Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 8
8 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR SANDSTORMUR Í KÍNA Mikill sandstormur gerði fólki lífið leitt í norðvesturhluta Kína í gær en þeir eru tíð- ir í þessum heimshluta þar sem jarðvegur er afar sendinn á stórum svæðum. Litlar verðbreytingar á grænmeti milli mánuða: Verðmunur mikill milli verslana VERÐKÖNNUN Þrátt fyrir litlar breytingar á meðalverði græn- metis milli mánuðanna apríl og maí mátti í mörgum tilvikum sjá mikinn verðmun milli verslana. Þetta kemur fram í mánaðarlegri verðkönnun Samkeppnisstofn- unnar. Þótt verð á grænmeti og ávöxt- um sé sveiflukennt sem ræðst meðal annars af mörkuðum er- lendis, uppskeru og árstíma hefur verðlagið haldist stöðugt um nokkurt skeið. Helstu lækkanir voru á lárperu og kartöflum sem lækkuðu um tíu prósent að meðal- tali. Rauðlaukur hækkaði um þrettán prósent og eggaldin um tíu prósent að meðaltali . Samkeppnisstofnun vill brýna fyrir neytendum að versla þar sem verðið er lágt því það stuðli að lægra vöruverði. Helsti mun- urinn sé 215 prósenta munur á kartöflum milli verslana. Þar var hæsta verðið 309 kónur en það lægsta 98 krónur. Á grænum vín- berjum var munurinn 167 pró- sent, þar sem þau fengust á verð- bilinu 189-499 kónur á kílóið í apríl. ■ Vanlíðan unglinga algeng á Íslandi Niðurstöður ítarlegrar úttektar á líðan ungmenna í efstu bekkjum grunnskóla benda til þess að þunglyndi og almenn vanlíðan séu algengari en margur heldur. Stúlkum líður undantekningar- lítið mun verr en drengjum. UNGLINGAR Tæplega helmingur allra stúlkna í efstu bekkjum grunnskóla í landinu hefur það á tilfinningunni að þær séu einskis virði, samkvæmt nýrri ítarlegri úttekt á högum og líðan ung- menna á þessum aldri sem fyrir- tækið Rannsóknir og greining hefur staðið að fyrir sveitarfélög- in í landinu. Kemur fram í henni að sjálfsmynd unglingsstúlkna er víða brengluð og sjálfsgagnrýni af þessum toga er mun algengari meðal stúlkna en drengja. „Almennt virðast stúlkur sýna meiri einkenni þunglyndis, kvíða og vanlíðunar, og hafa ekki eins sterka sjálfsmynd og strákar á sama aldri,“ segir Bryndís Björk Ásgeirsdóttir félagsfræðingur, en hún stóð að úttektinni ásamt fjór- um öðrum. „Niðurstöður erlendra rannsókna hafa gefið svipaðan kynjamun til kynna og fram kem- ur hér en að baki þessum tölum eru 3.500 ungmenni hvaðanæva að. Hins vegar breytast þessar tölur ef litið er eingöngu á skóla- göngu. Þar virðist strákum undan- tekningarlítið líða verr en stúlk- unum og brottfall er mun líklegra af þeirra hálfu.“ Margt sláandi kemur fram í út- tektinni varðandi ungmennin á landsvísu en upp úr stendur að stúlk- um virðist almennt líða verr og skiptir þá engu hvort viðkomandi er búsettur í dreifbýli eða þéttbýli. Bryndís segir að svör ungmennanna veki upp margar aðrar spurningar enda sé mörgu ósvarað enn. „Ástæð- ur þess hve sjálfsmatið er lágt eru ekki að öllu ljósar en þó er það svo að umhyggja, eftirlit og aðhald foreldra hefur talsvert um það að segja. Vís- bendingar gefa til kynna að breyting hafi orðið til hins betra hvað þetta varðar undanfarin ár. Vellíðan ung- linganna veltur mikið á stuðningi foreldra og sé hann til staðar minnka verulega líkur á að ungmennin leið- ist á villigötur í lífinu.“ albert@frettabladid.is Björgólfsfeðgar: Brutu ekki lög VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög voru ekki brotin er félag tengt tveimur stjórnarmönnum í Eim- skipafélaginu og Samson, í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Björgólfssonar, keyptu hlut í Eimskipafélaginu. Grunur lék á broti á lögum um innherjaviðskipti þar sem kaupin áttu sér stað sama dag og Eim- skipafélagið átti viðskipti með bréf í Útgerðarfélagi Akureyr- inga, Haraldi Böðvarssyni og Skagstrendingi og rétt fyrir fjár- festingu félagsins í fyrirtæki í Noregi. Kauphöll Íslands vísaði viðskiptunum til Fjármálaeftir- litsins. ■ – hefur þú séð DV í dag? Eyddi tugum milljóna í vonlaust fölsunarmál NEMENDUR Í 9. OG 10 BEKK Könnun hefur leitt í ljós að sjálfsmynd margra á þessum aldri er brengluð og mörgum finnst þeir vera einskis virði. Ungmennin á mynd- inni tengjast ekki greininni sérstaklega. ALMENNT VIRÐAST STÚLKUR SÝNA MEIRI EINKENNI ÞUNG- LYNDIS, KVÍÐA OG VANLÍÐUNAR. Þegar allt kemur til alls finnst mér ég misheppnaður/misheppnuð: strákar 17.5 % stelpur 29.5 % Vildi óska að ég gæti borið meiri virðingu fyrir sjálfum/sjálfri mér: strákar 41.9 % stelpur 60.5 % Stundum finnst mér ég sannarlega vera gagnslaus: strákar 27.7 % stelpur 43.8 % FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! STYRKIR Pokasjóður verslunarinn- ar hefur úthlutað 70 milljónum króna til umhverfis-, mannúðar- og heilbrigðismála, menningar, lista og íþrótta. Húsgull á Húsavík fékk hæsta styrkinn eða sex milljónir króna sem eiga að nýtast til endurreisn- ar landkosta á Hólasandi. Skóg- ræktarfélag Íslands fékk fimm milljóna króna styrk og Land- græðslufélagið við Skarðsheiði fékk fjórar milljónir sem nota á til áframhaldandi uppgræðslu við Hafnarfjall. Pokasjóður, sem fær tekjur sín- ar af sölu plastburðarpoka í versl- unum, hefur í níu ár úthlutað fé til mála sem tengjast almanna- heillum. Sjóðurinn hefur frá upp- hafi úthlutað 370 milljónum króna. Stærstu framlög úr sjóðnum hafa farið til Skógræktarfélags Íslands sem fengið hefur samtals 49,8 milljónir króna. Þá hefur Húsgull fengið 37,6 milljónir króna. 570 umsóknir bárust til sjóðsins í ár og námu óskir um framlög um 600 milljónum króna. ■ Umferðaróhapp á Húsavík Ökuferð end- aði upp í stiga LÖGREGLUMÁL Rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun var lögreglan á Húsavík kölluð út vegna bifreiðar sem hafði keyrt inn á lóð í bænum og hafnað á stiga. Þrír menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús til skoðunar en reynd- ust ekki mikið meiddir. Bifreiðin skemmdist talsvert og var dregin í burtu með krana- bíl. Ökumaður bifreiðarinnar var ölvaður. Annað óhapp varð rúmum klukkutíma seinna þegar bifreið lenti á ljósastaur. Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsinu en reyndist ekki mikið meiddur. Bíll- inn skemmdist talsvert. ■ Flóð í Tajikistan: Fjárhirðar drukkna TAJIKISTAN, AP Fjórir fjárhirðar lét- ust auk rúmlega 2.000 geita og sauðfjár í miklum flóðum í norð- urhluta Tajikistan í gær. Einnig urðu miklar skemmdir á vegum í suðurhluta landsins. Þá eyðilögð- ust flóðvarnargarðar á bökkum tveggja áa. Miklar rigningar sem valda flóðum eru algengar í Tajikistan sem er fátækasta ríkið í fyrrum Sovétríkjunum. ■ /M YN D /A P ÓVÆNT ENDALOK Ölvaður ökumaður ók inn í garð og hafnaði á stiga. EFTIR ÚTHLUTUN STYRKJA Styrkþegar stilltu sér upp eftir úthlutun úr Pokasjóði ásamt stjórn Pokasjóðs og mennta- málaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem var viðstödd úthlutunina. Pokasjóður úthlutar 70 milljónum króna: Húsgull fékk sex milljóna styrk ZUCCHINI Fullorðnir landsmenn borða milli 57 og115 grömm af græn- meti á dag og 35 til 109 grömm af ávöxtum, segir í skýrslum manneldisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.