Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 55
FÓTBOLTI Nýliðar Keflvíkur eru
komnir á topp Landsbankadeild
karla með fullt hús stiga eftir 3-1
sigur á Íslandsmeisturum KR í
Keflavík í gær. Meistarnir úr
Vesturbænum sitja hins vegar í
fallsæti án stiga eftir tvo fyrstu
leikina.
Keflvíkingar minntust þess í
gær að 40 ár eru liðin síðan félag-
ið varð Íslandsmeistari í fyrsta
skipti og kannski hafi ungu
strákarnir í liðinu smitast af sig-
urgleði Keflvíkinga fyrir 40 árum
því þeir spiluðu eins og meis-
taraefni gegn KR í gær.
Keflavíkurliðið var mörgum
gæðaflokkum ofar en liðið sem
hefur unnið Íslandsmeistara-
titilinn fjórum sinnum á síðustu
fimm árum.
KR-ingar fengu þó drauma-
byrjun þegar Arnar
Gunnlaugsson kom þeim yfir eftir
aðeins þriggja mínútna leik en líkt
og gegn KA í fyrstu umferð missti
hið unga lið Keflavíkur ekki
móðinn og tók fljótlega
frumkvæðið. Langbesti maður
vallarins, Stefán Gíslason, jafnaði
leikinn og staðan var 1–1 í
hálfleik. Scott Ramsey kom síðan
Keflavík yfir með marki beint úr
aukaspyrnu og fékk síðan annað
dauðafæri til að auka muninn en
tókst ekki að skora. Þriðja markið
skoraði hins vegar Hörður
Sveinsson á lokamínútunum og
kórónaði þar með frábæran sigur
nýliðanna á meisturunum.
Réðum ferðinni allan
tímann
Stefán Gíslason, sem var besti
maður vallarins, var að vonum
sáttur í leikslok þegar
Fréttablaðið ræddi við hann.
„Þetta var flottur leikur hjá
okkur og mér fannst við í raun
ráða ferðinni allan tímann. Í
sjálfu sér fannst mér sigurinn
aldrei í neinni hættu þrátt fyrir að
við skyldum lenda undir strax í
byrjun. Við vissum að það væri
lítið sjálfstraust í KR-liðinu og
ákváðum þess vegna að keyra á
þá og það gekk eins og í sögu,
sagði Stefán sem er bjartsýnn á
framhaldið.
„Það er mikið sjálfstraust í
liðinu. Allir vilja fá boltann og
hafa gaman af því sem þeir eru að
gera. Við munum halda áfram að
taka einn leik fyrir í einu en ef við
spilum eins og við spiluðum í
kvöld þá verðum við í topp-
baráttunni. Það er klárt mál,“
sagði Stefán að lokum.
Of margir menn ekki í leik-
formi
Willum Þór Þórsson, þjálfari
KR, var niðurlútur í leikslok og
hafði þetta að segja um leikinn.
„Við mættum mjög góðu liði og
vissum að þetta yrði erfitt. Ég var
sáttur við leik minna manna
framan af en það er bara alltof
dýrt að gefa þeim tvö mörk úr
föstum leikatriðum. Staðan er
þannig að við erum einfaldlega
með of marga menn sem eru ekki
komnir í leikform. Það tekur tíma
að koma mannskapnum í form og
við því er ekkert að gera. Ég tek
það samt skýrt fram að ég er ekki
nota þetta sem afsökun. Þeir sem
eru inni á vellinum hverju sinni
eiga að geta barist og unnið fyrir
stigunum,“ sagði Willum Þór, sem
situr með sitt í níunda sæti deild-
darinnar.
henry@frettabladid.is
43FÖSTUDAGUR 21. maí 2004
Karakter
Keflavíkur
Nýliðar Keflavík unnu KR, 3–1, í gær, sinn annan
sigur í jafnmörgum leikjum eftir að hafa lent undir og
komið til baka. Með sigrinum eru nýliðarnir komnir á
toppinn í Landsbankadeild karla.
notaðir bílarIngvarHelgason
Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is
Komdu í heimsókn til okkar á Sævarhöfða 2
og gerðu góð bílakaup fyrir sumarið.
Sölumenn okkar taka vel á móti þér.
Opið virka daga kl. 9–18 og laugardaga kl. 13–17.
HJÁ INGVARI HELGASYNI
STÓRÚTSALA
Á NOTUÐUM BÍLUM
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
9
6
1
3
Úrslitaeinvígi Minnesota Timberwolves og LA Lakers í Vestudeild NBA í körfubolta:
Risarnir á vesturströndinni hefja slaginn í kvöld
KÖRFUBOLTI Núna eru liðin sex ár
síðan að NBA-titillinn var á Aust-
urströndinni og ljóst að Vestur-
deildin hefur verið mikið mun
sterkari undanfarin ár. Los Angel-
es Lakers og San Antonio Spurs
hafa skipt á milli sín titlinum síðan
árið 1999 og líklegt er að engin
breyting verði þar á í ár.
Margir veðjuðu á að Lakers
myndu hirða titilinn í ár en eftir
slitrótt gengi í vetur urðu þær
raddir háværari að það myndi ekki
takast. Fyrir tímabilið fengu þeir
tvo þrautreynda leikmenn, Karl
Malone og Gary Payton, sem hafa
báðir þráð titilinn og þótti liðið því
sigurstranglegt með allar sínar
stjörnur innanborðs.
Lakers byrjaði úrslitakeppnina
sterkt strax í fyrstu umferð, sló út
Houston Rockets en tapaði svo
fyrstu tveimur leikjunum á móti
San Antonio í undanúrslitum vest-
urdeildarinnar. Í stöðunni 2-0 af-
skrifuðu flestir Lakers, enda að-
eins sjö lið í sögunni sem hafa unn-
ið seríu í úrslitakeppninni eftir að
hafa verið í sömu stöðu. Shaquille
O’Neal og félagar gerðu sér lítið
fyrir og unnu næstu fjögur og
hefndu sín þar með á Spurs sem að
sló liðið út í fyrra. Fáir áttu von á
að Lakers myndu ná að stöðva Tim
Duncan og Tony Parker sem áttu
báðir stórleiki í fyrstu tveimur
leikjum seríunnar en annað kom á
daginn og sigur Lakers staðreynd.
Það verður ekki auðvelt fyrir
Minnesota að fara í gegnum Los
Angeles Lakers, ætli liðið sér alla
leið í úrslitin. Timberwolves vann
að vísu allar viðureignir liðanna í
deildinni en það telur ekki þegar í
úrslitarimmu er komið. Minnesota
á að vísu heimaleikjaréttinn og
gæti því komið á óvart, ef það nær
að byrja sterkt.
Ef stöðva skal hið reynslumikla
lið Lakers verður liðið að finna
leiðir til stoppa Shaquille O’Neal,
en virðist Timberwolves ekki eiga
nægilega sterkan leikmann sem
gæti hugsanlega stöðvað tröllið.
Svo má ekki gleyma Kobe Bryant,
sem er einnig illstöðvanlegur ef sá
gállinn er á honum. Breiddin er
þar að auki meiri Lakers megin á
meðan að Timberwolves keyra á
færri mönnum. Einnig eru slæm
tíðindi fyrir Minnesota-unnendur
að Sam Cassell hefur átt við
meiðsli að stríða en hann er liðinu
mjög mikilvægur.
Það er einna helst að sjálft
Lakers gæti orðið til þess að rimm-
an yrði jöfn. Liðið á til að detta
niður í einhvern furðulegan forar-
pytt og tapað ólíklegustu leikjum.
Ef að þeir mæta með hausinn vel á
skrúfaðan og þá sérstaklega Kobe
Bryant, sem á það til að gleyma
samherjum sínum á köflum, þá eru
fá lið sem standast þeim snúning
Fyrsti leikur í úrslitum vestur-
deildarinnar fer fram í nótt. ■
SKIN OG SKÚRAR SUÐUR MEÐ SJÓ Í GÆR
Á efri myndinni sjást Keflvíkingar fagna einu marka sinna í gær en á neðri myndinni sést
Kristján Finnbogason, fyrirliði KR-inga, sitja niðurlútir eftir annað tap KR-inga í röð.
BRYANT SÁTTUR MEÐ FÉLAGANA
Kobe Bryant fagnar hér ásamt félögum
sínum í LA Lakers eftir sigurinn á Spurs.
KEFLAVÍK–KR 3–1 (1–1)
0–1 Arnar Gunnlaugsson 3.
1–1 Stefán Gíslason 24.
2–1 Scott Ramsey 60.
3–1 Hörður Sveinsson 90.
DÓMARINN
Erlendur Eiríksson Slakur
BESTUR Á VELLINUM
Stefán Gíslason Keflavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–5 (5–2)
Horn 5–3
Aukaspyrnur fengnar 20–10
Rangstæður 6–0
Spjöld (rauð) 1–3 (0–0)
FRÁBÆRIR
Stefán Gíslason Keflavík
MJÖG GÓÐIR
Kristján Örn Sigurðsson KR
GÓÐIR
Stretan Djurovic Keflavík
Haraldur Guðmundsson Keflavík
Scott Ramsey Keflavík
Zoran Daníel Ljubicic Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík
Bjarni Þorsteinsson KR
■ Það sem skipti máli
STAÐAN Í DEILDINNI
Keflavík 2 2 0 0 5–2 6
Fram 2 1 1 0 4–1 4
FH 1 1 0 0 1–0 3
ÍBV 2 0 2 0 2–2 2
Grindavík 2 0 2 0 1–1 2
ÍA 2 0 2 0 1–1 2
Fylkir 1 0 1 0 1–1 1
KA 1 0 0 1 1–2 0
KR 2 0 0 2 1–4 0
Víkingur 1 0 0 1 0–3 0
MARKAHÆSTUR
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram 2
NÆSTU LEIKIR
Víkingur–KA Í kvöld 20:00
Fylkir–FH Á morgun 17:00
Alan Smith, leikmaður
Leeds, er eftirsóttur:
Everton
býður sjö
milljónir
punda
FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildar-
félagið Everton, hefur boðið
Leeds sjö milljónir punda fyrir
sóknarmanninn Alan Smith. Eins
og knattspyrnuáhugamönnum er
kunnugt um féll Leeds á dögunum
úr ensku úrvalsdeildinni og þarf
nauðsynlega að selja leikmenn til
að bæta verulegan morkinn fjár-
hag sinn.
Þetta er ekki fyrsta tilboðið
sem Leeds fær í Alan Smith en
áður hafa bæði Manchester
United og Liverpool boðið í hann
en án árangurs. Þetta allt staðfesti
forstjóri Leeds, Peter Lorrimer,
og bætti við: „Þetta er nýjasta til-
boðið í Alan Smith en við munum
að sjálfsögðu reyna að fá sem
mest fyrir hann.“
Umboðsmaður Alan Smith hef-
ur látið hafa það eftir sér að piltur
vilji helst af öllu ganga til liðs við
Manchester United. ■
M
YN
D
V
ÍK
U
RF
RÉ
TT
IR
M
YN
D
V
ÍK
U
RF
RÉ
TT
IR