Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 22
Enn eitt afmælið Í næstu viku fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 75 ára afmæli sínu og er búist við veg- legum hátíðarhöldum af því tilefni. Það er skammt stórra högga á milli því ekki er langt um liðið síðan flokkur- inn tók að sér að halda upp á aldarafmæli heimastjórnar, eins og frægt er orðið. Einn maður mun bera hitann og þungan af afmælishátíð flokksins en það er auðvitað Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Flokks- menn treysta auðvitað engum betur til verksins enda hefur Davíð Oddsson for- maður látið svo ummælt á skemmtunum flokksins að það hafi verið Jón Þorláksson sem réði Kjartan í starf framkvæmdastjóra. Jón var sem kunnugt er fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Hættuleg drottningarviðtöl Eftir óvænt brotthvarf Erlendar Hjaltasonar úr forstjórastóli Eimskips, þar sem hann vék fyrir Baldri Guðnasyni, hafa gárungarn- ir velt því fyrir sér hvort varasamt sé fyrir menn í viðskiptalífinu að fara í drottning- arviðtöl í Morgunblaðinu. Skömmu áður en forstjóraskiptin áttu sér stað birtist mik- ið viðtal við Erlend í Mogganum þar sem meðal annars var rætt um framtíðaráform Eimskips. Ekki er ýkja langt síðan sam- bærilegt viðtal birtist við annan forstjóra sem missti starfið stuttu síðar. Þar átti í hlut Halldór Guðmundsson, forstjóri Eddu Útgáfu, sem vék fyrir Páli Braga Kristjóns- syni. Bæði þessi fyrirtæki eru í eigu Björg- ólfs Guð- mundssonar og menn hafa spurt sig hvort Björgólfi sé eitt- hvað í nöp við drottningarviðtöl í Morgunblaðinu... Ljóst er að átökin um fjölmiðla- frumvarpið hafa tekið sinn toll hjá stjórnarflokkunum. Vissulega má segja að Davíð Oddsson hafi haft sigur í þessu máli og sama er að segja um Halldór Ásgrímsson, sem kaus að standa með stjórnar- samstarfinu og treysta enn frekar það foringjasamstarf sem farið er að verða eitt höfuðeinkenni þess- arar ríkisstjórnar. Það er seigt límið, sem heldur þessum tveimur mönnum saman, og vissulega mun Halldór Ásgrímsson njóta þess þegar þeir víxla hlutverkum – Halldór kominn í forsætisráð- herrastólinn en Davíð stýrimaður á þjóðarskútunni. En sigurinn hefur ekki verið ókeypis og þó ofmælt sé kannski að tala um Pyrrosarsigur þá er ljóst að foringjaveldið í stjórnar- flokkunum mun ekki standa jafn óskorað eftir og það var fyrir þessa rimmu. Báðir hafa leiðtogar stjórnarflokkanna gengið eins langt og þeir frekast gátu gagn- vart baklandi sínu, og mega því ekki við miklum áföllum til viðbót- ar. Það er farið að molna úr undir- stöðum þeirra sem óskoraðra máttarstólpa í flokkum sínum. Þannig hefur fjölmiðlafrum- varpið og sú aðferðafræði sem Davíð Oddsson beitti við að keyra það í gegn gengið nærri mörgum flokksmanni Sjálfstæðisflokksins. Þetta má m.a. sjá af viðbrögðum nafntogaðra sjálfstæðismanna úti í þjóðfélaginu sem bæði hafa mikl- ar efasemdir um hvort hugmynda- fræði frumvarpsins sé yfirhöfuð ásættanleg og einnig hvort máls- meðferðin sé nægjanlega vönduð miðað við það á hve gráu svæði frumvarpið er gagnvart stjórnar- skrá og EES-samningnum. Þegar við þetta bætist að frumvarpið verður ekki skilið öðruvísi – að stórum hluta í það minnsta – en sem liður í sérstökum og illvígum persónulegum þrætum Davíðs sjálfs við fyrirtækið Baug, þá efast menn enn frekar um dóm- greind foringjans og ákvarðanir. Forsætisráðherra hefur vissulega þingflokkinn með sér og þessa þekktu hugmyndafræðinga flokks- ins, menn eins og Hannes Hólm- stein Gissurarson prófessor, en jafnvel þeir þurfa að hafa sig alla við að svara fyrir hugmynda- fræðina. Þannig segir það tals- verða sögu þegar Hannes Hólm- steinn telur sig þurfa að svara ungum frjálshyggjumönnum sér- staklega í viðhafnargreinum í Morgunblaðinu um hvernig það megi vera að frjálshyggjumenn geti stutt frumvarp af þessu tagi. Þegar síðan fleiri umdeild mál bætast við þar sem stjórnsýsla og leiðsögn Davíðs er gagnrýnd sér- staklega, getur komið að því að Davíð Oddsson þurfi að huga sér- staklega að stöðu sinni í flokknum – ekki síst í ljósi þess að hann er sjálfviljugur að stíga úr leiðtoga- sæti ríkisstjórnarinnar til að hleypa Halldóri að, en sú ákvörðun hans hefur sem kunnugt er mælst afar misjafnlega fyrir meðal flokksmanna. Þó er sigur Halldórs trúlega enn brothættari en sigur Davíðs. Í hugum margra framsóknarmanna gekk Halldór Ásgrímsson alltof langt til að verja stjórnarsam- starfið og sætir hann beinlínis „flokkslegri óhlýðni“ sem er nokk- uð sem ekki hefur þekkst lengi í Framsóknarflokknum. Ekki nóg með að Kristinn H. Gunnarsson hafi lagst gegn frumvarpinu og þar með ákvörðun Halldórs, held- ur er borgarstjórnarhluti Fram- sóknarflokksins beinlínis búinn að lýsa yfir vanþóknun á leiðsögn for- mannsins. Halldór er nú þingmað- ur Reykvíkinga og það eru því fólk í hans kjördæmi sem stendur að samykkt borgarstjórnar fyrr í vik- unni gegn fjölmiðlafrumvarpinu. Ekki má heldur gleyma efasemd- um Jónínu Bjartmarz, varafor- manns allsherjarnefndar, sem átti mjög erfitt í þessu máli og fór ekki leynt með það. Þá eru nafntogaðir fræðimenn sem lengi hafa verið tengdir Framsókn yfirlýstir and- stæðingar frumvarpsins og ýmsar flokksdeildir hafa lýst efasemdum líka. Þannig má ætla að einingin um formanninn, sem jafnan er svo einkennandi fyrir framsóknar- menn, sé nú með allra minnsta móti. Í slíkum tilfellum myndi for- maður alla jafna þurfa dálítinn tíma til að byggja upp stuðning á ný og safna liðinu saman til að yfirvinna ágreiningsmál. Hugsan- lega mun Halldór fá sumarið til þess, en horfur eru þó á að sumar- ið kunni að verða Halldóri óvenju erfitt, pólitískt. Ekki einvörðungu mun fjölmiðlafrumvarpið og átök- in í kringum það lifa fram að for- setakosningum í það minnsta – hvort sem Ólafur Ragnar stað- festir frumvarpið eða synjar því – heldur mun nú taka við óhjá- kvæmilegur niðurskurður í ráð- herraliðinu. Þann kaleik getur enginn tekið frá Halldóri, enda kaus hann sjálfur að taka hann og nú er komið að því að teyga hann til botns. Það er nánast óhugsandi að Halldór komist frá því verki án átaka, illsku og óánægju. Allir ráð- herrar flokksins hafa lýst áhuga á að sitja áfram og hver og einn þeirra hefur talsvert til síns máls og á sér öflugt stuðningslið. Að ganga beint inn í slíkan óvina- fagnað eftir fjölmiðlamálið gæti þýtt að flokksleg óhlýðni breyttist í flokkslega uppreisn með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir flokkinn. Það mun því mikið reyna á Halldór í framhaldinu og ljóst að bæði hann og Davíð hafa mikið verk að vinna innanhúss hjá sér – ef þeir ætla sér að vera áfram – þær pólitísku stoðir flokka sinna sem þeir hafa verið hingað til. ■ F yrst þegar fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar var birt naut þaðstuðnings 23 prósenta þjóðarinnar. 77 prósent þeirra sem tóku af-stöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins voru andvíg frumvarpinu. Þegar umræðan um frumvarpið hafði staðið í viku og fyrstu breytingarn- ar á frumvarpinu lágu fyrir var stuðningur við frumvarpið fallinn niður í 17 prósent. 83 prósent þeirra sem gáfu upp afstöðu voru andvíg frumvarp- inu. Á mánudaginn voru síðan kynntar enn nýjar breytingar, meðal annars til að sníða af frumvarpinu það ákvæði sem flestir höfðu talið að stangað- ist á við stjórnarskrá. Eftir það nýtur frumvarpið stuðnings 19,5 prósenta þjóðarinnar. 80,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu eru andvígir frumvarp- inu. Það er því ljóst að andstaðan við þetta frumvarp er mikil – meiri en við flest umdeild mál sem komið hafa upp á undanförnum árum. Hin mikla umræða sem farið hefur fram um frumvarpið hefur ekki dregið úr and- stöðunni heldur fremur aukið hana. Þær breytingar sem hafa verið gerð- ar á frumvarpinu hafa heldur ekki náð að auka trú almennings á málinu. Jafnvel sú ákvörðun að svifta fjölmiðlafyrirtæki ekki þeim leyfum sem þau hafa þegar fengið úthlutað hefur sáralítil áhrif á afstöðu fólks. Stærsti hluti almennings – fjórir af hverjum fimm – er enn og hefur alltaf verið á móti þessu frumvarpi. Og hvernig stendur á því? Líklegasta skýringin er sú að það er augljóst að þetta frumvarp er sprottið af andúð forsætisráðherra á Norðurljósum og aðstandendum þess. Það má varla finna þann þingmann – eða nokkurn annan mann yfirhöfuð – sem hefur talað af sannfæringu fyrir þessu máli. Þrátt fyrir það verður þetta frumvarp að líkindum samþykkt sem lög í dag af naumum meirihluta alþingismanna. Þetta mál er því ekki aðeins efnis- lega vitlaust heldur er undirbúningur þess og afgreiðsla í ríkisstjórn og á Alþingi andstæð hugmyndum venjulegs fólks um lýðræði og eðlilega stjórnarhætti. Með samþykkt þessa frumvarps eru þingmenn að af- skræma lýðræðið. Í Fréttablaðinu í dag er einnig birt niðurstaða könnunar um afstöðu al- mennings til þess hvort forseti Íslands hafi vald til að staðfesta ekki lög og skjóta þeim þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu. 87 prósent þeirra sem taka afstöðu segja forsetann hafa þetta vald. Fréttablaðið spurði sömu spurn- ingar fyrir tveimur mánuðum og þá var 81 prósent landsmanna fylgjandi þessu valdi forsetans. Umræðan um fjölmiðlafrumvarpið hefur því aukið stuðning almennings við málskotsrétt forsetans. Þegar fólk er síðan spurt hvort forseti Íslands eigi að neita að staðfesta fjölmiðlalögin og skjóta þeim í þjóðaratkvæði segist 71 prósent vilja að forsetinn neiti að staðfesta þessi lög – 29 prósent eru andsnúin því. Það er því mikill meirihluti þjóðarinnar fyrir því að forsetinn láti þjóðina sjálfa skera úr um þetta umdeilda mál. Það er líklega flestum illskiljanlegt hvers vegna stjórnarflokkarnir ætla að fara gegn vilja þjóðarinnar í þessu máli. Auðvitað þurfa stjórnvöld stundum að bregðast snöggt við hættuástandi og taka jafnvel óvinsælar ákvarðanir gegn vilja stærsta hluta þjóðarinnar. Þetta mál – lög um tak- mörkun á eignarhaldi fjölmiðla – uppfyllir hins vegar ekki þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir slíkum ákvörðunum. Þetta mál og allur málatil- búningur ríkisstjórnarinnar eru mistök sem auðveldast er að leiðrétta með því að draga frumvarpið til baka. ■ 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Andstaða þjóðarinnar við fjölmiðlafrumvarpið er mikil og staðföst. Þjóðin hafnar frumvarpinu Molnar undan máttarstólpum ORÐRÉTT Spyr sá sem ekki veit Var ekki konungssambandinu slitið 1944? Sigurður Líndal, lagaprófessor, í grein um synjunarvald forseta. Morgunblaðið 20. maí. Allt stjórnarandstöðunni að kenna En í stað þess að koma með mál- efnalegar breytingartillögur eða sambærilegar lausnir á vandan- um, sem allir virðast vera sam- mála um að sé til staðar, þá gríp- ur stjórnarandstaðan til málþófs og endalausrar umræðu um form án tillits til innihalds. Með þessu hefur stjórnarandstaðan gloprað niður upplögðu tækifæri til þess að hafa gagnleg og jákvæð áhrif á lagasetninguna.“ Viðskiptablaðið 19. maí. Baugur og kommarnir Þegar Ísland gekk í Atlantshafs- bandalagið 1949, gerður komm- únistar og nytsamir sakleysingj- ar í slagtogi með þeim allt, sem þeir gátu, til að koma í veg fyrir löglega afgreiðslu málsins og ráku rógsherferð gegn Bjarna Benediktssyni, sem hafði for- göngu um málið. Baugsveldið beitir sér nú af sömu hörku gegn Davíð Oddssyni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson um ástand þjóðmála. Morgunblaðið 20. maí. Rót vandans Gallinn er auðvitað sá að hér tapa menn kosningum en sitja áfram á valdastóli. Valgerður Bjarnadóttir Benedikts- sonar um ástand þjóðmála. Fréttablaðið 20. maí. FRÁ DEGI TIL DAGS Þetta mál er því ekki aðeins efnislega vitlaust heldur er undirbúningur þess og afgreiðsla í ríkis- stjórn og á Alþingi andstæð hugmyndum venjulegs fólks um lýðræði og eðlilega stjórnarhætti. Með samþykkt þessa frumvarps eru þingmenn að afskræma lýðræðið. ,, ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 515 75 00 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG EFTIRKÖST FJÖLMIÐLAFRUMVARPS BIRGIR GUÐMUNDSSON En sigurinn hefur ekki verið ókeypis og þó ofmælt sé kannski að tala um Pyrrosarsigur þá er ljóst að foringjaveldið í stjórnarflokkunum mun ekki standa jafn óskorað eftir og það var fyrir þessa rimmu. ,, degitildags@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.