Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2004, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 07.02.2004, Qupperneq 40
40 7. febrúar 2004 LAUGARDAGUR EINS OG ENGILL Elena Sokolova frá Rússlandi skautar eins og engill á Evrópukeppninni í skautadansi sem haldin er í Búdapest um þessar mundir. Skautar hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 FEBRÚAR Laugardagur Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar: Löngun í sigur ræður úrslitum KÖRFUBOLTI „Ég á von á að liðið sigri sem hefur meiri löngun,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS, um úrslitaleik Keflavíkur og KR í bikarkeppni kvenna í dag. „Það bú- ast allir við sigri Keflvíkinga en KR-ingar hafa engu að tapa.“ Keflvíkingar hafa forskot á KR-inga í viðureignum félaganna í vetur. Keflvíkingar hafa sigrað í tveimur deildarleikjum en KR- ingar í einum auk þess sem Kefl- víkingar sigruðu KR-inga 73-52 í úrslitum Hópbílabikarsins skömmu fyrir jól. „Keflvíkingar hafa breiddina,“ sagði Alda Leif. „Það er nánast sama hvaða leikmönnum þeir skipta inná, það veikir lið þeirra ekkert. Þeir hafa reynsluna en þeir hafa líka yngri leikmenn sem hafa staðið sig mjög vel í vetur eins og Bryndísi Guðmundsdóttur og Mar- íu Erlingsdóttur. Þær hafa nýtt sín tækifæri mjög vel í vetur.“ „KR-ingar hafa baráttuna og þær gefast aldrei upp. KR-ingar spila mjög stíft og það kemur þeim langt. Það má aldrei líta af þeim,“ sagði Alda Leif. Hún segir það skipta mestu máli fyrir Kefl- víkinga að stöðva lykilmenn KR, Hildi Sigurðardóttur og Katie Wolfe, en Hildur skoraði 30 stig þegar KR vann Keflavík 79-69 snemma í haust. Keflvíkingum gekk betur að verjast henni í deildarleik félaganna í síðasta mánuði og úrslitaleik Hópbíla- bikarsins í desember þegar hún skoraði aðeins átta stig, öll úr vítaskotum. Leikur Keflavíkur og KR í Hóp- bílabikarnum var lengstum jafn en Keflvíkingar tryggðu sér sigur í síðasta leikhluta. Alda Leif Jóns- dóttir á von á að leikurinn í dag verði í svipuðum farvegi. „Ég á von á að Keflvíkingar vinni. Leikurinn verður jafn í byrjun en Keflvíking- ar síga svo fram úr KR-ingum.“ ■ KÖRFUBOLTI „Þeir spila aldrei betur en þegar þeir sjá Keflavíkur- merkið og það er svipað hjá okk- ur,“ sagði Falur Harðarson, annar þjálfara Keflavíkinga. „Við fáum aukakraft þegar við spilum á móti þeim. Það er rígur á milli þessara liða og það er af hinu góða.“ Meiðsli og leikbann hjá Njarð- víkingum hafa fengið mikla at- hygli í aðdraganda úrlsitaleiksins en Falur segir það ekki trufla und- irbúning þeirra. „Við búumst við þeirra sterkasta liði. Að vísu verð- ur Páll Kristinsson ekki með en ég held að þeir mæti allir í nokkuð góðu ásigkomulagi. Þetta er bara sálfræðistríð hjá þeim,“ sagði Fal- ur. „Vissulega meiddu þeir sig báðir en í tilfelli Brandons er þetta bara snúningur á ökkla og menn gera sig tilbúna fyrir svona leik. Það er vel hægt.“ „Þeir eru komnir með nýjan út- lending og við vitum ekkert um hann. Við verðum bara að leggja upp með það að þeir verði með sitt sterkasta lið og ef við förum eitt- hvað að slappa af þá erum við sjálf- um okkur verstir. Þetta verður hörkuleikur, alvega sama hverja þeir mæta með,“ sagði Falur. Keflvíkingum gekk mjög vel í Evrópukeppni í vetur en gengi þeirra hefur ekki verið jafn stöðugt í Intersport-deildinni. „Í Evrópukeppninni hafa menn náð að koma með það albesta sem í þeim býr,“ sagði Falur. „En svo bara er eins og spennustigið sé minna í þessum venjulegu leikj- um þar sem menn eru að spila fyr- ir 100 til 200 áhorfendur. Leik- menn ná kannski ekki að vera eins einbeittir og spila ekki af sama krafti og getu og í Evrópukeppni.“ Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði að þeim gengi vel að að einbeita sér að leiknum þrátt fyrir meiðslin og leikbannið sem Páll Kristinsson tekur út í úr- slitaleiknum. „Páll verður ekki með, það er útséð um það. Við ætl- um ekki að gera athugasemd við það að hann fái bann, heldur hvernig að því var staðið,“ sagði Friðrik. „Við trúðum varla hvað var að gerast eins og þegar Brandon meiddist og Egill Jónas- son, sem hefur verið að hjálpa okkur heilmikið í vetur. Hann verður klárlega ekki með heldur. Ég er að vonast eftir því að Brent- on og Brandon skríði eitthvað saman og hjálpi okkur þó ekki væri nema af 50% getu.“ „Við förum í þennan leik til að sigra og ég hef fulla trú á að við getum unnið þrátt fyrir einhverja sjúkrasögu,“ sagði Friðrik. „Við höfum lent í leikjum í vetur eins og úrslitunum í Hópbílabikarnum þar sem minni spámenn hjálpuðu okkur eins og Guðmundur Jóns- son, Egill Jónasson og Halldór Karlsson unnu leikinn fyrir okkur. Þetta er ekki spurning hvað þú heitir heldur hvað þú gerir á vell- inum.“ Njarðvíkingar höfðu mögu- leika á að fá nýjan erlendan leik- mann en Friðrik telur það ekki endilega bestu lausnina. „Það er hægt í einhverjum tilfellum en það er mjög erfitt að fá leikmann inn bara út af tímamismuni. Ef hann kæmi á föstudagsmorgni á ég eftir að koma honum inn í öll leikkerfi. Svoleiðis leikmaður yðri nánast bara fyrir.“ Falur segir að Njarðvíkingar leiki aldrei betur en þegar þeir sjá Keflavíkurmerkið. „Það er alveg hárrétt hjá honum. Það er enginn í mínu liði sem vill tapa fyrir Keflavík. Það verður bara blóð, sviti og tár hjá okkur. Þetta er bara spurning hver getur gengið uppréttur í bæjarfélaginu næstu mánuðina.“ ■ 15-60% afsláttur Mörkinni 3, sími 588 0640 • www.casa.is Útsalan í fullum gangi Brasilíumaðurinn Lucio: Með tilboð frá Chelsea FÓTBOLTI Lucio, Brasilíumaðurinn í liði Bayer Leverkusen, hefur fengið tilboð frá Chelsea um að ganga til liðs við félagið í sumar. Hann segir það alveg inni í mynd- inni að skipta um félag og flytja til London. Ilja Kaenzig, stjóri Lever- kusen, segir góðar líkur á að Lucio verði seldur. Þessi sterki varnar- maður, sem varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002, hefur leik- ið með Leverkusen í þrjú ár. Ít- ölsku liðin Juventus og Roma hafa einnig sýnt áhuga á honum. ■ FÓTBOLTI Zinedine Zidane, franski snillingurinn í liði Real Madrid, vill framlengja samning sinn við liðið um eitt ár, til ársins 2006. „Eftir þrjú ár hjá þessum klúbbi hef ég aðeins góða hluti að segja um hann,“ sagði hann. „Ef Real vill framlengja samninginn um eitt ár getum við alveg rætt um það.“ Zidane, sem verður 32 ára í sumar, hefur spilað frábærlega í undanförnum leikjum eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. ■ FÓTBOLTI Norðmaðurinn Ole Gunn- ar Solskjær spilaði með varaliði Manchester United í fyrrakvöld í 3-0 sigri gegn Aston Villa. Solskjær lék síðast með United þann 16. september í fyrra, eða fyrir tæpum fimm mánuðum. Erf- ið hnémeiðsli hafa verið að hrjá hann og á tímabili var óttast að hann yrði frá út þetta tímabil. Sol- skjær átti ágætan leik gegn Villa og var skipt út af eftir klukku- tíma. „Það er frábært að vera far- inn aftur að spila,“ sagði hann. „Það kom smá bakslag fyrir tveimur vikum en ég hef ekkert fundið til síðan.“ ■ FYRIRLIÐAR KR OG KEFLAVÍKUR Hildur Sigurðardóttir og Erla Þorsteinsdótt- ir eru fyrirliðar liðanna sem leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í dag. ZIDANE Vill spila með Real til ársins 2006. SOLSKJÆR Fagnar með Gary Neville. Solskjær verður vafalítið brátt kominn aftur í aðallið United. Ole Gunnar Solskjær: Spilaði með varaliðinu Zinedine Zidane: Vill eitt ár í viðbót Stoltið og bikarinn í húfi Nágrannarnir Keflavík og Njarðvík leika til úrslita í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í dag. NÁGRANNASLAGUR Keflavík og Njarðvík léku til úrslita í Hóp- bílabikarnum fyrr í vetur. Liðin leika til úr- slita í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í dag. ■ ■ LEIKIR  13.00 Keflavík mætir KR í Laugar- dalshöll í bikarúrslitum kvenna í körfubolta.  15.00 Eyjamenn taka á móti Þór Akureyri í Re/max-deild karla í handbolta í Eyjum.  15.30 Fram mætir Val í Re/max-deild kvenna í handbolta í Framhúsinu.  16.30 Keflavík og Njarðvík eigast við í Laugardalshöll í bikarúrslita- leik karla í körfubolta.  16.00 Stjarnan tekur á móti FH í Ásgarði í Re/max-deild kvenna í handbolta.  16.00 KA/Þór sækir Víkinga heim í Re/max-deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.55 Bikarúrslit kvenna í körfu- bolta í Sjónvarpinu. Keflavík-KR.  13.30 Þáttur um PGA-mótið í golfi á Sýn.  14.00 Alltaf í boltanum á Sýn.  14.25 Þýski fótboltinn í beinni í Sjónvarpinu.  14.30 Trans World Sport á Sýn.  14.45 Enski boltinn í beinni á Stöð 2.  15.30 Supercross á Sýn.  16.20 Bikarúrslit karla í körfubolta í Sjónvarpinu. Keflavík-Njarðvík.  16.30 Motorworld á Sýn.  17.00 Enski boltinn á Sýn.  19.00 Harlem Globetrotters á Sýn.  19.50 Sterkasti maður heims á Sýn.  20.20 Spænski boltinn í beinni á Sýn. Real Madrid-Malaga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.