Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 94 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 46 stk. Heilsa 7 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 9 stk. Tómstundir & ferðir 15 stk. Húsnæði 21 stk. Atvinna 11 stk. Tilkynningar 5 stk. Kvenfatnaður í miklu úrvali NÝJAR VÖRUR DAGLEGA! NÝBÝLAVEGUR 12. KOPAVOGUR. SÍMI 554 4433 Opnunartími virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Ítalskir stólar BLS. 6 Góðan dag! Í dag er föstudagurinn 21. maí, 142. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.53 13.24 22.58 Akureyri 3.14 13.09 23.07 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Ég á eiginlega allt of mikið af skóm,“ segir Yesmin Olsson dansari, en hún þarf að hugsa sig nokkuð um þegar hún er spurð um uppá- haldsskóna sína nú í upphafi sumars. „Ég get nefnt bleiku Puma-skóna mína, þar sem ég get sagt að þeir séu dæmigerðir skór fyrir mig. Ég geng mikið í strigaskóm og uppá- haldsliturinn minn er bleikur.“ Það kemur ekki á óvart að Yesmin vilji helst þægilega skó, en hún eyðir mestum hluta dagsins við danskennslu eða sem einkaþjálfari í líkamsrækt þar sem ekki er möguleiki að tipla um á bandaskóm eða risa- hælum. „Þess vegna geng ég mjög mikið í gulu strigaskónum mínum eða bleiku Puma- skónum í vinnunni,“ segir Yesmin hlæjandi , en þessa dagana er hún einnig á fullu við undirbúning fyrir Ungfrú Ísland-keppnina og hefur lítinn tíma til að slappa af. Yesmin er þessa dagana mjög hrifin af skóm sem eru „funky“, litríkir og þægilegir. „Ég á líka mikið af fötum og hef gaman af að versla. Yfirleitt kaupi ég mér föt í eX í Kringlunni. Allt annað kaupi ég erlendis.“ ■ Uppáhaldsskórnir: Litríkir og þægilegir matur@frettabladid.is Hollustukex úr haframjöli og spelti er nýkomið á markað. Það heitir Fruit Break og fæst með tvenns konar bragði, eftir fylling- um. Annars vegar er það fyllt með eplum og hins vegar hind- berjum. Pakkarnir innihalda af- langar kökur sem hver og ein er inn- pökkuð. Kökurnar eru laus- ar við sætuefni en eru þó gómsætar vegna ávaxtafyllingar- innar og einnig er í þeim örlítill kanill. Kexið fæst í Yggdrasil, Hag- kaupum og Fjarðarkaupum. 60% saltkjötssýna innihéldu of mikil nítrít í könnun sem gerð var í febrúar og mars. Tekin voru 49 sýni af kjöti og þar af voru 28 saltkjötssýni. Saltmagn í þeim vörum sem sýni voru tekin úr var frá 2,6 grömmum til 7,4 gramma í 100 grömmum af vöru. Ekkert hámarksgildi er fyrir salt í matvæl- um en samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar ætti neysla á salti ekki að yfir fimm grömm á dag. Framleiðendur þess saltkjöts sem greindist með nítrít yfir leyfilegum hámarksgildum hafa stöðvað dreifingu á viðkomandi vörum og eru að endur- skoða framleiðslu- ferla. Heilbrigðiseftir- lit sveitarfélaga mun fylgjast með þeim úr- bótum sem framleið- endur gera. Leirvörur á ekki að nota undir matvæli nema fullvíst sé að þær séu ætlaðar til þess, segir í ábendingu frá Umhverfis- stofnun. Ástæðan er sú að fjöl- skylda í Svíþjóð fékk alvarlega blýmengun eftir að hafa drukkið appelsínusafa úr leirkrukku. Leir- krukkan var keypt í Grikklandi. Þetta er í annað skiptið á þessu ári, svo vitað sé til, sem alvarleg blýeitrun kemur upp í Svíþjóð sem rekja má til leirvöru frá Grikklandi. Við rannsókn kom í ljós að leirkrukkan sem um ræðir gaf frá sér um 300 mg í lítra. Há- marksgildi fyrir flæði blýs úr leir- vörum er 4 mg í lítra samkvæmt reglugerð. Blý getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi og meltingar- veg. Auk þess getur það leitt til blóðleysis. Fóstur og lítil börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir blýi. Yesmin er sérstaklega hrifin af litríkum skóm þessa dagana. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu FYRIR MATINN Landsins mesta úrval af bátum, utan- borðsmótorum og bátavörum. Vélasal- an ehf., Ánanaustum 1. S. 580 5300. www.velasalan.is A.th. sumaropnun til kl. 18.00. Til sölu Coleman Taos árg. 2002. Gott hús, gasmiðstöð, fortjaldsskyggni. Verð 780.000. Uppl. í s. 898 1177. Fyrirtæki-Húsfélög fl. Sláttur, umhirða, plöntun & hellulagnir. Garðaþjónustan Björk s. 899 7679. Jó- hann Pálmason, skrúðgarðyrkjufræð- ingur. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Prag er rík borg bæði af sögu og menningu. Ung listræn ís- lensk kona lagði leið sína til Prag fyrir fimm árum, féll flöt fyrir borginni og kristalnum og kom ekki tómhent heim. Þessi fallega kristalskróna kom til Íslands undir armi eiganda síns ósamsett og tók tímana tvo að koma henni saman og loks yfir borðstofuborðið. „Kristalsbúðirnar eru á hverju strái í Prag og það var erfitt að velja ljósakrónu úr allri flórunni. Þessi varð loks fyrir valinu þar sem hún er passlega stór og hún er líka nútímalegri en margar klassísku tékknesku ljósakrón- urnar.“ Tékkneska krónan sómir sér vel yfir portúgölsku við- arborði, ekki síst núna þegar barokkáhrif eru vinsæl í hönnun heimila. ■ Ljósin í bænum: Tók tímana tvo að koma ljósakrónunni saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.