUR 26. október 2003 Maðurinn er... Athygli vakti á tískusýningu á Íslandi á dögunum að sumar fyrirsæturnar voru í tvennum nærbuxum: Tvennar nærbuxur í tísku Það vakti athygli á tískusýn-ingu á Íslandi um daginn að sumar fyrirsæturnar, sem sýndu nærföt, voru í tveim nærbuxum. Aðrar þeirra voru hinar þekktu en jafnframt umtöluðu G- strengs nærbuxur en hinar með öllu hefðbundnara sniði þótt um sé að ræða gagnsæjar blúndunærbuxur. Fyrirsæturnar voru þá í G-strengs nærbuxum innan undir blúndubuxunum. „Þetta eru í rauninni blúndu- boxers sem eru utan yfir G- strengs nærbuxurnar,“ segir Sigríður Hermannsdóttir, eig- andi undirfataverslunarinnar Ég og þú á Laugaveginum. Mikil umræða hefur verið um nærfatnað kvenna hér á landi sem ytra og þá sér í lagi þá stað- reynd að allt niður í smástelpur séu að klæðast nærbuxum með G-streng. Ekkert hefur þó borið á að markaðssetningu þessarar nýju tískubylgju sé miðað á smá- stelpur heldur þykir þetta bara vera það nýjasta og flottasta úti í hinum stóra heimi. „Svona lagað fylgir straum- um og stefnum í tísku eins og allt annað,“ segir Sigríður hjá Ég og þú. ■ Didda Konan sem um er spurt á blað-síðu 20 er vitaskuld engin önnur en skáldið og leikkonan Sigurlaug Jónsdóttir, sem betur er þekkt sem Didda. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Stormviðri“ en fyrir frammistöðu sína þar hreppti hún sjálfa Edduna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Á Edduhátíðinni gerði hún sér svo lítið fyrir og gerðist senuþjófur þegar hún lét falla setninguna: „Lengi lifi lítil brjóst!“ Sem rím- ar hreint prýðilega við lýsingar álitsgjafa Fréttablaðsins á henni. ■ SIGRÍÐUR OG GÍNAN Úti í heimi eru flestar gínur komnar í tvennar nærbuxur. Þetta skilar sér út til kvennanna og eru konur víst byrjaðar, margar hverjar, að klæðast tvennum nærbuxum. „Þetta eru í rauninni blúnduboxers sem eru utan yfir G-strengs nærbuxurnar,“ segir Sigríður Her- mannsdóttir í undirfataversluninni Ég og þú. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ásta svaraði að bragði: Alklædd sit ég aftur í. Allt er í góðu standi. Blessaðir draumarnir fyrir bí, því bæði eru í hjónabandi. „Þessi froskur framdi ekki sjálfsmorð“ Stefán Jón Hafstein var iðinn við að yrkja í skólablað Mennta- skólans við Tjörnina. Lengsta kvæði hans var Rúnir, um það bil 170 línur. Kvæðinu fylgdi þessi skýring: „Undir áhrifum frá D. Bowie og Hrafni Gunnlaugssyni, þó að öllu leyti á ábyrgð höfundar og frumsamið ljóð frá hans hendi.“ Á einum stað í ljóðinu segir: Hin torræðna þokumynd morgunsins hverfur í ljóslifandi mynd dagsins, Mynd, - sem þó í mörgu er enn óskiljanlegri og illkvittnari við æðra vitundarlíf en hin fyrri. Hallgrímur Thorsteinsson var eitt af skólaskáldum Menntaskól- ans við Tjörnina á sínum tíma og ljóð hans einkenndust af skemmtilegurm fáránleikahúmor. „Ég yrki bara einstaka sinnum og þá bara þegar mér dettur eitthvað einkennilega sérstakt í hug og man eftir að skrifa niður,“ segir Hallgrímur. „Ef ég svo rekst á það aftur og hef tíma aflögu þá dunda ég mér kannski við það að gera eitthvað meira við hugdettuna, en þetta gerist mjög sjaldan, kannski einu sinni á ári, ef þá það. Frekar eitt ljóð á tveggja ára fresti.“ Hallgrímur segist meira að segja hafa sótt tíma í ljóðagerð í háskóla í Bandaríkjunum hjá fín- um kennara af finnskum ættum. „Þá þurfti ég auðvitað að yrkja á ensku. Ég man að eitt fyrsta ljóð- ið fjallaði um hvernig enskan þvældist fyrir mér. Ég líkti henni við stórt skip sem ég gat ekki stýrt og vildi stökkva fyrir borð og upp í björgunarbát sem ég gæti þá róið sjálfur. En þarna var bara auðvitað illur ræðari að kenna áraleysi sínu um. Þetta var skelfi- legt ljóð.“ Ljóð Hallgríms byrjaði svona: I have no use for this blanket ex- pression This and that ship on the sea I’ll take the boat... Hallgrímur reyndi einnig við íslenskan bragarhátt „með hörmulegum árangri,“ að eigin sögn. Eitt slíkt ljóð hljómar á þessa leið: The poet shores a shellfish in a self inflicted mood He flies around in fiddlesticks in favor of the crude Annað slagið glímir Hallgrím- ur við prósa og hann segist vera kominn í svipaðan fíling og á menntaskólaárunum: Hvernig hann var Ég man eftir að einu sinni komu ung hjón til hans með dauðan frosk, sex ára gamlan, og hann sagði: Þessi froskur framdi ekki sjálfsmorð. Þessi froskur var myrtur.“ Hann sá það strax. Hann hafði alveg ein- stakt næmi á svona hluti. Svo reyndist það auðvitað rétt. Svona var þetta líka með börn. Hann gat vitað án þess að spyrja hvar þau höfðu verið um morguninn ef þetta var seinni part dags og hvort þau mættu horfa á sjónvarpið um kvöldið ef hann hitti þau á heimleið úr skóla. Hann átti líka afar auðvelt með að geta upp á hvað maður var með í hendinni. Það var nán- ast of auðvelt fyrir hann. „Spor þín brunnu af maurildum“ Félagi Hallgríms á Útvarpi Sögu, Sigurður G. Tómasson, birti rétt innan við þrítugt ljóð sitt Nótt við Eyjahaf, í tímariti Máls og menningar: Spor þín brunnu af maurildum í mjúkum sandi undir skógarvegg. Út á sjóinn lá ljósvegur gegnum kalt myrkrið og sporin glitruðu. Að baki okkur var skógurinn. Gjallandi kór skordýranna fjarlægðist og efinn efinn í brjósti þér. Sigurður mun enn vera iðinn við að yrkja. Annar fjölmiðlamað- ur, Egill Helgason, segist hins vegar lítið fást við skáldskap. Fyr- ir nokkrum árum vann hann þó önnur verðlaun í smásagnasam- keppni Listahátíðar. Sagan bar með sér að Egill ætti framtíð fyr- ir sér á skáldskaparbrautinni, kærði hann sig um það. kolla@frettabladid.is BENEDIKT JÓHANNESSON Skrifar smellnar smásögur í frístundum. Ein þeirra nefnist Bréf frá himnum og fjall- ar um smiðinn og nýlistamanninn Jesús Hannes Kristinsson. HARALDUR JOHANNESSEN RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI „Einhvern tímann sýndi ég karli föður mínum kveðskapinn og hann hló svo mikið að ég ákvað að það væri sú vísbending sem ég þyrfti til að hætta þessu. Síðan hef ég ekki sett saman vísu.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.