Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 15
15ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004
HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR
Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarkitekt-
unum Birni Jóhannssyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um
allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta
þann gamla.
Pantaðu tíma í síma 540 6800 og
fáðu faglega ráðgjöf um skipulag
garðsins.
Hellur
steinar
Ráðgjöf landslagsarkitekta
Nú er rétti árstíminn til að
huga að lóðarframkvæmdum
og garðvinnu sem fram-
undan eru.
Fáðu sendan nýjan bækling
okkar um hellur og steina
eða kynntu þér úrvalið á
steypustodin.is
Söludeildin er opin
alla virka daga
frá kl. 8-18
l r
steinar
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
N
M
1
1
9
3
7
/
si
a.
is
Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540 6855 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881
www.steypustodin.is
Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO
Írland:
Sprengjur
finnast
BELFAST, AP Breskir vopnasér-
fræðingar gerðu tvær sprengj-
ur óvirkar í gær. Sprengjurnar
höfðu verið skildar eftir utan
við heimili félaga í stjórnmála-
armi Írska lýðveldishersins,
Sinn Fein.
Talsmenn Sinn Fein kenndu
andstæðingum kaþólikka um að
skilja sprengjurnar eftir undir
bíl mannsins og við hliðina á
húsi hans.
Breska lögreglan tæmdi tugi
nálægra húsa og heilsugæslu-
stöð í nágrenninu meðan her-
menn gerðu sprengjurnar tvær
óvirkar. ■
MORÐINGI VILL KVÆNAST
Yigal Amir, sem situr í lífstíðarfangelsi í
Ísrael vegna morðsins á Yitzhak Rabin, fyrr-
um forsætisráherra landsins, hefur óskað
eftir sérstöku leyfi til að kvænast sinni
heittelskuðu. Dómari mun ákvarða í mál-
inu í næstu viku.
Samþykkt borgarstjórnar um afslátt á stöðumælasektum:
Seinagangur gagnrýndur
BORGARMÁL Ekki hefur enn verið
staðið við samþykkt borgarstjórnar
frá því í nóvember á síðasta ári um
að taka upp 36,6% afslátt á auka-
stöðugjöldum og 22% afslátt á
stöðubrotagjöldum, að sögn Kjart-
ans Magnússonar, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins.
„Það var búið að lofa okkur og
kaupmönnum í miðbænum því að
þessu yrði ýtt í gegn eins fljótt og
hægt væri,“ segir Kjartan. Breyt-
ingin hafi verið samþykkt af sam-
gönguráðherra og hún birt í Stjórn-
artíðindum í janúar. „Ég er hrædd-
ur um að þarna séu menn bara að
draga lappirnar.“
„Það er náttúrlega alveg ljóst að
verslunin í miðbænum hefur verið að
dragast saman,“ segir Kjartan. „Versl-
anirnar eru að flýja og viðskiptavin-
irnir líka.“ Kjartan telur að stöðu-
mælasektir hafi þar ekki minnst að
segja. „Þó að þessi afsláttur skipti
kannski ekki sköpum eru það jákvæð
skilaboð um að verið sé að gera aðstöð-
una vinsamlegri að einhverju leyti.“
Árni Þór Sigurðsson, formaður
samgöngunefndar Reykjavíkur-
borgar, segist ekki vita af hverju
breytingarnar hafi ekki enn gengið í
gegn. Verið sé að athuga málið og
verður niðurstaðan kynnt á borgar-
ráðsfundi á þriðjudag. ■
GÍSLAR
Tveimur rússneskum gíslum var sleppt í gær
eftir að hafa verið haldið föngnum í viku.
Rússneskir gíslar:
Veitt frelsi
ÍRAK, AP Tveimur rússneskum
verkamönnum sem haldið var í gísl-
ingu í Írak um vikuskeið voru frels-
aðir í gær.
Mönnunum tveimur var rænt
þegar ráðist var á bifreið þeirra
nærri Bagdad síðastliðinn þriðju-
dag. Þriðji verkamaðurinn lét lífið í
árásinni. Á sunnudag sjónvarpaði
Al-Jazeera sjónvarpsstöðin mynd-
bandi þar sem gíslarnir tveir virtust
við góða heilsu.
Ekki er vitað hvort lausnargjald
var greitt eða öðrum kröfum mann-
ræningjanna svarað. ■
Breska lögreglan:
Kom í
veg fyrir
stórt rán
LONDON, AP Bresku lögreglunni
tókst í gær að koma í veg fyrir að
gull- og fjármunum að verðmæti
40 milljónir punda væri stolið úr
vöruskemmu á Heathrow-flugvelli.
Gengi þjófa braust í gegnum
gluggahlera á vöruskemmunni og
hótaði starfsfólki með ýmsum
vopnum. Meira en 100 lögreglu-
þjónum sem lágu í leyni tókst þó að
yfirbuga sex ræningjanna. Tveim-
ur tókst að flýja í sendiferðabíl en
hafði annar þeirra einnig verið
handtekinn síðdegis í gær. ■
STÖÐUMÆLIR
Fulltrúi sjálfstæðismanna í borgarstjórn
gagnrýnir að ekki hafi verið staðið við
samþykkt borgarstjórnar um að taka upp
afslátt á stöðumælasektum.
MIKLUBRAUT LOKAÐ
Ökumaður fólksbílsins var fluttur á slysa-
deild vegna eymsla á hálsi og baki.
Enginn slasaðist
alvarlega:
Miklubraut
lokað vegna
áreksturs
LÖGREGLA Kona var flutt á slysa-
deild vegna eymsla í baki og á hálsi
eftir árekstur á Miklubraut í gær.
Steypubíl var ekið aftan á fólksbíl
sem konan ók þannig að bíll hennar
kastaðist á strætisvagn sem var
kyrrstæður á stoppistöð.
Hvorki bílstjóri steypubílsins né
farþegar vagnsins meiddust. Loka
þurfti Miklubrautinni um tíma vegna
árekstursins og myndaðist nokkur
umferðarteppa vegna þess. ■