Fréttablaðið - 07.02.2004, Page 43
43LAUGARDAGUR 7. febrúar 2004
kl. 2 m/isl. taliÁLFUR
kl. 8 og 10.40 B. i. 14 áraMASTER & CO...
kl. 3 og 5.30MONA LISA
SÝND kl. 3, 5.40, 8 og 10.20
SÝND kl. 2, 4 og 6
Með íslensku tali Ath. miðaverð 500
SÝND kl. 3, 5.30, 8 og10.30 B. i. 16 ára
SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40
SÝND kl. 8 og 10.20 B. i. 14 ára
SÍMI 553 2075
SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 B. i. 16 ára
kl. 10 og 2 M. ÍSL. TALIFINDING NEMO
SÝND kl. 12, 4 og 9
SÝND kl. 4, 6.30, 9 og 11
SÝND kl. 10, 11, 12, 1, 2, 3, 5 og 7 M. ÍSL. TALI
SÝND kl. 6 og 9 B. i. 14 ára
SÝND kl. 5 og 9
Tilnefnd til Óskarsverðlauna
sem besta teiknimyndin
Frábær mynd frá Disney fyrir alla fjölskylduna með tónlist eftir Phil Collins!
Jack Nicholson, Diane Keaton, Keanu Reeves og Amanda Peet í rómantískri
gamanmynd frá Nancy Myers, leikstjóra „What Women Want“.
Gamanmynd eins og þær gerast bestar!
TILNEFND TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA
✩✩✩✩ Kvikmyndir.com
✩✩✩ Kvikmyndir.com
✩✩✩1/2 SV MBL
✩✩✩✩✩ BÖS FBL
✩✩✩ Kvikmyndir.com
✩✩✩ ÓTH Rás 2
✩✩✩✩ ÓTH Rás 2
✩✩✩1/2 HJ MBL 11 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
Charlize Theron
vann Golden
Globe-verðlaun
fyrir besta
leik í aðal-
hlutverki og
myndin er
einnig tilnefnd
til Óskars-
verðlauna
Hann sannaði það að hann erenginn tepra hann Þórólfur
Árnason borgarstjóri þegar hann
mætti í heimsókn í þáttinn 70 mín-
útur á PoppTívi. Eins og aðdáend-
ur vita þurfa gestir þáttarins að
ganga í gegnum ýmsar hremming-
ar áður en þeim er sleppt aftur út í
þjóðfélagið. Þannig bragðaði
Þórólfur á „ógeðsdrykknum“
fræga og fetaði þar með í fótspor
forvera síns, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur sem reið á vaðið og
drakk ógeðsdrykkinn, fyrst allra
stjórnmálamanna.
Þá tók Þórólfur áskorun
PoppTívi um að gera snjóengla
úti á plani Norðurljósa í stutt-
buxum einum fata. Reyndar var
hann fyrst beðinn um að vera
einungis á nærbuxunum en eftir
„málamiðlun og pólitísk átök“,
eins og segir í fréttatilkynningu
PoppTívi, var fallist á stuttbux-
urnar. Svo skemmtilega vildi til
að Þórólfur var á leið í heilsu-
ræktina og var því með buxurn-
ar með sér. ■
Lára Rúnarsdóttir er manneskjaná bak við þennan grip sem kom
út rétt fyrir jólin. Hún semur texta
og nánast öll lögin sjálf og er örygg-
ið uppmálað þrátt fyrir að hún sé að
stíga sín fyrstu spor í bransanum.
Tónlist Láru svipar oft til Heru,
þeirrar ágætu söngkonu, og þegar
hún er hvað rólegust líkist hún
stundum Noruh Jones. Þessi plata
er mjög fín og rennur mestmegnis
ljúflega niður. Aðallega er Lára
sjálf að syngja við rólegt kassagít-
arspil eða píanó. Öðru hverju hefur
hún þó upp raustina, eins og í fyrsta
laginu Drifting sem er það besta á
plötunni ásamt hinu fallega I Took a
Chance og titillaginu Standing Still.
Það er ljóst að Lára hefur alla
burði til að halda áfram að gera
góða hluti enda er þessi frumburður
hennar ákaflega vandaður. Standing
Still er verk þroskaðrar söngkonu
og hæfileikaríks lagasmiðs með
framtíðina fyrir sér.
Freyr Bjarnason
Umfjölluntónlist
LÁRA
Still Standing
Ótvíræðir
hæfileikar
Hér er á ferðinni óslípaðurdemantur. Lítil mynd með
risastórt og miskunnarlaust
hjarta. Byggð á sönnum atburð-
um um konu sem reynir að breyta
vonlausum örlögum sínum með
hrikalegum afleiðingum. Fyrsti
hálftíminn fer í að venjast útlits-
breytingu aðalleikkonunnar
Charlize Theron. Þessi leggja-
langa, ljóshærða og bláeygða
gyðja tók einn „De Niro“ fyrir
hlutverkið og er gjörsamlega
óþekkjanleg sem vændiskonan og
raðmorðinginn Aileen Wurnos.
Aukakílóin, gervitennurnar og
vöntun á augabrúm hjálpa til við
að skapa sannfærandi karakter
en snilldin er að stelpan getur
leikið! Þegar litið er til baka áttar
maður sig á að Charlize hefur í
raun staðið sig vel í öllum sínum
misgóðu myndum, hún er bara of
sæt til þess að maður hafi tekið
hana alvarlega sem leikkonu. Mín
mistök.
Monster er greinilega gerð
fyrir lítinn pening og hentar það
sögusviðinu vel. Hvíthyskis andi
svífur yfir vötnum og ætti þessi
hlið Florida-ríkis og íbúum þess
að koma mörgum spánskt fyrir
sjónir, en svona er Ameríka í dag.
Einföld og beinskeytt leik-
stjórn Patty Jenkins skilar eftir-
minnilegri mynd þar sem
Charlize Theron fer með leiksig-
ur. Óskarinn er hennar.
Kristófer Dignus
Umfjöllunkvikmyndir
MONSTER
Leikstjóri: Patty Jenkins
Aðalhlutverk: Charlize Theron, Christina
Ricci, Bruce Dern
Flagð
undir... flagði
■ Sjónvarp
Sjónvarp
70 MÍNÚTUR
■ Þórólfur Árnason borgarstjóri
stóðst áskorun 70 mínútna auð-
veldlega þegar hann var gestur í
þættinum á fimmtudag.
Svalur borg-
arstjóri
ÞÓRÓLFUR GERIR SNJÓENGIL
Kannski er Þórólfur vanur finnskum
gufuböðum og snjóveltingum?