Fréttablaðið - 07.02.2004, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IK
E
23
30
9
01
.2
00
4
©
In
te
r
IK
EA
S
ys
te
m
s
B.
V.
2
00
3
Snjallar lausnir
dagana 22/01 – 22/02
Hvar er bláa skyrtan,
trefillinn og beltið mitt?
KOMPLEMENT
buxnahengi
2.400,-
Bakþankar
REYNIS TRAUSTASONAR
Kjörklefinn
Atkvæðisréttur minn olli mérframan af ekki hugarangri en
svo hóf ég störf við blaðamennsku.
Sífellt var klifað á því frá vinstri
að ég hlyti að vera með slagsíðu til
hægri sökum þess að vera félagi í
Flokknum. Framan af hrökk þetta
af mér, rétt eins og vatn af grágæs.
En svo rann upp sá tími að ég
bognaði og ákvað að hætta að kjósa
samkvæmt eigin sannfæringu.
BLÁEYGUR drengur á sjötta ári
varð fyrir valinu úr barnahjörð
minni til að ráða atkvæði mínu.
Strákurinn hafði látið í ljós mikla
aðdáun á foringja flokks míns og
ég taldi að með hógværri innræt-
ingu mætti styrkja hann frekar í
þeirri trú. Fyrstu kosningar okkar
feðga voru forsetakosningar þar
sem sá umdeildi Ólafur Ragnar
Grímsson gaf kost á sér ásamt
nokkrum góðborgurum. Þrátt fyrir
að Ólafur Ragnar hefði gerst sek-
ur um að lýsa eðli foringja míns
sem skítlegu hneigðist ég til þeirr-
ar villutrúar að hann yrði bærileg-
ur og beittur forseti. Þar sem ég
leiddi strákinn með bláu augun á
kjörstað reyndi ég að sá nokkrum
frækornum í þágu Ólafs Ragnars
og lofaði að forsetaefnið myndi
halda fyrir hann jólaball, kæmist
það á Bessastaði. Strákurinn
þagði.
KJÖRKLEFINN rúmaði báða. Ég
tók upp seðilinn með nöfnum
frambjóðenda, rétti drengnum blý-
ant og benti honum á nafn Ólafs
Ragnars. „Krossaðu bara hér,“
sagði ég svo lágt að röðin fengi
ekki heyrt. Strákurinn hristi höf-
uðið og benti á aðra línu þar sem
nafn Péturs Kr. Hafstein, ástsæls
sýslumanns af sjálfstæðiskyni,
brosti til okkar. Ég reyndi að segja
honum að Ólafur Ragnar væri
rétti maðurinn fyrir Bessastaði en
þá byrjaði barnið að gráta hástöf-
um. „Þú sagðir að ég réði,“ snörl-
aði í honum. Ég hugsaði til bið-
raðarinnar, gafst upp og barnið
krossaði við Pétur.
SEINNA komust flokksbræðurnir
á snoðir um sérstæða aðferð mína
við að kjósa og barnið fór að fá
meldingar. Eitt sinn buðu þeir hon-
um í kosningakaffi á Langholts-
vegi. Nýliði úr Borgarnesi sem
stefndi inn í borgarstjórn gaf
drengnum súkkulaðiköku og sagði
honum frá ljótu körlunum og kerl-
ingunum í R-listanum sem vildu
loka leikskólum og setja litlu börn-
in út á gaddinn. Strákurinn sann-
færðist um það á þriðju köku að
Flokkurinn ætti að stjórna borg-
inni og fylla leikskólana af tölvu-
spilum og sætindum. Í þeim kosn-
ingum var brosað í kjörklefanum.
Mér er það þó verulegt áhyggju-
efni að þeir sem strákurinn kýs
tapa venjulega. ■