Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 10

Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 10
10 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR TREYST Á KÓRANINN Íraskur fangi heldur á Kóraninum meðan bandaríska herlögreglan fer í gegnum eig- ur hans í Abu Grahib-fangelsinu í útjaðri Bagdad. Fræðslubæklingur gefinn út: Samstaða gegn einelti FRÆÐSLA Starfsmannafélag ríkis- starfsmanna, SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gefið út bækling um einelti á vinnustöð- um. Bæklingurinn er þrjátíu blað- síður að lengd og í honum er að finna upplýsingar sem snerta ein- elti á vinnustöðum. Bæklingurinn ber heitið „Samstaða gegn einelti á vinnustöðum“. Í bæklingnum er fjallað um fræðilega skilgreiningu á einelti og útbreiðslu þess. Þar kemur meðal annars fram að í könnun árið 2001 hafi 12% starfsmanna í umönnunargeiranum sagst hafa orðið fyrir hótunum, ofbeldi eða áreitni á vinnustað. Í öðrum hluta bæklingsins er fjallað um leiðir til að koma í veg fyrir einelti; í þriðja kafla eru reifuð úrræði til þess að takast á við einelti sé það til staðar. Bæklingnum verður dreift á vinnustaði um land allt og segir í fréttatilkynningu frá SFR að þess sé vænst að bæklingurinn nýtist sem upplýsingarit á vinnustöðum og stuðli jafnframt að frekari fræðslu, umræðu og úrlausnum varðandi eineltismál. Sara Hlín Hálfdanardóttir rit- stýrði bæklingnum og hafði um- sjón með útgáfunni. ■ Háttsettur Íraki drep- inn í sjálfsmorðsárás Yfirmaður framkvæmdaráðs Íraks lét lífið í sjálfsmorðsárás í gær. Áður óþekkt samtök lýstu ábyrgð á verknaðinum á hendur sér. Bandaríkja- menn ætla ekki að láta árásirnar hafa áhrif á valdaskipti í landinu 30. júní. BAGDAD, AP Yfirmaður fram- kvæmdaráðs Íraks, Izzadine Saleem, lét lífið í sjálfs- morðsárás í miðborg Bagdad í gær. Árásin var gerð nærri höfuðstöðvum bandaríska hernámsliðsins og létu átta aðrir lífið í sprengingunni, auk árásarmannsins. Saleem var farþegi í bílalest sem beið inngöngu í herstöð. Bifreið hans og nokkur önnur ökutæki gjöreyðilögðust í sprenging- unni. Skipt er um yfirmann íraska framkvæmdaráðsins mánaðar- lega og gegndi Saleem embætt- inu þennan mánuðinn. Saleem er annar meðlimur íraska fram- kvæmdaráðsins, sem skipað er af Bandaríkjamönnum, sem drepinn er síðan í júlí á síðasta ári þegar framkvæmdaráðið var stofnað. Áður óþekkt samtök, Arab- ísku mótspyrnusamtökin, sögð- ust í gær bera ábyrgð á verkn- aðinum. Í yfirlýsingu sem birt var á vefnum sögðust samtökin hafa sent tvo af stríðsmönnum sínum til þess að framkvæma aðgerð gegn „svikaranum og málaliðanum Izzadine Saleem“. Á vefsíðunni var einnig að finna kort af Írak klippt út úr gamla íraska fánanum. Bandaríkjamenn hyggjast ekki láta lát Saleems hafa áhrif á áætlanir um að völd landsins verði flutt í hendur Íraka um mánaðamótin júní-júlí næst- komandi, að því er fram kom í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, tók í sama streng og sagði að lát Saleems ætti ekki að hindra valdaskiptin. Þjóðhöfðingjar víða um heim fordæmdu árásina í gær. Paul Bremer, landstjóri Bandaríkja- manna í Írak, sagði lát Saleems hræðilegan missi og lofaði að sigra þá sem ábyrgðina bæru. Jacques Chirac, forseti Frakklands, sem Bandaríkja- menn hafa gagnrýnt fyrir að neita að senda herlið til Íraks, sagðist þó alltaf vera jafn viss um að það væri ekki til nein hernaðarleg lausn á málefnum Íraks. Chirac sagðist vonast til að lausn myndi finnast með flutningi valdsins til íraskra stjórnvalda. ■ Stuðningur: FÍB styður olíugjald ELDSNEYTI Félag íslenskra bifreiða- eigenda styður meginhugmyndir frumvarps fjármálaráðherra um olíugjald í stað þungaskatts og mót- mælir tilraunum ýmissa hagsmuna- aðila, sem notið hafa góðs af þunga- skattskerfinu, til þess að drepa þessu réttlætismáli á dreif, segir í yfirlýsingu frá FÍB. Í núverandi þungaskattskerfi er innbyggð alvarleg mismunun milli einstaklinga og atvinnugreina og núverandi kerfi vinnur einnig beint gegn alþjóðlegum markmiðum um að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda vegna bruna jarðefna- eldsneytis, segir enn fremur. ■ SKIN OG SKÚRIR Meðan flestir íbúar London fagna sumri er annar og stækkandi hópur sem sér varla dagsljós á degi hverjum. Bretland: Grimm örlög ungmenna ENGLAND, AP Margt af því unga fólki sem flyst til Bretlands er nauðbeygt til að selja sig og lúta í öllu vilja glæpamanna sem hjálpa því til landsins, að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem barna- og unglingaverndaryfirvöld í Bretlandi hafa látið gera. Segir í skýrslunni að mörg börn og ung- lingar í London séu misnotuð kyn- ferðis- og fjárhagslega á hverjum degi þar sem löggæsluyfirvöld hafi hvorki getu né mannafla til að takast á við vandamálið. Kem- ur einnig fram að þeim dæmum fari mjög fjölgandi að ungum börnum sé haldið í þrælahaldi við hvers kyns störf sem aðrir fást ekki til. ■ Skattsvik og þjófnaður á strippbúllu – hefur þú séð DV í dag? ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KENNSLA UNDIR BERU LOFTI Ekki var líft í Vogaskóla fyrir hádegi í gær þar sem einhver prakkari úðaði piparúða um alla ganga. Prakkarastrik í Vogaskóla: Piparúði um alla ganga PRAKKARASTRIK Fresta varð kennslu tímabundið í Vogaskóla fyrir hádegi í gær þar sem óprúttnir aðilar gerðu sér leik að því að úða piparúða um ganga skólans. Fundu margir til óþæg- inda í hálsi og augum og var nem- endum gert að fara út meðan slökkvilið ræsti. Að sögn lög- reglu var um að ræða piparúða sem lögregla notar sjálf hér á landi en ekki er heimil sala á slíku efni til einstaklinga hér á landi. Málið er í rannsókn. ■ Tsjetsjenía: Ábyrgð á dauða forseta TSJETSJENÍA, AP Einn skæðasti upp- reisnarmaður Tsjetsjeníu, Sjamil Basajev, hefur lýst ábyrgð á hend- ur sér vegna sprengjunnar sem sprakk á íþróttavelli í landinu og varð forseta landsins að bana. Birtist yfirlýsingin á vefsíðu sam- taka Basajevs og er verknaðurinn kallaður lítill en merkilegur sigur í enn stærri baráttu fyrir sjálf- stæði Tsjetsjeníu. Sprengingin kostaði sex manns lífið auk þess sem tæplega 60 aðrir slösuðust. ■ Sögulegt brúðkaup: Fyrsta samkynhneigða parið giftist í Massachusetts BÍLL BRANN Ofhitnun í vél leiddi til þess að kviknaði í bíl í Nes- kaupstað í gærdag. Enginn slys urðu á fólki en bíllinn er gjör- ónýtur. BÍLAR SKEMMDIR Skemmdar- verk voru unnin á tveimur bílum í Keflavík í fyrrinótt. Þrír dreng- ir náðust og viðurkenndi einn þeirra að hafa valdið skemmdum á öðrum bílnum. Ekki er vitað hverjir stóðu fyrir skemmdar- verkum á hinum bílnum. BÆKLINGUR UM EINELTI Fræðslubæklingi um einelti verður dreift á vinnustaði um land allt. MASSACHUSETTS, AP Fyrsta samkyn- hneigða parið var gefið saman í Massachusetts ríki í Bandaríkjun- um í gær. Yfirvöld í Massachusetts hófu útgáfu giftingarvottorða fyrir samkynhneigða og komust þar með í hóp þeirra sem hafa lögleyft gift- ingar samkynhneigðra. Samkyn- hneigðir mega nú einnig giftast í Hollandi, Belgíu og hluta af Kanada. Hæstiréttur Massachusetts synjaði á föstudag síðustu tilraun íhaldssamra hópa til þess að koma í veg fyrir að giftingar samkyn- hneigðra yrðu gerðar að lögum í ríkinu. Ráðhúsið í Cambridge opnaði á miðnætti til þess að leyfa pörum að fylla út umsóknir um giftingu. Ein- ungis nokkrum klukkutímum seinna hófu dómarar að gefa út und- anþágur frá þriggja daga biðtíma. Meira en 260 pör fylltu út um- sóknir um giftingu. Talið er að meira en 5.000 manns hafi verið saman komin í ráðhúsinu en þar voru einnig vinir og ættingjar par- anna. Þá voru um fimmtán mótmæl- endur á svæðinu. ■ SAMKYNHNEIGÐIR GIFTAST Mikill fjöldi fólks var samankominn í ráðhúsi Cambridge til þess að fagna með pörunum sem gengu í hjónaband. BÍLSPRENGJUÁRÁS Í BAGDAD Bandarískir hermenn á vettvangi bílsprengjuárásar sem meðal annarra kostaði yfirmann framkvæmdaráðs Íraks lífið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.