Fréttablaðið - 07.02.2004, Page 19
LAUGARDAGUR 7. febrúar 2004
■ Nafnið mitt
19
LOKADAGUR ÚTSÖLUNNAR
Opið laugardag til kl. 17.00
eiginlega tilurð Heimsferða.
Skömmu síðar komum við á fót
ferðum frá Barcelona hingað til
lands og ætluðum að selja nokkur
sæti á Ólympíuleikana í Barce-
lona ‘92. Þegar boltinn byrjar að
rúlla er erfitt að stoppa og hann
hefur eiginlega ekki stoppað síð-
an.“
Á níu systkini
Andri Már á ekki langt að
sækja áhugann á ferðamennsku
en faðir hans er Ingólfur Guð-
brandsson ferðafrömuður.
„Það er eðlislæg forvitni í mér
að skoða heiminn, upplifa nýja
hluti og ég á erfitt með að vera
kyrr á einum stað. Ég kynntist
ferðamálunum í gegnum föður
minn þegar hann var með Útsýn á
sínum tíma. Ég var samt aldrei í
rekstri með honum en ég vann
hins vegar fyrir hann sem farar-
stjóri á sínum tíma og gegnum
farastjórnina lærði ég mjög
margt,“ segir Andri Már sem eins
og gefur að skilja er á miklu
flakki um heiminn og ferðast 85
til 120 daga á hverju ári. Til
gamans má geta þess að Ólafur
Ragnar Grímsson forseti ferðað-
ist í 101 dag á síðasta ári.
„Ég átta mig á því í lok hvers árs,
þegar ég geri dagbókarskýrslurnar,
hvað ég ferðast mikið og það kemur
alltaf á óvart. En þetta eru margar
stuttar ferðir, fyrst og fremst við-
skiptaferðir. Nú tími ég minna að
ferðast þar sem ég eignaðist son í
haust,“ segir hinn stolti faðir.
Andri Már á stóran systkina-
hóp, eina alsystur en átta hálf-
systkini. Flest systkinanna starfa
við tónlist og Ingólfur, faðir
Andra Más, er annálaður tónlist-
arunnandi. „Það hentaði mér ekki
að feta þá leið,“ segir Andri. „Ég
var ekki nógu þolinmóður að
stunda æfingarnar á píanóið, þó
ég hafi dundað við það í nokkur ár.
Ég sæki hins vegar mjög mikið í
tónlist og hlusta þá mikið á klass-
íska tónlist. Það er gott fyrir
sálartetrið.“
kristjan@frettabladid.is
ANDRI MÁR INGÓLFSSON
Hann stendur í stórræðum um þessar
mundir. Hefur fest kaup á Eimaskipafélags-
húsinu og hyggst opna þar fjögurra stjörnu
hótel eftir tæpa níu mánuði.
Ég var skírður í höfuðið álangafa mínum, Þorfinni Guð-
brandssyni, múrarameistara í
Reykjavík. Hann var alinn upp
austur í öræfasveitum en bjó
lengst af í Reykjavík,“ segir Þor-
finnur Ómarsson. „Það hafa marg-
ir sagt mér að langafi hafi verið
öðlingsdrengur og yfirleitt fylgir
sögunni hvað ég sé líkur honum,“
segir Þorfinnur hlæjandi en hann
var tveggja ára þegar langafi hans
dó. „Hann mun hafa fellt tár þegar
ég var skírður því þetta kom svo
flatt upp á hann.“
Nafnið er samsett af forliðnum
„Þór“ í merkingunni þrumuguðinn
Þór úr norrænni goðafræði, og við-
liðnum „finnur“ sem merkir maður.
Samkvæmt þjóðskrá eru 48 sem
bera nafnið Þorfinnur sem fyrsta
eiginnafn en aðeins þrír sem bera
það sem annað eiginnafn.
Þorfinnur er líka hálft í hvoru
skírður í höfuðið á föður sínum,
Ómari Þorfinni Ragnarssyni
fréttamanni. „Ég gæti því valið að
vera Þorfinnur Þorfinnsson ef ég
vildi,“ segir Þorfinnur. „Nafn föður
míns er nú flestum kunnugt, en enn
kemur það mörgum á óvart að
hann heiti einnig Þorfinnur.“
Að sögn Þorfinns hafa engin
gælunöfn fest við hann þó æsku-
félagar hans hafi stundum kallað
hann Þoffa. „Það væri skrýtið ef
einhver sem er ekki æskufélagi
minn ætlaði að kalla mig því nafni.
Það virkar ekki og verður eiginlega
tilgerðarlegt.“
Þorfinnur segist einnig hafa
sloppið við öll uppnefni og er að
mestu leyti sáttur við nafn sitt.
„Það má segja að þó ég hafi alist
upp við að vera ánægður með nafn-
ið en það hefur valdið vandræðum
á alþjóðavettvangi.“ ■
Veldur vand-
ræðum erlendis
ÞORFINNUR ÓMARSSON
Er skírður í höfuðið á langafa sínum sem
var múrarameistari í Reykjavík.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T