Fréttablaðið - 18.05.2004, Page 14

Fréttablaðið - 18.05.2004, Page 14
14 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR PÁFINN ELDIST Þessi æðsti yfirmaður kaþólsku kirkjunnar er 84 ára í dag en heilsan hefur versnað til muna undanfarin ár. Yfirmenn kirkjunnar hafa þegar hafið leit að eftirmanni hans. Fjallgöngutíminn hafinn: Gengu á Everest KATMANDU, AP Um sextíu fjall- göngumenn gengu á tind Everest- fjalls um helgina og urðu þar með þeir fyrstu á árinu til að ná á topp- inn. Fjallgöngumenn frá Banda- ríkjunum, Grikklandi, Kanada og Malasíu nýttu sér tækifærið þeg- ar veður lægði og héldu á fjallið. Áður höfðu hvassir vindar komið í veg fyrir að óhætt væri að fara á fjallið og meðal annars feykt bún- aði í burt og valdið skemmdum á tjöldum. Fyrstir á tind 8.850 metra hás fjallsins þetta árið urðu fjórir Bandaríkjamenn og Kanadamað- ur sem komust þangað á laugar- dag í fylgd tveggja Sherpa. Þá setti Sherpinn Appa nýtt met í fjölda gönguferða á þetta hæsta fjall veraldar þegar hann komst í fjórtánda skipti á toppinn. Um 150 fjallgöngumenn eru nú staddir á Everest til þess að freista gæfunnar að komast á tindinn áður en fjallgöngutímabilinu lýkur síð- ar í þessum mánuði. ■ Olíueftirspurn í hámarki Olíuframleiðsla er í hámarki hjá flestum olíuútflutningsríkjum heimsins en þrátt fyrir það held- ur olíuverð áfram að hækka. Flest bendir til að núverandi verð haldist eða hækki næstu misserin. OLÍUVERÐ Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aldrei verið hærra en um þessar mundir og afleiðing- arnar eru fljótar að koma í ljós hjá Vesturlandabúum, sem háðir eru olíu sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir afar hátt verð hafa samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, lýst yfir að framleiðsla verði ekki aukin verulega frá því sem nú er. Þegar bætist við eldfimt ástand í Persaflóanum og skert framleiðslugetu Íraka vegna stríðsátakanna er fátt sem olíusér- fræðingar sjá fyrir sér annað en frekari hækkanir á næstu mánuð- um. Það er margt sem veldur því að hráolíuverð er með hæsta móti. Ein stærsta ástæðan er óvenjulega litlar birgðir Banda- ríkjamanna en þar sem kosning- ar eru í nánd hefur George Bush forseti engan áhuga á að fá þar- lendan almenning á móti sér vegna hækkandi bensínverðs. Þannig mun verð haldast lágt þar áfram þrátt fyrir hækkandi heimsmarkaðsverð. Önnur ástæða er rangir útreikningar stóru olíurisanna en meðal ann- ars hefur hið hollenska Shell við- urkennt tvisvar á þessu ári að olíubirgðir fyrirtækisins séu minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. Aðrir sérfræðingar segja að þrátt fyrir allt saman sé stað- an sú að flest olíuríki séu að dæla upp eins mikilli olíu og hægt er og því sé framleiðsla í hámarki. Vísindamenn segja að enn séu miklar olíulindir í heiminum og enginn skortur þurfi að vera næstu áratugina. Tveir fyrir- varar eru þó gerðir við þær spár. Annars vegar er dagleg olíunotkun á heimsvísu orðin svo mikil að hún jafnast á við daglega framleiðslu, sem þýðir að fáir safna birgðum á meðan. Hins vegar er ekki víst að hægt verði að ná allri þeirri olíu sem í jörðinni er upp með þeirri tækni sem við búum yfir í dag. En afleiðingar hækkandi verðs á olíu eru fljótar að koma við pyngju Vesturlandabúa, jafnvel þó að einkabíllinn sé ekki tekinn með. Flugfargjöld munu hækka þar sem eldsneyti er annar stærsti útgjaldaliður flugfélaga. Kyndingarkostnaður víða mun hækka til muna þó að Íslendingar sleppi vel frá því. Allar stórframkvæmdir verða dýrari en ella var talið og verði olíuverð viðvarandi í kringum það sem nú gerist mun það hafa afleiðingar hér á landi fyrir þau fyrirtæki sem byggja nýtt álver sem og Kárahnjúkavirkjun. Það er Landsvirkjun sem mun bera skarðan hlut frá borði ef olíu- verð helst hátt þar sem verktaki er tryggður gagnvart verk- kaupanda fyrir hækkunum af þessu tagi. albert@frettabladid.is Stjórn Kúvæt: Konur fái kosningarétt KÚVÆT, AP Allt bendir til að konur í Kúvæt fái innan skamms kosninga- rétt og geti boðið sig fram til þings. Frjálslyndir lögfróðir menn hafa lengi viljað gera breytingar á stjórn- arskrá landsins í þessa veru. Æðsti maður landsins, Sheik Jaber Al Ahmed Al Sabah, hefur þegar sam- þykkt lagafrumvarp þessa efnis en þing landsins þarf að staðfesta breytingarnar. Fyrir fimm árum úrskurðaði Al Sabah að konur ættu að hafa þennan rétt en ákvörðun hans kom á tíma þegar þingið var í fríi og var því dæmd ólögleg. Nú er búist við að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. ■ ■ Dagleg olíu- notkun á heimsvísu orðin svo mikil að hún jafnast á við daglega framleiðslu. Rýmingarsala á Laugaveginum 15.-19. maí 30-50% afsláttur af öllum vörum Bjóðum viðskiptavini velkomna í Drangey - Smáralind Drangey flytur alfarið í Smáralind Opið virka daga 11-19 laugardaga 11-18 og sunnudaga 13-18 Líttu á www.drangey.is ÚT MEÐ CASTRO Bush Bandaríkjaforseti telur að harðari stefna gagnvart Kúbu muni skila sér í auknum vinsældum þegar næstu forseta- kosningar fara fram í haust. George Bush: Vill herða tökin á Kúbu KÚBA, AP George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur eyrnamerkt 3,2 milljarða króna til að flýta fyrir breytingum til lýðræðis á Kúbu. Þar með telur hann sig hafa fundið svar við minnkandi vin- sældum sínum heima fyrir og vonast til að auka stuðning við framboð sitt vegna þessa þegar líður að kosningum. Kúba, og þá sérstaklega Fidel Castro, hefur lengi verið þyrnir í augum forset- ans enda Castro verið duglegur að benda á að vitsmunir og George Bush séu tveir ólíkir hlutir og ekki farið í grafgötur með lítið álit sitt á forsetanum bandaríska. ■ BÍLL BRANN TIL KALDRA KOLA Eldri maður slapp ómeiddur þeg- ar kviknaði í bíl hans á Norð- fjarðarvegi á sunnudag. Ekki er vitað um orsök slyssins en málið er í rannsókn. Bílvelta varð á Norðfjarðarvegi á sunnudagskvöldið. Ökumaðurinn, ung stúlka, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt niður 300 metra hlíð. Hún var ein í bílnum og slapp með minniháttar meiðsl. MAÐUR TEKINN MEÐ FÍKNIEFNI Ungur maður var tekinn með tæp tvö grömm af hassi á flugvellin- um á Sauðárkróki á sunnudaginn. Maðurinn var að koma með flugi frá Reykjavík. Efnið var ætlað til eigin nota og er málið að fullu upplýst. BÍLVELTA Á SNÆFELLSNESVEGI Maður slapp með skurð á enni eft- ir bílveltu á Snæfellsnesvegi, rétt austan við Ólafsvík í gær. Öku- maðurinn, sem var einn í bílnum, missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann valt. Bíllinn er talinn vera gjörónýtur. EVEREST-FJALL Fjallgöngutíminn er hafinn og gengu sextíu manns á tindinn um helgina. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VERÐ Á TUNNU AF OLÍU (verðgildi hvers árs) 1861 Olíuæði í Bandaríkjunum 35 kr. 1876 Rússar hefja olíuútflutning 187 kr. 1945 Viðreisn eftir s. heimsstyrjöld 77 kr. 1974 Útflutningsbann Arabaríkjanna 848 kr. 1979 Bylting í Íran 2.199 kr. 1990 Írakar ráðast inn í Kúvæt 1.746 kr. 1998 Efnahagskreppa í Asíu 960 kr. 2004 Staðan í dag 3.009 kr. DJÚPSJÁVARBORUN EFTIR OLÍU Mikill hluti þeirrar olíu sem eftir er í iðrum jarðar er á botni úthafanna og tækni nútímans býður ekki upp á að ná henni upp að svo stöddu. Mið-Austurlönd 65,4% Asía 3,7% Norður Ameríka 4,8% Afríka 7,4% Evrópa 9,3 % Mið- og Suður-Ameríka 9,4% OLÍUBIRGÐIR HEIMSINS VERÐBRÉFAMARKAÐUR Í NEW YORK Hækkandi olíuverð hefur skapað titring víða enda miðast efnahagsspár flestra vest- rænna ríkja við að olíuverð sé stöðugt en ekki í hærri kantinum til lengri tíma litið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.