Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 1

Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 1
● afmælisgjöf uefa KSÍ og sveitarfélögin: ▲ SÍÐA 36 60 sparkvellir um allt land ● 36 ára í dag Snæfríður Baldvinsdóttir: ▲ SÍÐA 22 Gleðst yfir hverju ári sem bætist við ● þjóðin er grínsvelt Pablo Francisco: ▲ SÍÐA 35 Gaman að skemmta Íslendingum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR HVERNIG Á AÐ GERA VIÐ- SKIPTASAMNINGA? Einn þekktasti hagfræðingur heims, Oliver E. William- son, flytur erindi um það hvernig gera eigi viðskiptasamninga. Williamson flytur erindi sitt í Öskju, stofu 1, klukkan 12.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG EINNA BEST Í BORGARFIRÐI Þar eru horfur á sæmilega björtu veðri framan af degi. Rigning sunnan til og einhver væta í borginni. Skúrir og svalt fyrir norðan. Sjá síðu 6 18. maí 2004 – 135. tölublað – 4. árgangur VOPNAÐ RÁN Vopnaður ræningi rudd- ist inn í bankaútibú SPRON í Mjóddinni um klukkan tvö í gær og komst á brott með fjármuni. Klukkutíma eftir ránið var maður fæddur árið 1987 handtekinn. Sjá síðu 2 EFAST ENN Sigurður Líndal lagaprófess- or segir nýjustu breytingar á fjölmiðlafrum- varpinu vera til bóta. Hann hefur þó enn miklar efasemdir um að ákvæði laganna standist ákvæði stjórnarskrár. Sjá síðu 6 ÍRAK Yfirmaður framkvæmdaráðs Íraks lét lífið í sjálfsmorðsárás í gær. Áður óþekkt samtök lýstu ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Bandaríkjamenn ætla ekki að láta árásirnar hafa áhrif á valdaskipti í land- inu 30. júní. Sjá síðu 10 EFTIRSPURN Í HÁMARKI Olíufram- leiðsla er í hámarki hjá flestum olíuútflutn- ingsríkjum heimsins en þrátt fyrir það held- ur olíuverð áfram að hækka. Flest bendir til að núverandi verð haldist eða hækki næstu misserin. Sjá síðu 14 53%76% Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 Alda Jónsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Margir á of stórum hjólum ● heilsa Davíð og Ólafur Ragnar: Funduðu á Bessastöðum STJÓRNMÁL Davíð Oddsson forsæt- isráðherra átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands, að Bessastöðum í gærmorg- un. Í viðtölum í gær sagði Davíð að fundurinn hefði verið samkvæmt hefð og venju en vildi ekkert gefa upp um efni fundarins. Hann sagði hins vegar að samskipti sín við forsetann væru góð. Hjá skrifstofu forsetaembætts- ins fengust heldur ekki upplýsing- ar um hvað rætt var á fundi Ólafs Ragnars og Davíðs. ■ ÍRAK Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að ill meðferð á íröskum föngum hefði haft „hræðileg áhrif“ á ímynd Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi. Hann sagði George Bush forseta staðráðinn í að leið- rétta það sem aflaga hefði farið. Í ávarpi sem Powell hélt í bandarískum háskóla beindi hann orðum sínum til leiðtoga erlendra ríkja: „Sjáið Bandaríkin taka á þessu, sjáið hvernig við munum gera hið rétta,“ sagði Powell. Hann sagði að varnarskrifstofa utanríkisráðuneytisins myndi hefja umfangsmikla rannsókn til að komast til botns í málinu. Powell sagði jafnframt að Bush forseti væri staðráðinn í að finna út hverjir bæru ábyrgð á illri meðferð á föngunum. Fram kom í máli Powells að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu síðastliðið haust rætt upplýsingar frá Rauða krossinum um slæma meðferð á föngum í Abu Ghraib- fangelsinu í Írak. ■ Colin Powell: Lofar bót og betrun Tillögur formanna voru ekki ræddar Meirihluti allsherjarnefndar ræddi ekki um breytingartillögur á fjöl- miðlafrumvarpinu í gær. Þriðja umræða verður í fyrsta lagi á morgun. Fjölmiðlafrumvarpið reynir mjög á þanþol stjórnarsamstarfsins. FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ Breytingar- tillögur formanna stjórnarflokk- anna voru ekki ræddar á fundi allsherjarnefndar í gærkvöld. Varaformaður nefndarinnar, Jón- ína Bjartmarz, mætti seint á fund- inn. Þegar hún kom var ljóst að ekki var eining meðal stjórnarliða um að ræða tillögurnar. Eftir fund meirihlutans var fundi frestað. „Þar var meirihlutinn ekki til- búinn að kynna breytingartillög- urnar sem forystumennirnir hafa kynnt í dag. Það kemur á óvart miðað við fréttir dagsins af þeirri eindrægni sem þeir segja ríkja á stjórnarheimilinu og niðurstaða sé komin í málið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingu. Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ekki hefði verið búið að ákveða fyrir fundinn að leggja fram tillögurnar og hefði niðurstaðan orðið sú að gera það ekki. Fundur er boðaður í nefndinni fyrir hádegi í dag. Lík- lega hefst þriðja umræða á þinginu ekki fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þverneituðu nokkrir þing- menn Framsóknarflokksins að styðja fjölmiðlafrumvarpið nema því yrði breytt og það mildað. Nokkrir þingmenn fullyrtu að þeir væru tilbúnir að láta reyna á stjórnarsamstarfið ef ekki yrði orðið við þeim kröfum. Þingmönn- um Framsóknarflokksins var ekki kynnt niðurstaða flokksformann- anna í gær og ekki er vitað hvort tillögur formannanna uppfylla kröfur framsóknarþingmannanna. Breytingarnar, sem formenn stjórnarflokkana komust að niður- stöðu um, eru þær að ekki verður unnt að afturkalla gildandi út- varpsleyfi á grundvelli laganna og að hámarkseignaraðild félags í ljósvakafyrirtæki er hækkuð úr 25 í 35 prósent. Halldór Ásgrímsson sagði eftir þingflokksfund að reynt hefði á stjórnarsamstarfið vegna fjöl- miðlafrumvarpsins. „Það hefur reynt á samstarfið, en við Davíð erum vanir að tala saman um hlut- ina og leysa málin,“ sagði Halldór. Davíð Oddsson sagði hins vegar að stjórnarsamstarfið hefði aldrei verið sterkara en nú. bryndis@frettabladid.is thkjart@frettabladid.is Sjá síður 4 og 6. ERILSAMT Á ALÞINGI Fulltrúar fjölmiðla biðu í ofvæni eftir niðurstöðu þingflokka stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið í Alþing- ishúsinu í gær. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, setti sig í stellingar sem fyrrum nemendur hans í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja kannast eflaust við en þar var Hjálmar skólameistari áður en hann fór á þing. Stuttu síðar kynntu formenn stjórnar- flokkanna breytingar á fjölmiðlafrumvarpinu. FYRSTU SPORIN Álftin Svandís Sigurgeirsdóttir og maki hennar annast nú hóp unga í hólmanum á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnes: Fjölgar hjá Svandísi SELTJARNARNES Álftin Svandís Sig- urgeirsdóttir sem kom á dögunum aftur í hólmann sinn á Seltjarnar- nesi er nú komin með unga. Svandís settist að í hólmanum í Bakkatjörn vorið 1994. Álftin varð landsfræg í kosningunum 1994 þegar Sigurgeir Sigurðsson, þáverandi bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, lét búa til hólma einn í Bakkatjörn. Ýmsir voru þess full- vissir að hólminn myndi ganga af fuglalífi í tjörninni dauðu en svo varð ekki og þegar álft flutti sig í hólmann varð hún umsvifalaust þekkt sem Svandís Sigurgeirs- dóttir. ■ MUNUM GERA HIÐ RÉTTA Colin Powell lofaði bót og betrun fyrir hönd Bandaríkjastjórnar í ávarpi við út- skriftarathöfn í bandarískum háskóla í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.