Fréttablaðið - 18.05.2004, Síða 12
12 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
LÚXUSHREINSUN
Byrjað er að hreinsa upp flak norska flutn-
ingaskipsins Tricolor sem fórst í Ermarsundi
árið 2002 með þúsundir lúxusbifreiða inn-
anborðs. Tveggja ára vera í seltu hefur
breytt bifreiðunum í brakandi ryðhrúgur.
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar Kabúl:
Stór sending af hjúkrunargögnum
HJÁLPARSTARF Magnús Pétursson,
forstjóri Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss, afhenti Hjálparstarfi
kirkjunnar 80 rúm í gær, sem
send verða á sjúkrahús í Kabúl.
Hjálparstarf kirkjunnar stend-
ur nú fyrir því að safna hjúkrunar-
gögnum fyrir sjúkrahúsin í Kabúl
en flogið verður með gögnin á veg-
um utanríkisráðuneytisins í lok
mánaðarins. Þegar hafa safnast
rúmlega hundrað dýnur, kerrur
fyrir fötluð börn, göngugrindur,
hjólastólar og hækjur. Von er á
fæðingarrúmi, skurðarborði,
svæfingavél og fjölda annarra
nýtilegra hjúkrunargagna frá
heilsustofnunum og fyrirtækjum
um allt land. Pharmaco gefur
berkla- og sýklalyf að verðmæti
10 milljónir króna.
Framkvæmdastjóri Hjálpar-
starfsins, Jónas Þ. Þórisson, fer til
Kabúl og afhendir þar systurstofn-
un Hjálparstarfsins, Hjálparstarfi
norsku kirkjunnar, hjálpargögnin
og sér það um að dreifa þeim á
sjúkrahús í borginni. Kirkjan starf-
ar náið með 13 innlendum samtök-
um og hefur átt stóran þátt í að
byggja upp starfsemi þeirra og
þjálfa starfsfólk til þess að veita
neyðar- og þróunarhjálp.
Hjálparstarf kirkjunnar varði
5,4 milljónum til neyðaraðstoðar í
Afganistan í október 2001. Fram-
laginu var þá varið í gegnum ACT-
Alþjóðaneyðarhjálp kirkna. ■
Tvö þúsund án
sumarvinnu
Tvö þúsund námsmenn verða án atvinnu í sumar ef fer sem horfir.
Starfsmenn atvinnumiðlana segja framboð á störfum fara minnkandi.
Atvinnurekendur eru farnir að ráða til skemmri tíma í einu.
SUMARVINNA NÁMSMANNA „Ástandið
mætti vera mun betra þó að það sé
ekki eins slæmt og það var á árun-
um 2000-2001 þegar mjög lítið var í
gangi. Þetta er alltaf sama sagan ár
eftir ár. Það er erfitt að fá sumar-
vinnu og námsfólk hefur á hverju
ári verulegar áhyggjur af því,“ seg-
ir Hanna María Jónsdóttir hjá At-
vinnumiðstöð stúdenta.
Hún segir svipaðan fjölda
stúdenta leita til miðstöðvar-
innar í ár og áður en að störfum
í boði hafi fækkað.
„Störfunum hefur fækkað og
auk þess finnum við fyrir
ákveðinni breytingu sem er sú
að atvinnurekendur eru farnir
að ráða í skemmri tíma, jafnvel
bara í sex til átta vikur. Svo
virðist sem ekki sé farið að ráða
í sumarstörfin fyrr en sá fyrsti
fer í frí og það gerist ekki fyrr
en grunnskólarnir eru búnir í
byrjun júní. Stúdentar byrja því
seinna að vinna en áður og
margir þeirra fá bara vinnu í
skamman tíma,“ segir Hanna
María. Í apríl voru um eða yfir
2.000 manns á skrá hjá atvinnu-
miðstöðinni en í dag eru um
1.200 manns án atvinnu.
Selma Árnadóttir, forstöðu-
maður Vinnumiðlunar ungs fólks,
segir að af þeim 2.600 manns sem
hafi skráð sig þar sé nú hægt að
lofa um 1.400 manns störfum.
Hún segir ástandið vera mjög
svipað því sem var í fyrravor.
„Þegar búið er að úthluta öllum
störfunum er samt fjöldi manns
sem enn vantar atvinnu í sumar.
Ástandið er því ekki nógu gott,“
segir Selma.
Hjá Vinnumiðlun höfuðborg-
arsvæðisins fengust þær upp-
lýsingar að mun betur gengi að
finna sumarstörf fyrir unga
fólkið í ár en í fyrra þar sem
fleiri störf væru í boði nú.
halldora@frettabladid.is
Bretland:
Of þungar
flugvélar
BRETLAND, AP Breska hermála-
ráðuneytið hefur viðurkennt al-
varleg mistök þegar pantaðar
voru 150 nýjar orrustuþotur
sem taka áttu við af eldri vélum
Breta á flugmóðurskipum
þeirra. Mistökin felast í því að
nýju vélarnar, sem framleiddar
eru af Lockheed Martin í
Bandaríkjunum, eru of þungar
til að geta tekið á loft frá
bresku skipunum. Um milljarða
króna er að ræða en ráðuneytið
segir að vandamálið verði leyst
þar sem enn séu átta ár til
stefnu. ■
ÁTÖK Í ÍRAK
Ítalskir hermenn berjast við íraska and-
spyrnumenn sem tóku yfir herstöð Ítala í
suðurhluta Íraks.
Írak:
Átök um
herstöð
NASIRIYAH, AP Átök í suðurhluta
Íraks héldu áfram í gær. Banda-
rískar herflugvélar skutu
sprengjum á borgina Nasiriyah og
er talið að sjö andspyrnumenn
hafi látið lífið.
Andspyrnumennirnir voru
hliðhollir sjítaklerknum Muqtata
al-Sadr og hröktu ítalskar her-
sveitir út úr herstöð í borginni.
Umsátrið um herstöðina hefur
staðið síðan á laugardag og hefur
þegar kostað einn ítalskan her-
mann lífið.
Ítalskir hermenn munu á
næstu vikum taka við stjórn nokk-
urra svæði í suður-Írak af Banda-
ríkjamönnum. ■
Hondúras:
Mannskæð-
ur eldsvoði
SUÐUR-AMERÍKA, AP Tæplega hund-
rað fangar létust í gríðarmiklum
eldsvoða sem braust út í fangelsi í
Hondúras aðfaranótt mánudags
meðan allir fangar voru í fasta
svefni. Er þetta annar slíkur
mannskæður eldsvoði í landinu á
einu ári og hafa yfirvöld fengið
ádrep vegna lélegra eldvarna víð-
ast hvar í fangelsum. ■
SONIA GANDHI
Sigur flokks hennar, Kongressflokksins, í
þingkosningunum á Indlandi fyrir helgi
hefur valdið ólgu á markaðnum.
Indverski
verðbréfamarkaðurinn:
Mesta fall á
einum degi
INDLAND, AP Indverski fjármála-
markaðurinn mátti þola stærsta
hrun sögunnar á einum og sama
deginum í gær. Þá féll verðbréfa-
markaðurinn í Bombay um meira
en 700 stig, eða 15%, áður en hann
rétti sig örlítið við.
Fjárfestar hafa miklar áhyggj-
ur af ástandinu á markaðnum og
getu nýrrar ríkisstjórnar til að
koma á stöðugleika í fjármálum.
Kongressflokkur Soniu Gandhi
vann óvæntan sigur í þingkosn-
ingum sem fram fóru á fimmtu-
dag og hefur það valdið mikilli
ólgu á markaðnum. ■
Spánn:
Fjöldi hryðju-
verkamanna í
landinu
SPÁNN, AP Eftir ítarlega rannsókn
spænskra löggæsluyfirvalda eft-
ir hryðjuverkaárásirnar í Madríd
í mars hefur lögregla fundið 300
manns sem flokkaðir eru sem
hættulegir bókstafstrúarmenn í
landinu. Eru þeir af alls 20 þjóð-
ernum og er gaumgæfilega
fylgst með ferðum hvers og eins.
Telur lögregla að þeir tilheyri um
tólf mismunandi hópum hryðju-
verkamanna sem bíða átekta eft-
ir fyrirskipunum frá yfirboður-
um sínum. ■
Sonia Gandhi setur saman nýja ríkisstjórn:
Tryggði sér stuðning vinstrimanna
SJÚKRAGÖGNIN AFHENT
Magnús Pétursson, forstjóri LSH, afhenti
Hjálparstarfi kirkjunnar 80 sjúkrarúm í gær,
sem send verða á sjúkrahús í Kabúl. Jónas
Þ. Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálpar-
starfs kirkjunnar, tók á móti rúmunum. Á
myndinni er einnig Ingólfur Þórisson,
framkvæmdastjóri tækni og eigna LHS.
INDLAND, AP Allt bendir til að Sonia
Gandhi verði næsti forsætisráð-
herra Indlands, en hún tryggði sér
í gær stuðning samstarfsflokka
Kongressflokks síns og tveggja
vinstriflokka sem skoða nú hvern-
ig aðild þeirra að næstu stjórn
verður. Búist er við að Gandhi fari
á fund A.P.J. Abdul Kalam forseta
í dag og að nýja stjórnin taki við
völdum á miðvikudag.
Sonia fæddist á Ítalíu og
flutti til Indlands árið 1968 þeg-
ar hún giftist Rajiv Gandhi, sem
varð síðar forsætisráðherra
Indlands. Hann var myrtur árið
1991. Ef Sonia verður forsætis-
ráðherra verður hún fjórði með-
limur Nehru-Gandhi fjölskyld-
unnar til að verða pólitískur
leiðtogi Indverja. Tengdamóðir
hennar Indira Gandhi var for-
sætisráðherra á sínum tíma og
faðir Indiru, Jawaharlal Nehru,
var fyrsti leiðtogi Indverja eftir
að landið fékk sjálfstæði frá
Bretum árið 1947.
Þjóðernissinnaðir hindúar eru
margir sagðir andsnúnir því að
Gandhi verði forsætisráðherra og
setja fyrir sig að hún er fædd á
Ítalíu. Einn fyrrverandi ráðherra
hefur hótað að hætta á þingi verði
Gandhi forsætisráðherra og segir
að slíkt yrði þjóðarskömm. ■
MEÐ LEIÐTOGUM KONGRESSFLOKKSINS
Sonia Gandhi samdi um helgina við hefðbundna bandamenn Kongressflokksins og flokka
kommúnista um myndun stjórnar.
MARGIR ÁN SUMARVINNU
Útlit er fyrir að allt að tvö þúsund
námsmenn verði án atvinnu í
sumar. Framboð á störfum fer
minnkandi með hverju árinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Írak:
Taugagas-
sprengja
sprakk
ÍRAK, AP Taugagassprengja sprakk
í Írak í gær með þeim afleiðingum
að flytja þurfti tvo á sjúkrahús en
þetta er í fyrsta sinn sem slík
sprengja finnst í landinu frá upp-
hafi stríðsins. Sprakk hún áður en
sprengjusveit bandarískra her-
manna gat aftengt hana en áhrifin
voru lítið þar sem sprengjan var
greinilega heimasmíðuð. Yfir-
menn bandaríska hersins telja
ekki að þetta þýði að fleiri slíkar
sprengjur séu í landinu. Líklegra
sé að um einstakt tilvik sé að
ræða. ■
Danmörk:
Barna-
níðingur á
von á barni
DANMÖRK Tæplega fertugur maður
sem á yfir höfði sér þungan dóm
fyrir grimmilegar aðfarir að ung-
barni sínu á von á öðru barni sínu á
sama tíma og réttarhöldin yfir hon-
um standa sem hæst. Faðirinn ligg-
ur undir grun um að hafa gengið svo
nærri sex vikna gömlum syni sínum
í ágúst í fyrra að hann hlaut vægan
heilaskaða af og segja læknar lík-
legt að barnið berjist við flogaveiki
og geðveiki þegar frá líður. Nú er
annað barn á leiðinni en kona
mannsins er enn í sambúð með föð-
urnum þrátt fyrir voðaverkið. ■