Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 18.05.2004, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 2004 ÍBV og Breiðablik leika opnunarleik Lands- bankadeildar kvenna í knattspyrnu í Eyjum í kvöld. Liðin mættust tvisvar á að- eins þremur dögum í deildabikarn- um um síðustu mánaðamót og í þessum tveimur leikjum voru skor- uð 22 mörk, ÍBV skoraði 13 og Breiðabliksliðið 9. ÍBV vann fyrri leikinn 7-4 og seinni leikinn 6-5 en hann var framlengdur undanúr- slitaleikur keppninnar. Hin 18 ára Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu í báðum leikjunum en þær Olga Færseth og Sara Sigurlásdótt- ir voru báðar með tvö mörk fyrir ÍBV. Markahæst hjá Breiðabliki var Greta Mjöll Smúelsdóttir með 3 mörk en þær Silja Þórðardóttir og Erna Björk Sigurðardóttir skor- uðu báðar tvö mörk. ■ FÓTBOLTI Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld klukk- an 20 á Hásteinsvelli í Vestmanna- eyjum með leik ÍBV og Breiða- bliks. Fréttablaðið sló af því til- efni á þráðinn til Jörundur Áka Sveinssonar, sem er fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðs- ins. Hann er á því að fram undan sé skemmtilegt Íslandsmót þar sem miklar líkur séu á því að nýir meistarar verði krýndir þar sem einokun KR og Breiðabliks muni að öllum líkindum ljúka – í bili að minnsta kosti: Mikill liðsstyrkur til ÍBV „Ég á sterklega von á því að ÍBV og Valur muni kljást um Ís- landsmeistaratitilinn. Eyjaliðið hefur fengið til sín mikinn liðs- styrk og hefur verið að færa sig upp á skaftið undanfarin ár – hef- ur bætt sig um eitt og eitt sæti nokkur ár í röð og stóra spurning- in er hvort liðið nái að lyfta sér upp um eitt sæti og hampa titlin- um. Það eru allar forsendur til þess og ég tel ÍBV vera með sterkasta liðið í deildinni. Vals- stelpur munu þó án efa veita þeim harða samkeppni. Þær fengu smjörþefinn af þessu með sigri í bikarkeppninni í sumar og vilja eflaust enn meira. Ég tel þó að KR geti mögulega blandað sér í slaginn en til þess þarf allt að ganga upp hjá liðinu. Breiðablik er töluvert spurning- armerki og ég held að liðið muni ekki blanda sér í neina titlabar- áttu á þessu sumri því þessi þrjú lið sem ég er búinn að nefna eru einfaldlega töluvert sterkari og þá sérstaklega tvö fyrstnefndu. Fyrir neðan verða svo Stjarn- an, FH og Þór/KA/KS sem munu væntanlega reyta stig af hver öðru og ná jafnvel einhverjum óvæntum úrslitum gegn liðunum í toppbaráttunni. Það er nokkuð erfitt svona fyrir fram að meta styrk þessara liða og spá fyrir um röð þeirra í haust. Hins vegar er Fjölnir með slakasta liðið í deild- inni og mun falla niður í 1. deild.“ Þær bestu fara í toppliðin Aðspurður telur Jörundur að þessi skörpu skil milli liðanna í efri hluta deildarinnar og þeim neðri sem einkennt hafa kvennaknattspyrnuna hér á landi í gegnum tíðina, séu enn til stað- ar: „Því miður er það svo og við munum sjá eitthvað af stórum tölum í leikjum sumarsins en vonandi mun það ekki gerast oft. Fyrir nokkrum árum hélt maður að innan fárra ára myndu stóru tölurnar smám saman hverfa en ég get ekki séð að það hafi ræst nægilega vel þótt slíkum leikjum hafi þó óneitanlega fækkað að- eins. Þróunin er oftast þannig að þær stelpur sem standa sig vel og vekja athygli í litlu liðunum ganga í kjölfarið til liðs við þau stóru og þannig er oft um að ræða óbreytt ástand frá ári til árs. Bestu leikmennirnir í litlu liðunum sækja í toppliðin og er það alveg skiljanlegt en ég sé ekki að þetta bil sé eitthvað að minnka að ráði.“ Að mati Jörundar eru leikmenn úr yngri flokkum að skila sér ágætlega: „Þessi kynslóð sem er að koma upp núna er að skila af sér miklu af góðum leikmönnum, nýir leikmenn eru komnir inn í landsliðið sem er að standa sig virkilega vel. Ég vona bara að góðir leikmenn haldi áfram að skila sér í meistaraflokk og sé í raun enga ástæðu til annars,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson að lokum. ■ ■ TALA DAGSINS 22 Nýir meistarar í sumar ÍBV og Valur með sterkustu kvennaliðin að mati Jörundar Áka Sveinssonar. JÖRUNDUR ÁKI SVEINSSON Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Telur að nýir meistarar verði krýndir í sumar. Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld með leik ÍBV og Breiðabliks í Vestmannaeyjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U RÐ U R JÖ KU LL

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.