Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 4
4 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR Fórstu í bíó í vetur? Spurning dagsins í dag: Hefurðu áhyggjur af aukinni verðbólgu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 38% 62% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Ögmundur Jónasson: Rödd þjóðarinnar afgerandi KÖNNUN „Þetta eru afgerandi nið- urstöður,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingmaður Vinstri græn- na, um niðurstöður nýrrar skoð- unarkönnunar um fjölmiðla- frumvarpið og synjunarvald forseta Íslands. „Mín skoðun er sú að ríkisstjórnin á að hlusta á rödd þjóðarinnar sem talar á svona afgerandi hátt til hennar. Viðbrögð þeirra ættu að vera að skjóta þessu umdeilda máli á frest þar sem það er greinilega í óþökk yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.“ Aðspurður um vald forsetans til að neita staðfestingu laga segist Ögmundur eiga samleið með meirihluta Íslendinga. „Sjálfur velkist ég ekki í nokkrum vafa um að forsetinn hefur vald til að skjóta málum til þjóðarinnar. Varðandi hitt hvernig hann eigi að taka á þessu frumvarpi ætla ég hins vegar ekki að tjá mig.“ „Rauða spjaldið var sýnt á Austurvelli í vikunni á fjöl- mennum útifundi. Nú hefur yf- irgnæfandi meirihluti þjóðar- innar hafið þetta kort á loft og ríkisstjórnin á að taka það til greina,“ segir Ögmundur að lok- um. ■ Andstaðan eykst Í lok apríl voru 77 prósent andvíg fjölmiðlafrumvarpinu. Eftir tvær breytingar ríkisstjórnarinnar á því hefur andstaðan aukist í 81 prósent. Meirihluti þjóðarinnar telur forsetann hafa vald til að synja lögum staðfestingar og að hann eigi nota valdið núna. KÖNNUN Andstaða almennings við frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum hefur ekki minnkað eftir breytingar rík- isstjórnarinnar á því heldur hefur hún aukist ef eitthvað er, sam- kvæmt skoðanakönnunum Frétta- blaðsins. Í fyrstu könnun blaðsins um málið, sem gerð var í lok apríl, voru ríflega 77 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg frumvarpinu. Síðan hefur ríkisstjórnin tvisvar gert breytingar á því. Eftir fyrstu breytinguna sýndi skoðanakönnun blaðsins að tæplega 83 prósent væru á móti frumvarpinu og sam- kvæmt skoðanakönnun blaðsins, sem gerð var í gær, eru tæplega 81 prósent á móti því. Munurinn á síðustu tveimur könnunum blaðs- ins er ekki marktækur. Skoðanakönnun blaðsins frá í gær sýnir að andstaðan við frum- varpið er örlítið meiri á meðal kvenna en karla. Rúmlega 83 pró- sent kvenna eru andvíg því en 78 prósent karla. Ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Fólk var einnig spurt út í það hvort það telji að forseti Íslands hafi vald til að staðfesta ekki lög og skjóta þeim með því til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu telur að forsetinn hafi þetta vald eða tæp- lega 87 prósent. Enginn munur er á afstöðu fólks eftir kyni eða bú- setu. Þeim sem telja að forsetinn hafi vald til að synja lögum stað- festingar hefur fjölgað síðustu mánuði því í skoðanakönnun Fréttablaðsins í mars taldi 81 pró- sent forsetann hafa þetta vald. Fréttablaðið spurði einnig að því hvort forsetinn eigi að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin og skjóta þeim þannig til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Mikill meirihluti þjóðarinnar telur að hann eigi að gera það. Af þeim sem tóku af- stöðu segja um 71 prósent að for- setinn eigi að nota þetta vald sitt í fjölmiðlamálinu, en 29 prósent segja að hann eigi ekki að gera það. Athyglisvert er að fleiri kon- ur eru á þessari skoðun en karlar. Um 77 prósent kvenna telja að for- setinn eigi að synja lögunum stað- festingar en tæplega 66 prósent karla. Ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Í könnuninni í gær var hringt í 800 manns og var þeim skipt hlut- fallslega jafnt eftir kyni og búsetu. trausti@frettabladid.is Sigríður Anna Þórðardóttir: Einhliða umfjöllun KÖNNUN Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að niðurstöð- ur könnunarinnar kæmu sér ekki á óvart. „Umræðan í fjölmiðlum og um- fjöllun þeirra um þetta mál hefur verið mjög ein- hliða. Niðurstöð- urnar endurspegla fyrst og fremst þessa einhliða umfjöllun fjölmiðla um málið,“ sagði Sigríður Anna. ■ Össur Skarphéðinsson: Opinber ritskoðun KÖNNUN „Þetta er með ólíkindum mikil andstaða við frumvarpið og það er áberandi að fólk er að herðast í andstöðu sinni. Ég tel að þetta frum- varp snúist í reynd um opin- bera ritskoðun og það er að renna upp fyrir fólki að þarna er með of- beldi verið að skerða grundvallarréttindi manna,“ sagði Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar. Það kom honum ekki á óvart hversu margir töldu að forseti hefði vald til að synja lögum stað- festingar og skjóta þeim til þjóð- aratkvæðis. „En við í Samfylking- unni höfum haft þá stefnu að tjá okkur ekki um hvort forsetinn ætti að beita þessu valdi,“ sagði Össur. ■ Guðjón Arnar Kristjánsson: Skoðun þjóðarinnar KÖNNUN Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, finnst niðurstaða könnunarinnar endurspegla skoðun þjóðarinnar um fjöl- miðlafrumvarpið. „Fólk er far- ið að sjá í gegnum þann mál- flutning meirihlutans að málið sé loksins í höfn og allir séu orðnir á eitt sáttir. Því kemur þessi niðurstaða mér alls ekki á óvart og held að þær sýni að al- menningur er löngu hættur að trúa því að menn séu að vinna verkið af einhverju viti. Einnig held ég að þau orð sem forystu- menn hafa látið falla um forset- ann og vanhæfni hans ýti að- eins undir þá skoðun að forset- inn eigi einmitt að nýta sér það vald sem hann hefur í þessu máli. Hann verður svo auðvitað sjálfur að leggja dóm á þá af- stöðu þegar þar að kemur,“ seg- ir Guðjón. ■ ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir að ríkisstjórninni beri að hlusta á rödd þjóðarinnar sem er afgerandi í and- stöðu sinni við fjölmiðlafrumvarpið. Fylgjandi Andvígur Já Nei Já Nei Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) frumvarpi ríkisstjórnar- innar um takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla? Telur þú að forseti Íslands eigi að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin og skjóta þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu? Telur þú að forseti Íslands hafi vald til að staðfesta ekki lög og skjóta þeim með því til þjóðaratkvæðagreiðslu? 80,5 19,5 80,1% tóku afstöðu 84,6% tóku afstöðu 78,4% tóku afstöðu 86,6 13,4 29,0 71,0 Danmörk: Hryðjuverk hækka leigu DANMÖRK Vegna nýrra laga í Dan- mörku sem sett voru til að auðvelda löggæslumönnum að koma í veg fyrir hryðjuverk munu leigjendur líklega þurfa að greiða hærri húsa- leigu en ella. Er það vegna þess að lögin krefjast þess að eftirlitskerfi séu sett upp í fjöleignahúsum sem leigð eru út og enn fremur þarf að setja upp búnað sem fylgist með og skráir síma og netnotkun leigjenda. Er vonast til að lögregla eigi auð- veldara með eftirlit af öllu tagi þeg- ar slíkur búnaður er kominn hvað víðast og komi þannig í veg fyrir hryðjuverk síðar meir. Leigjendur verða að greiða allan kostnað. ■ Flóttamenn snúa heim: Rak stjórnlaust í biluðu skipi FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Franskar hersveitir björguðu hundruðum líberískra flóttamanna úr biluðu skipi sem rak stjórnlaust úti fyrir vesturströnd Afríku í gær. Komu hersveitirnar með mat og vatn fyrir flóttamennina og drógu síðan skipið að landi á Fílabeinsströndinni. Vél skipsins, sem skráð er í Nígeríu, bilaði á þriðjudag úti fyrir ströndum Fílabeinsstrand- arinnar. Um borð voru 430 flóttamenn og 20 manna áhöfn án matar og vatns. Flóttamenn- irnir voru á leið aftur til Líberíu eftir að hafa verið á flótta frá landinu síðustu fjórtán árin vegna borgarastyrjaldar sem þar hefur geisað. ■ GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON „Niðurstaðan sýnir einfaldlega að fólk er farið að sjá í gegnum málflutning meiri- hlutans“. ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON „Áberandi að fólk er að herðast í andstöðu sinni.“ SIGRÍÐUR ANNA ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Um 71 prósent þjóðarinnar telur að forseti Íslands hafi vald til að synja lögum staðfest- ingar og að hann eigi að nota það til að skjóta fjölmiðlalögunum til þjóðaratkvæða- greiðslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.