Fréttablaðið - 18.05.2004, Síða 46

Fréttablaðið - 18.05.2004, Síða 46
Smekkleysa sm. ehf hefurákveðið að veita Smekkleysu- verðlaunin á ný. Þau voru síðast veitt árið 1987 og eru hugsuð sem viðurkenning fyrir vondan smekk og bruðl á almannafé. Áður hafa Hrafn Gunnlaugsson og Hermann Gunnarsson verið þessara verð- launa aðnjótandi. Að þessu sinni þykir hugmyndi Þjóðminjasafns- ins um að reka brand í Melatorg uppfylla öll skilyrði þessara ann- ars ágætu verðlauna. „Þjóðminjasafn Íslands hefur í hyggju að reisa risavaxna eftir- mynd af Kaldárhöfðasverðinu á Melatorgi samkvæmt fréttum síð- ustu daga. Kaldársverðið er einn af verðmætustu gripum safnsins. Þessi ásetningur getur ekki farið hjá ótalinn, því sér útgáfufyrir- tækið Smekkleysa sm. ehf sér ekki annað fært en að veita enn á ný Smekkleysuverðlaunin. Það er til að kæta smekkleys- ingja nær og fjær að þvílíkt frið- artákn skuli valið til að vekja at- hygli á hinni friðelskandi þjóð, sem þar til nýverið gat einungis hreykt sér af þorskastríðum sem sínum einu stríðum. Og gefur þetta sverð góðan tón fyrir Ísland í samfélagi þjóðanna sem frið- elskandi stríðsveldi með svera svíra,“ segir í tilkynningu frá Smekkleysu. Ástæður verðlaunaafhending- arinnar segir Smekkleysa annars vegar vera að hún minni á fram- kvæmdir í Las Vegas í Nevada og hins vegar að Þjóðminjasafnið hefur nú verið lokað um all langa hríð á meðan staðið hefur yfir ein- hver einkennilegasta byggingar- framkvæmd Íslandssögunnar. Að lokum segir að það sé „von að Smekkleysuverðlaunin haldi áfram að hvetja til dáða, og gott að vita til þess að frændur okkar í Hafursfirði geta alltént huggað sig við að vera ekki alveg einir í heiminum.“ ■ 38 18. maí 2004 ÞRIÐJUDAGUR VERÐLAUN SMEKKLEYSUVERÐLAUNIN VEITT EFTIR 17 ÁRA HLÉ ■ Þjóðminjasafnið talið verðugur viðtakandi. Það var enginn blús í gangi þeg-ar listamaðurinn Tolli bauð Seltirningum í heimsókn á vinnu- stofu sína í Ísbirninum á laugar- daginn, en eins og frægt er orðið kyrjaði Bubbi bróðir hans Ís- bjarnarblús fyrir rúmum 20 árum og setti um leið varanlegt mark sitt á íslenska tónlistarsögu. Tolli sýndi myndir í Ísbirninum og bauð upp á menningardagskrá þar sem Lúðrasveit Seltjarnar- ness gaf tóninn í upphafi dags og Selkórinn tók síðan við. Einar Kárason og Einar Már Guðmunds- son lásu úr bókum og Bubbi tróð upp og flutti meðal annars gamla Ísbjarnarblúsinn. Tilefni boðsins var að fagna fyrirhugaðri uppbyggingu mið- bæjarsvæðis Seltjarnarness og kveðja Ísbjarnarhúsið, sem senn lýkur hlutverki sínu. Tolli hefur verið með vinnustofu þar um nokkurn tíma en þeir bræður eru báðir Seltirningar. Vel á þriðja hundrað manns mættu í menning- arveisluna og kynntu sér í leiðinni fyrirhugaðar framkvæmdir á miðbæjarsvæðinu. ■ GLEÐI TOLLI ■ bauð nágrönnum sínum á Seltjarnar- nesi í heimsókn í Ísbjarnarhúsið á laugar- daginn. Tilgangurinn var að gefa fólki kost á að kveðja húsið, sem brátt mun hverfa. MARGT UM MANNINN Um 300 Seltirningar kíktu í Ísbjarnarhúsið til Tolla á laugardaginn. Brandur ristir Ísland SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI. • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR. • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU. • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. Það fór eins og flesta grunaðiað allir miðar á tónleika Metallica seldust upp á mettíma en það tók aðeins tvær klukku- stundir að moka 15.000 miðum út. Þetta er vitaskuld met í sögu tón- leikahalds á Íslandi þar sem þessi miðafjöldi nægir til þess að fylla Laugardalshöllina í tvígang. Tón- leikahaldarar eru að vonum hæstánægðir með áhugann sem koma gömlu rokkhundanna hefur vakið og hafa sent frá sér frétt þess efnis að meðlimir hljóm- sveitarinnar séu ekki síður hress- ir með eftirspurnina. Þeir munu hafa beðið fyrir bestu kveðjur til Íslands með þeim skilaboðum að þeir hlakki enn frekar til að spila fyrir aðdáendur sína eftir þessar móttökur. Mikil stemning var á öllum útsölustöðum, raðir alla nóttina, bein útsending hjá X-inu sem spilaði Metallica-lög alla nóttina og Mínus, sem mun hita upp fyrir kappana í Egilshöll þann 4. júlí, tróð upp í Síðumúl- anum. Allt fór vel fram og þrátt fyrir kulda var mikið fjör. Allar frekari upplýsingar um tónleik- ana verða birtar á ogvodafone.is þegar nær dregur. Lárétt: 1 þéttbýlisstaðirnir, 6 gruna, 7 sk.st., 8 tveir eins, 9 dvel, 10 brún, 12 á litinn, 14 á himni, 15 á fæti, 16 grastotti, 17 herma eftir, 18 hugarburður. Lóðrétt: 1 flóki, 2 amboð, 3 sólguð, 4 afskipti, 5 askur, 9 hræðsla, 11 fótabún- aður, 13 fiskar, 14 arinn, 17 rykkorn. Lausn: ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ragnheiður Guðnadóttir. Tryggvi Gunnarsson. Hrafn Jökulsson. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 þorpin,6óra,7nó,8ff, 9uni, 10egg, 12 grá, 14ský,15il,16tó,17 apa,18órar. Lóðrétt: 1 þófi,2orf, 3ra,4inngrip, 5 nói,9ugg,11skór, 13álar, 14stó,17ar. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Enginn blús í Ísbirninum NORSKU SVERÐIN Smekkleysa segir gott til þess að vita að frændur okkar í Hafursfirði verði nú ekki einir í heiminum. MELATORGIÐ SKREYTT Hugsanleg útfærsla á sverði í miðju Melatorgs.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.