Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 38

Fréttablaðið - 18.05.2004, Side 38
18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Leikarinn og vöðvabúntið Sylv-ester Stallone hefur höfðað mál gegn framleiðslufyrirtækinu MGM sem og öðrum framleið- endum raunveruleikaþáttarins The Real Rocky sem stendur til að gera. Setja á þáttinn til höfuðs raunveruleikaþættinum The Contender þar sem Stallone er meðframleiðandi og aðalstjarnan. Ástæða málshöfðunarinnar er tengsl þáttarins við persónuna Rocky Balboa sem Stallone lék eft- irminnilega í fimm kvikmyndum hér á árum áður. Stallone er einnig ósáttur við að framleiðendur The Real Rocky hafi reynt að koma í veg fyrir að hann framleiði söng- leik um Rocky og geri sjöttu kvik- myndina um ítalska folann. ■ SYLVESTER STALLONE Stallone fór með hlutverk ítalska hnefaleikakappans Rocky Balboa í fimm kvikmyndum sem nutu mikilla vinsælda hér á árum áður. Stallone er nú aðalstjarna raunveruleikaþátt- arins The Contender. ■ SJÓNVARP ■ TÓNLIST flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.200kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.100kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.100 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 19. – 25. maí VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.000kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og GRÍMSEYJAR 6.000 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 47 19 05 /2 00 4 Fargjald fyrir börn 1 króna! Gildir aðra leiðina fyrir börn að 12 ára aldri, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun (við bætist flugvallarskattur og tryggingagjald, samtals 333 kr.). Stallone vill stöðva Rocky Julia Volkova, annar helmingurrússneska lesbíudúettsins Tatu, er ófrísk. Volkova, sem er 19 ára, á von á barninu í september. Faðirinn heitir Pasha Sidorov. „Ég veit ekki hvort ég mun eignast strák eða stelpu og ég vil ekki vita það strax,“ sagði Volk- ova, sem eitt sinn sagðist ætla að giftast hinum meðlimi Tatu, Len- ina Katina. Tatu skaust upp á sjónarsviðið á síðasta ári með lögum á borð við All the Things She Said. Í mynd- bandi við það lag sjást þær Volk- ova og Katina kyssast heitum kossi. Vakti það mikla athygli víða um heim sem og sviðsframkoma þeirra, sem þótti svæsin í meira lagi. Einnig vakti sveitin athygli fyrir þátttöku sína í Júróvisjón- keppninni á síðasta ári. Að sögn Katina ætla þær stöll- ur að hvíla sig á poppbransanum þar til Volkova er tilbúin til að snúa aftur í sviðsljósið eftir barnsburðinn. ■ Hjónin Gwyneth Paltrow ogChris Martin eignuðust á föstudag stúlku. Hún heitir Apple Blytje Alison Martin og fæddist heilbrigð eftir margra klukku- tíma langar hríðir. Barnið var um 16 merkur og heilsast móður og dóttur vel. „Við erum 900 mílum fyrir ofan tunglið,“ sagði Chris Martin, söngvari Coldplay. „Við viljum koma þökkum á framfæri til allra á spítalanum sem hafa verið okkur frábærir.“ Gwyneth hefur gefið til kynna að hún ætli að draga sig í hlé frá leiklistar- frama sínum til þess að einbeita sér að móðurhlutverk- inu. Móðir hennar, leikkon- an Blythe Dann- er, gerði slíkt hið sama þeg- ar hún eignað- ist Gwyneth. Pabbi hennar var leikstjórinn Bruce Paltrow, en hann lést skyndilega í hitt- eðfyrra eftir hjartaáfall. Það var leikkonunni mikið áfall og dró hún sig talsvert í hlé eftir það. Hjónaband Gwyneth og Chris hefur haft töluverð áhrif á Cold- play og talað er um að aðrir liðs- menn sveitarinnar kalli hana „Yoko“. Þar vitna þeir í þá kenn- ingu að ástarsamband John Lennon og Yoko Ono hafi splundr- að Bítlunum. Hann á víst að hafa lof- að henni að syngja lag á næstu Coldplay-plötu auk þess sem hann eyð- ir öllum frístundum með henni baksviðs fyrir tónleika í stað þess að tengjast hinum í sveitinni. ■ GWYNETH PALTROW Hinir liðsmenn Coldplay kalla hana „Yoko“. CHRIS MARTIN Segist vera 900 mílum fyrir ofan tunglið eftir fæðingu dóttur sinnar. Stelpa hjá Paltrow og Martin TATU Dúettinn vakti mikla athygli fyrir svæsna sviðsframkomu og bersöglar yfirlýsingar. Volkova er hægra megin á myndinni. Volkova á von á barni

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.