Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 46
21. maí 2004 FÖSTUDAGUR
<< TROY
Internet Movie Database - 7.1 /10
Rottentomatoes.com - 59% = Rotin
Metacritic.com - 52 /100
Entertainment Weekly - C
Los Angeles Times - 2 1/2 stjarna
(af fimm)
SPARTAN >>
Internet Movie Database - 7.4 /10
Rottentomatoes.com - 65% = Fersk
Metacritic.com - 56 /100
Entertainment Weekly - C+
Los Angeles Time - 2 stjörnur (af fimm)
<< ELLA ENCHANTED
Internet Movie Database - 6.4 /10
Rottentomatoes.com - 47% = Rotin
Metacritic.com - 52 /100
Entertainment Weekly - B+
Los Angeles Time - 2 stjörnur (af fimm)
DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM
■ FRUMSÝNDAR UM HELGINA
BJARNI TÖFRAMAÐUR
Hefur haft það að lifibrauði síðasta árið að skemmta. Er í sýningu á Broadway sem heitir Le Sing auk þess sem hann kemur fram í brúð-
kaupum og á árshátíðum.
Fyndnasti
maður Íslands?
Gamansýningar ImprovIceland á Hótel Nordica
gengu vonum framar. Sá sem
kom eflaust mest á óvart á sýn-
ingunni var kynnirinn, Bjarni
Baldvinsson eða Bjarni töfra-
maður eins og hann kallar sig,
sem stal senunni á milli útlend-
inganna þegar tækifæri gafst.
Hann skemmti með ýmsum
hætti, með gítarspili og söng,
vitrænum bröndurum og óborg-
anlegri senu með gamaldags
hjólalúðri.
Það er góð ástæða fyrir því
að grínarinn styðst við
sviðsnafnið Bjarni töframaður.
Hann starfar nefnilega sem slík-
ur og rekur m.a. stærðarinnar
járnblöð í gegnum félaga sinn
Pétur Pókus reglulega. „Grínið
kom eiginlega á eftir töfra-
brögðunum,“ segir Bjarni. „Vin-
ur minn var skráður í keppnina
fyndnasti maður Íslands en
þorði svo ekki að fara. Hann
sendi mig í staðinn og ég hafði
svo gaman af þessu að ég ákvað
að halda áfram.“
Þá fékk Bjarni aðeins fimm
klukkustundir til þess að undir-
búa sig og var sleginn út í fyrstu
tilraun. Árið eftir tók hann aftur
þátt og lenti í öðru sæti.
Í atriði Bjarna styðst hann
mikið við kassagítarinn. Hann
er fáranlega fær spilari og
söngvari og er gæddur þeirri
snilldargáfu að geta blandað
saman lögum á frumlegan hátt.
Þá tekur hann frægt lag og
frægan texta úr öðru lagi og
gerir að einu. Einnig virðist
hann geta snarað textum laga
yfir á önnur tungumál án þess
að blikka augunum... tja, nema
þegar kemur að þýskunni.
Kímni Bjarna getur verið það
vitræn á köflum að salurinn
þurfti stundum smá aðlögunar-
tíma áður en ljósin kviknuðu í
kollinum á þeim. „Stundum
verður maður að segja eitthvað
fyndið fyrir sjálfan sig til þess
að ná upp sjálfstraustinu. Þá
kemst maður betur á flug. Mað-
ur verður líka að lesa salinn, ef
einn brandari virkar ekki verð-
ur maður að færa sig yfir í eitt-
hvað annað. Þetta er smá línu-
dans.“
Uppistandi Bjarna á milli at-
riða var það vel tekið að nú
blasa frekari tækifæri við, geti
hann snarað atriði sínu yfir á
ensku. „Þessir kappar vilja ólm-
ir fá mig út til þess að skemmta
með þeim,“ segir hann um Pablo
og félaga. „Ég segi ekki nei við
því. Það á að hjálpa mér að kom-
ast að á Montreal-grínhátíðinni.
Einnig er töframannastaður í
Los Angeles þar sem búið er að
bjóða mér að halda fyrirlestur
og sýningar.“ ■
SPAUG
BJARNI TÖFRAMAÐUR
■ Var kynnir á sýningu Pablo Francisco
og félaga á Nordica Hótel og sló í gegn.
Fær tækifæri til þess að reyna fyrir sér úti
í kjölfarið.