Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 18
Í flestum löndum hins vestræna
heims hafa verið sett lög eða regl-
ur um eignarhald á fjölmiðlum.
Slíkar reglur eru mismunandi og
fara eftir aðstæðum í hverju landi
fyrir sig en ástæða þess að stjórn-
völd hafa sett slíkar reglur er alls-
staðar hin sama; að treysta lýð-
ræðið, tjáningarfrelsi og frjáls al-
menn skoðanaskipti. Það má ef til
vill segja að það sé vonum seinna
að Íslendingar fylgi fordæmi ann-
arra þjóða, en nú þegar það stend-
ur til er eins og menn hafi algjör-
lega misst sig og öll fagleg um-
ræða hefur orðið undir og vikið
fyrir sannkölluðu fári sem dunið
hefur yfir eftir að fjölmiðlafrum-
varpið var lagt fram. Stóryrði
hafa ekki verið spöruð og fremstir
í flokki hafa einstakir fjölmiðlar
Norðurljósasamsteypunnar farið
og raunar verður ekki annað sagt
en að þeir hafi farið hamförum.
Stjórnarandstaðan var fljót að
grípa málið á lofti og hefur beitt
málþófi á Alþingi, þar sem ein-
stakir þingmenn hafa lesið upp úr
bókum tímunum saman. Af þeirra
hálfu hefur lítið verið um mál-
efnalega umræðu um efni frum-
varpsins.
Nú á dögum er stundum talað
um að fjölmiðlar séu fjórða valdið
í lýðræðisþjóðfélögum. Enginn
ber á móti því að öflugir fjölmiðl-
ar hafa mikið vald og hafa aðstöðu
til þess að hafa mótandi áhrif á al-
menningsálitið. Það er af þeirri
ástæðu sem auðhringar hafa víða í
veröldinni sóst eftir því að ná
eignarhaldi á fjölmiðlum og beita
þeim beint og óbeint í sína þágu.
Ísland er þar ekki undantekning.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt að
erfitt sé fyrir blaðamenn á DV og
Fréttablaðinu og fréttamenn á
Stöð 2 að fjalla faglega og án for-
dóma um lagafrumvarp sem tak-
markar eignarhald að fjölmiðlum
þegar eigendur sömu miðla hafa
lýst því yfir að þeir muni tapa
stórfé ef frumvarpið verður að
lögum og að jafnframt þurfti að
grípa til fjöldauppsagna. Það er
tvímælalaust klókt hjá eigendun-
um að höfða þannig til tilfinninga
og treysta á að þær verði sterkari
rökum í umræðunni. Vafalaust
verður umfjöllun nefndra fjöl-
miðla mæld og vegin síðar og þá
mun örugglega koma í ljós hversu
yfirdrifin hún hefur verið. Allar
aðrar fréttir hafa orðið að víkja
vikum saman og af þeim frétta-
flutningi má öllum vera ljóst að
ekki er fyrir að fara neinu sem
heitir sjálfstæði fréttamanna á
umræddum fjölmiðlum. Ætli það
komi ekki í ljós þegar moldviðrinu
linnir að þeir hafi með frammi-
stöðu sinni sýnt það og sannað
rækilega að full nauðsyn er á því
að Alþingi setji lög um eignarhald
á fjölmiðlum. Raunar virðast
flestir sammála um þörf á slíkri
lagasetningu, jafnvel andstæðing-
ar fyrirliggjandi frumvarps.
Því verður ekki á móti mælt að
Norðurljósasamsteypan er öflug
áróðursmaskína og það er í raun
áhyggjuefni að fjölmiðlar geti
mótað svo almenningsálit með ein-
litum fréttaflutningi eins og raun
ber vitni. Og öll umræða um-
ræddra fjölmiðla hefur einnig
mótast af andúð í garð persónu
forsætisráðherra og endurspeglað
viðhorf eigenda fjölmiðlarisans til
hans. Er það ekki í fyrsta skipti og
áreiðanlega ekki í síðasta skipti
sem umræddir fjölmiðlar og þá
sérstaklega Fréttablaðið ætla að
ráðskast með það hverjir og
hvernig þessu landi er stjórnað.
Steininn tók þó úr þegar rit-
stjóri Fréttablaðsins sem jafn-
framt er stjórnarmaður í Norður-
ljósum, Gunnar Smári Egilsson,
ritaði pistil í blaðið fyrir stuttu og
vitnaði í honum til Ágústínusar
kirkjuföður og líkti ríkisvaldinu
við bófaflokk. Maður hélt raunar
að stóryrði á borð við þessi heyrðu
sögunni til í íslenskum fjölmiðl-
um. Stjórnarmaðurinn í Norður-
ljósum virðist hafa gleymt því að
stærsti eigandi fjölmiðlarisans er
til rannsóknar hjá efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra og að
hann keypti hlut sinn í fyrirtæk-
inu af aðila sem einnig sætti slíkri
rannsókn og fékk á sig þungar
ásakanir. Gunnar Smári Egilsson
hefði átt að hugleiða þessar stað-
reyndir áður en hann setti umrætt
á blað.
Það skal rækilega áréttað hér
að meginregla í íslensku réttar-
kerfi er að allir séu saklausir uns
sekt er sönnuð. En á Íslandi eru
það ekki bófaflokkar sem setja
lög. Það er lýðræðislega og þjóð-
kjörið þing sem það gerir. Þing
sem á sér rætur í meira en 1100
ára sögu þjóðarinnar. Fólkið í
landinu fær tækifæri til þess á
fjögurra ára fresti að velja sér
þing og ríkisstjórn og þar hafa all-
ir jafnan rétt til þess að tjá skoð-
anir með atkvæði sínu. Það eru
hins vegar bófar eða bófaflokkar
sem brjóta lögin. Það ættu lesend-
ur Fréttablaðsins að hafa í huga,
sem og stjórn Norðurljósa þegar
stjórnarmaður í samsteypunni
heldur því fram að það séu bófar
sem setja þessari þjóð lög. ■
Þ ær breytingar sem formenn stjórnarflokkanna gerðu áfjölmiðlafrumvarpinu í gær laga það betur að eignarrétt-arákvæðum stjórnarskrárinnar. Eftir standa efasemdir
um að frumvarpið standist ákvæði stjórnarskrár og mannrétt-
indasáttmála Evrópu um tjáningar- og atvinnufrelsi og hvort
frumvarpið standist bann við aðgangshindrunum í EES-samn-
ingnum. Efasemdir um tilgang frumvarpsins eru enn jafn
gildar: Frumvarpinu virðist fyrst og fremst ætlað að skaða
Norðurljós. Ef ná ætti yfirlýstum tilgangi laganna – að stuðla að
fjölbreytni og fjölræði í íslenskum fjölmiðlum – væru aðrar
leiðir bæði árangursríkari og áhættuminni. Ef frumvarpið
verður að lögum er mikil hætta á að aðgangshindranir í því
dragi úr fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum. Af sömu sökum
hefur Samkeppnisstofnun dregið þá ályktun að frumvarpið
stangist á við inntak samkeppnislaga; að auka samkeppni.
Spurningin um réttmæti frumvarpsins er enn jafn gild: Hefur
ríkisvaldið rétt til þess að takmarka aðgang að ljósvakanum
þegar þar er nóg pláss fyrir alla sem vilja stofna útvarps- eða
sjónvarpsstöðvar? Eru forsendur skömmtunar á útvarpsleyfum
ekki þær að grípa þurfi til skömmtunar vegna þess að eftir-
spurn sé meiri en framboðið? Er þetta frumvarp því í raun ekki
jafn vitlaust og upphaflegar ráðagerðir forsætisráðherra; að af-
nema prentfrelsi og gera útgáfu dagblaða leyfisskylda?
Það var augljóst við undirbúning þessa frumvarps og af mál-
flutningi stjórnarliða framan af umræðunni að hvatinn að baki
lagasetningunni var andúð á tilteknum fjölmiðlum. Ráðherrar
mættu meira að segja upp í pontu á Alþingi og veifuðu dagblöð-
um til sönnunar þess að ríkisvaldið yrði að grípa inn í þróun á
fjölmiðlamarkaði. Grundvallarreglur samfélagsins banna hins
vegar stjórnvöldum að svipta menn málfrelsi og tjáningar-
frelsi. Þetta ójafnvægi á milli langana ráðamanna og þess
ramma sem grundvallarreglur á borð við mannréttindaákvæði
stjónarskrár setja stjórnvöldum hefur skapað þetta skrítna
frumvarp. Það kemur ekki í veg fyrir að þeir sem standa að
Norðurljósum haldi tjáningarfrelsi. Þeir mega gefa út eins
mörg dagblöð og þeir vilja, eins og lengi og þá lystir. Og þeir
mega halda úti sjónvarpsdagskrá næstu fimm árin. Niðurstaða
frumvarpsins er því sú að stjórnvöld ná að skemma eins mikið
fyrir fyrirætlunum þessara eigenda og lögfræðingar stjórnar-
flokkanna þora að mæla með. Dómstólar munu síðan úrskurða
um hvort þessum lögfræðingum hafi tekist að hemja ráðherr-
ana nóg til að lögin standist.
Á meðan búum við við skrítið ástand. Norðurljós mega gefa
út dagblöð og halda úti sjónvarpsdagskrá næstu fimm árin en
Árvakur ekki. Voru öll þessi læti til að ná því markmiði? ■
18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR
MÍN SKOÐUN
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Ótrúlegar fæðingarhríðir geta af sér undarlegt
frumvarp.
Tilgangurinn
týndist á leiðinni
Bófaflokkur Fréttablaðsins
ORÐRÉTT
Hógværð
Að mínu mati er það ekkert skil-
yrði að tekið sé samtímis á laga-
setningu um Ríkisútvarpið og af-
greiðslu á fjölmiðlafrumvarpinu
sem nú liggur fyrir Alþingi.
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri.
Morgunblaðið 17. maí.
Breyttir tímar í Kópavogi
Sú var tíðin að það þótti nánast
niðurlægjandi að búa í kaup-
staðnum Kópavogi. Allavega
þótti það ekki fínt. Bærinn hefur
á undra skjótum tíma breytt um
svip og fengið allt annað álit.
Gunnar I. Birgisson, alþingismaður
og bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Vogar, málgagn sjálfstæðismanna.
Samviskulaus?
Mér finnst afar undarlegt að
þetta komi upp núna þar sem
bréfið er yfir þriggja ára gamalt,
en mest er ég undrandi á við-
brögðum Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur - þau verður hún að
hafa við sína samvisku - ef hún
hefur þá einhverja.
Þröstur Emilsson blaðamaður bregst
við birtingu tölvubréfs sem fór á
milli hans og Stefáns Jóns Hafstein,
en þar er því haldið fram að Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir hafi þegið fé
af athafnamanninum Jóni Ólafssyni
til að fjármagna kosningabaráttu
sína.
DV 17. maí.
Stikkfrí?
Hvers vegna taka menn svona
bréf ekki alvarlega? Hvers
vegna er það svo að menn tala
hér um siðferði og fjármál flokka
og segja að allt sé uppi á borð-
inu og allt liggi ljóst fyrir og
taka svona mál ekki alvarlega
þegar á það er bent.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
á Alþingi um meintan fjárstuðning
Jóns Ólafssonar við Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur.
Morgunblaðið 17. maí.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Það var augljóst við undirbúning þessa frumvarps
og af málflutningi stjórnarliða framan af umræð-
unni að hvatinn að baki lagasetningunni var andúð á til-
teknum fjölmiðlum.
,,
Flokkslínan
Ummæli Steingríms J. Sigfússonar, for-
manns Vinstri grænna, um Davíð Oddsson
á Alþingi í síðustu viku vöktu mikla athygi
og þóttu sýna hve gífurlegur hiti væri í
deilunni um fjölmiðlafrumvarpið. Flestir
áttu von á því að þingmaðurinn mundi
biðjast afsökunar á þeim, enda viður-
kenndi hann að þetta væru stór orð. En nú
er ekki aðeins komið á daginn að hann
ætlar ekki að bakka
með lýsingu sína á
ráðherranum held-
ur eru ummælin
orðin nokkurs konar flokkslína innan
Vinstri grænna. Þannig lýkur Dagur Snær
Sævarsson grein í netmálgagninu Múr-
inn.is með þessum orðum í gær: „Það er
alveg ljóst hver er vanhæfur í þessu máli
og er það forsætisráðherrann sjálfur, Davíð
Oddsson – enda er hann gunga og drusla“.
Nýr í brúnni
Skammt er stórra högga á milli hjá Eim-
skipi. Stutt er síðan eigendaskipti urðu. Í
stað „Kolkrabbans“ kom Björgólfur Guð-
mundsson. Eftir sem áður voru í brúnni
lykilstarfsmenn sem fyrri eigendur höfðu
ráðið. Þar fór frestur í flokki Erlendur Hjalta-
son sem stýrði flutningadeild félagsins, sem
í raun og veru er hið gamla Eimskipafélag.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan Morgun-
blaðið birti grein um Erlend þar sem mikið
lof var á hann borið, hann sagður mikill
Eimskipsmaður, þægilegur í samstarfi, lýð-
ræðislegur stjórnandi og vel liðinn af sam-
starfsmönnum. En þetta dugði greinilega
ekki. Nú hefur Erlendur öllum að óvörum
verið látinn hætta. Við tekur Baldur Guðna-
son, áður forstjóri Sjafnar á Akureyri, sem
sagður er dugmikill kaupsýslumaður. Bald-
ur starfaði fyrir nokkrum árum hjá helsta
keppinaut Eimskipafélagsins, Samskipum.
Tilviljun?
Er þetta tilviljun eða eiga forstjórar sem
vinna hjá Björgólfi Guðmundssyni að fara
varlega þegar Morgunblaðið vill taka við
þá spariviðtöl? Það rifjast upp að aðeins
liðu nokkrar vikur frá því að Morgunblaðið
birti á sínum tíma opnuviðtal við Halldór
Guðmundsson, forstjóra Eddu, þar sem
rætt var um mikla hæfileika hans sem
stjórnanda og framtíðarsýn hans fyrir
félagið, að búið var að segja honum upp
störfum hjá félaginu. Björgólfur er sem
kunnugt er aðaleigandi Eddu.
degitildags@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift
ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Því verður ekki á móti
mælt að Norðurljósa-
samsteypan er öflug áróð-
ursmaskína og það er í raun
áhyggjuefni að fjölmiðlar
geti mótað svo almennings-
álit með einlitum fréttaflutn-
ingi eins og raun ber vitni.
Og öll umræða umræddra
fjölmiðla hefur einnig mót-
ast af andúð í garð persónu
forsætisráðherra og endur-
speglar viðhorf eigenda fjöl-
miðlarisans til hans.
JÚLÍUS HAFSTEIN
FRAMKVÆMDASTJÓRI
UMRÆÐAN
FJÖLMIÐLAR OG
LAGASETNING
,,