Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 13
■ Evrópa 13FÖSTUDAGUR 21. maí 2004 ÁRNI MAGNÚSSON FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA 44 styrkir hafa verið veittir til atvinnumála kvenna víðs vegar um landið. Atvinnumál kvenna: Ráðherra veitir styrki STYRKIR Félagsmálaráðherra hefur í ár veitt 44 styrki til atvinnumála kvenna víðs vegar um landið. Styrkirnir nema á bilinu 150–750 þúsund króna. Mikill áhugi virðist vera á verkefninu því ráðu- neytinu bárust alls 178 umsóknir. Tilgangur styrkveitinganna í ár var fjórþættur. Í fyrsta lagi sem vinnumarkaðsaðgerð til að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna, í öðru lagi til að viðhalda byggð um landið, í þriðja lagi til að auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og í fjórða lagi til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Hluta fjárins var varið í verkefni á svæðum þar sem atvinnulíf er einhæft og hlutfall atvinnuleysis er hátt. Styrkir til atvinnumála kvenna hafa verið veittir frá ár- inu 1991 og eru aðallega veittir til þeirra sem eru með nýsköpunar- verkefni í huga. Árlega er veittar til verkefnisins 20–25 milljónir sem skiptast á 40–50 styrki. ■ BIÐST AFSÖKUNAR Joseph Deiss, forseti Sviss, hefur beðið Rússa afsökunar á árekstri tveggja flugvéla í svissnesku flugumferð- arstjórnarsvæði árið 2002. 71 maður lét lífið, mestmegnis rússnesk skólabörn. Matvælaverð: Hækkar eftir aðild að ESB LITHÁEN, AP Algirdas Brazauskas, forsætisráðherra Litháens, hef- ur skammað matvöruverslanir hressilega fyrir að hækka vöru- verð eftir að landið varð aðili að Evrópusambandinu um síðustu mánaðamót. Síðan þá hafa brauð, mjólk, nautakjöt og sykur hækkað um fimm til tíu prósent. Brazauskas sagði ytri að- stæður ekki skýra verðhækkan- irnar heldur væru þær ákvarð- anir kaupmanna og skipaði hann samkeppnisstofnun Lithá- ens að rannsaka verðhækkan- irnar. ■ Ferðamennska: Japanir á faraldsfæti FERÐALÖG Bandarísk ferðamála- yfirvöld greina frá því að ferða- mönnum frá Japan hefur fjölgað á ný í fyrsta sinn síðan hryðju- verkaárásirnar á Tvíbura- turnana varð árið 2001. Þá snar- fækkaði ferðalöngum frá Japan bæði til Bandaríkjanna og Evr- ópu og er þeirra sárt saknað enda þeir ferðamenn sem skila hvað mestum gjaldeyristekjum í heiminum. Nú hefur þeim fjölgað á ný á vesturströnd Bandaríkjanna og á Havaíeyjum en einhver tími mun líða áður en komur þeirra til Evrópu ná fyrra marki. ■ LÍF OG FJÖR Í SKÓLAFERÐALAGI Tólf ára krakkarnir í Breiðagerðisskóla skemmtu sér vel í skólaferðalagi á Laugarvatni. Fyrir utan að róa út á vatnið höfðu þau farið í sund og á safn, að sögn Guðlaugar Ólafsdóttur kennara þeirra. Krakkarnir munu á næsta ári stunda nám í unglingadeild og var því um eins konar kveðjuferðalag að ræða. Bretland: Járnbrautar- starfsmenn í verkfall BRETLAND, AP Félag járnbrautar- starfsmanna í Bretlandi hefur ákveðið að hefja verkfallsaðgerð- ir innan tíðar enda hefur þeim orðið lítið ágengt í kjaradeilu sinni við ríkið. Stendur deilan um kaup og kjör sem starfsmönnum þykja lítil og lök og árangur af viðræðum enginn. Dagsetning verkfallsins hefur ekki verið ákveðin en ljóst er að slíkt verk- fall myndi valda öngþveiti um landið allt enda margir sem reiða sig á þennan samgöngumáta sér- staklega þar sem umferð á flest- um vegum í landinu er oft á tíðum tafsöm vegna umferðarþunga. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.