Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 62
50 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR ...fær Arinbjörn Vilhjálmsson fyrir að stöðva frekari náttúru- spjöll við Þingvallavatn. ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Ámiðvikudaginn afhentimenntamálaráðherra, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, verðlaun í Landskeppni ungra vís- indamanna á Íslandi. Sjö verkefni bárust í keppnina í ár og tvö þeirra hlutu verðlaun. Verðlaunaverk- efnin munu svo taka þátt á Evr- ópukeppni ungra vísindamanna í Dublin 25.-29. september. Þeir sem hlutu verðlaun að þessu sinnu voru Hrafn Þórisson úr Fjölbraut í Ármúla fyrir verk- efnið sitt Áhrif fjölbreytilegs um- hverfis á sköpunargáfu og Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir, Eva Mar- ía Þrastardóttir og Stefán Þór Ey- steinsson úr Verkmenntaskóla Austurlands fyrir verkefnið Hasskötturinn. „Hugmyndin að hasskettinum kom frá föður Evu Maríu,“ segir Stefán Þór en verkefnið þeirra snerist um hvort hægt sé að þjálfa ketti til að leita eftir lykt. „Þeir eru minni og liðugari og örugglega ódýrari í rekstri en hundar og flest- ir kattareigendur tala um að þeir séu með mjög gott lyktarskyn. Við fengum tvo kettlinga og höfum unn- ið með þá í tvo mánuði til að athuga hvort kettir geti fundið te og það hefur gengið ágætlega. Þeir hlýða á meðan þeir fá rækjur í verðlaun. Seinna var okkur sagt að það væri hægt að nota aðrar tegundir sem hafa betra lyktarskyn, eins og síam- sketti og oriental en við erum bara með venjulega sveitaketti.“ Stefán segir að þau muni ör- ugglega halda áfram að þjálfa kettina fyrst þau unnu keppnina, og jafnvel prófa nýjar breytur í rannsókninni. ■ Áherslur þingmanna á hinu háaAlþingi eru greinilega mis- munandi. Á netinu er hægt að fylgjast með starfi þeirra gegn- um heimasíðurnar og er þar marga gullmolana að finna. Á heimasíðu Dagnýjar Jónsdóttur kemur í ljós að hennar hjartans mál þessa dag- ana eru bólgu- eyðandi lyf. Kol- brún Halldórs- dóttir er á jákvæðu nótunum að fjalla um ein- kenni góðs þjóðleikhússtjóra. Já- kvæðasta innleggið kemur þó frá Hjálmari Árnasyni þar sem hann upplýsir að víst geti þingmenn allra flokka unnið saman, þó svo að frekar sé tekið eftir þegar slær í brýnu á milli manna. VÍSINDAMENN FRAMTÍÐARINNAR Tvö verkefni voru verðlaunuð í Landskeppni ungra vísindamanna. Þeir sem standa að verkefnunum fara á Evrópukeppni í Dublin í haust.VERÐLAUN LANDSKEPPNI UNGRA VÍS- INDAMANNA Á ÍSLANDI ■ Nemar úr Fjölbraut í Ármúla og Verk- menntaskóla Austurlands fengu verðlaun. Eru hasskettir framtíðin? Lárétt: 1 búk, 6 skýra frá, 7 kyrrð, 8 tveir eins, 9 þrumuguð, 10 ábreiður, 12 dugleg, 14 augnhár, 15 rykkorn, 16 hvíldist, 17 konungur fugla, 18 fyrrum. Lóðrétt: 1 málm, 2 gera gælur við, 3 stöng, 4 deyr úr kulda, 5 söngsveit, 9 á húsum, 11 andvari, 13 óska, 14 á litinn, 17 hvatur. Lausn: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1skrokk,6tjá,7ró,8áá,9þór, 10lök,12kná,14brá,15ar, 16lá, 17örn,18áður. Lóðrétt: 1stál,2kjá,3rá,4króknar, 5kór, 9þök,11gráð, 13árna,14blá, 17ör. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Manmohan Singh. 69. Arnór Atlason. Hvað einkennir sögurnar í árer tíðarandi sagnaumhverfis og áberandi hvað horft er aftur í tímann,“ segir Kristinn Kristjáns- son, foringi Hins íslenska glæpa- félags. Glæpafélagið skipuleggur í ár bókmenntaverðlaun Norður- landa, Glerlykilinn, sem afhentur verður höfundi bestu norrænu glæpasögu síðasta árs í Norræna húsinu klukkan 15. Glæpasögur frá öllum Norður- löndunum eru tilnefndar og hafa íslendingar titil að verja því Arn- aldur Indriðason hefur tvívegis unnið til lykilinn. Fyrst fyrir Mýr- ina árið 2002 og svo fyrir Grafar- þögn í fyrra. Í þetta sinn er það bók Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargáta sem tilnefnd er fyr- ir okkar hönd. „Þetta eru sögulegar sögur og spanna þrjár þeirra tímabilið frá 17. og fram til 20. aldar. Hin ís- lenska Flateyjargata gerist í kringum 1960, sú danska gerist á heimsstyrjaldarárunum, en norska bókin rekur sögu frá 17. öld. Sænsku og finnsku bækurnar eiga sér stað í nútímanum. Í raun er niðurstaðan afar spennandi en um leið sérkennileg. Ekki veit ég hvernig á þessu stendur, en er sannfærður um að tilnefningar grundvallast ekki á fyrrgreindu tímaflakki.“ Þetta er í fyrsta skipti sem at- höfnin fer fram hér á landi og jafnframt í fyrsta skipti sem allir tilnefndir höfundar eru viðstaddir þennan árlega viðburð. „Þarna fær fólk því tækifæri til að sjá og heyra í höfundunum sjálfum í Norræna húsinu. Það er gaman að það skuli gerast í Íslandi að allir tilnefndir höfundar sjá sér fært að koma saman.“ Í kjölfar verðlaunaafhending- ar munu höfundar allir stíga á svið og lesa valda kafla úr verk- um sínum á móðurmálinu og spjalla um höfundarverk sín. Með verðlaunaafhendingunni hefst tveggja daga glæpasagnaráð- stefna sem Hið íslenska glæpafé- lag stendur fyrir á Flúðum í sam- vinnu við Skandinavíska krimila- sallskapet, þar sem fjölbreytt safn fyrirlestra verður í boði. Að- gangur að afhendingu Glerlykils- ins í Norræna húsinu sem og að- gangur að fyrirlestrum og tengd- um atburðum er ókeypis öllum áhugasömum um glæpasagna- menningu og bókmenntir. ■ Glerlykillinn afhentur ■ FÓLK Í FRÉTTUM KRISTINN KRISTJÁNSSON Hið íslenska glæpafélag verður á stjái um helgina. Í stað þess að standa fyrir glæpaverkum er meira rætt um glæpasögur. ARNALDUR INDRIÐASON Bettý var ekki tilnefnd fyrir Íslands hönd þetta árið en Arnaldur hefur hlotið Glerlykilinn tvö síðastliðin ár. VERÐLAUN HIÐ ÍSLENSKA GLÆPAFÉLAG ■ býður til bókmenntaverðlauna Norðurlanda í Norræna húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.