Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 56
■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Norski kirkjukórinn Sofiemyr kirkekor syngur á tónleikum í Selfoss- kirkju ásamt Kirkjukór Selfoss.  20.30 Karlakór Eyjafjarðar heldur tónleika í Akureyrarkirkju. Haraldur Hauksson, Jónas Þór Jónasson, Stefán Birgisson, Þór Sigurðsson og Petra B. Pálsdóttir syngja einsöng. Daníel Þor- steinsson leikur með á píanó, Birgir Karlsson á gítar, Eiríkur Bóasson á bassa og Rafn Sveinsson á trommur. Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir.  21.00 Viva vox, kammerkór dóm- kirkjunnar í Helsinki, tónleika í Skálholts- kirkju. Stjórnandi er Seppo Murto en hann er dómorganisti í Helsinki. 44 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR Mig langaði til að byrja tón-leikana hér á því að syngja og leyfa okkur að upplifa eitt af stærstu og mestu tónskáldum Rússlands, Mússorgskí,“ segir Olga Borodina, mezzósópran, sem söng í Háskólabíói með Sin- fóníuhljómsveit Íslands á mið- vikudagskvöldið. Seinni tón- leikar hennar verða á sama stað síðdegis á morgun. „Ég er að koma hingað til Ís- lands í fyrsta skipti sem rúss- nesk söngkona, og þess vegna finnst mér sérstaklega mikil- vægt að syngja hér rússneska tónlist.“ Olga er ein allra eftirsóttasta mezzósópransöngkona heims. Hún kom hingað á þriðjudaginn beint frá New York, þar sem hún hafði sungið á tvennum tónleik- um. Annars vegar einsöngstón- leika með píanóundirleik og hins vegar tónleikar í Metropolitan- óperunni með hljómsveit undir stjórn James Levine. Héðan heldur hún til Ítalíu strax á sunnudaginn þar sem hún á að syngja á La Scala, þannig að dvöl hennar hér er að- eins millilending á milli fræg- ustu óperuhúsa heims. „Ég er óperusöngkona og ferð- ast þess vegna mikið á milli óp- eruhúsa eins og óperusöngvarar gera. En inn á milli held ég alltaf reglulega tónleika og mér finnst það skipta miklu máli fyrir mig, bæði til þess að halda áfram að þróast á báðum sviðum og geta ráðið yfir mismunandi stílum, og svo auðvitað líka til að fá tæki- færi til að syngja annars konar tónlist en bara óperutónlist.“ Hún flytur hér efnisskrá með verkum eftir Mussorgskí fyrir hlé, en eftir hlé syngur hún ýms- ar óperuaríur. Efnisskráin er ein af nokkrum sem hún hefur æft til flutnings, en segist skipta reglulega um efnisskrá til þess að sér leiðist ekki. Borodina var lengi stjarna Kirov-óperunnar í Rússlandi. Á tónleikunum í Háskólabíói stjórnar Alexander Vedernikov hljómsveitinni, en hann er tónlistarstjóri Bolshoj-óperunn- ar í Moskvu. ■ Millilending óperustjörnunnar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 18 19 20 21 22 23 24 Föstudagur MAÍ ■ SKEMMTUN Tónlistartorg Listahátíðar í Kringlunni Dagskrá í dag kl. 17 Ég hef taktinn Jazzkvartett Reykjavíkur; Sigurður Flosason, Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einarsson og Gunnlaugur Briem. Ert þú búinn að skora á forsetann? a s k o r u n . i s Velja eingöngu íslenskt Við erum tveir leiklistar-nemar og þrír fyrrverandi Sóldaggarmeðlimir sem sett- um saman band sem sérhæfir sig í íslenskri eighties og nineties músík,“ segir Halli, annar söngvara í stuðhljóm- sveitinni Hollívúdd, sem ætlar að troða upp á Gauknum í kvöld. Hinn leiklistarneminn heitir Gói, sem söng í Grease og syngur í Hárinu í sumar, en úr Sóldögg koma þeir Jónsi, Baddi og Gunni. Einnig spilar með þeim á hljómborð Leifur nokkur, sem er tónlistarnemi. „Við Gói syngjum báðir og erum að leika ýmsa dúetta, eins og Siggu Beinteins og Grétar, Eirík Hauks og Helgu Möller og fleiri góða frá þess- um tíma,“ segir Halli. Hljómsveitin Sóldögg er lögst í dvala, um stundarsakir að minnsta kosti, en þeir félagar í Hollívúdd stefna á að spila víða í sumar. ■ HLJÓMSVEITIN HOLLÍVÚDD Spilar eingöngu íslensk stuðlög frá níunda og tíunda áratugnum. Verður í kvöld á Gauknum. OLGA BORODINA Seinni tónleikar hennar með Sinfóníuhljómsveitinni verða í Háskólabíói síðdegis á morgun. ■ TÓNLEIKAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.