Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 39
27FÖSTUDAGUR 21. maí 2004 Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur Heilsudagur Lífís verður haldinn á morgun í samstarfi við Hjartavernd og Kraft - stuðningsfélag. Lífís verður með kynningu í World Class í Laugum og á kynningarbás í Smáralind, laugardaginn 22. maí. Fulltrúar Hjartaverndar verða á staðnum og bjóða gestum upp á mælingar á blóðþrýstingi og kólesteróli, ásamt fræðslu. Jafnframt munu fulltrúar frá Krafti kynna starf félagsins og öflugt forvarnarstarf gegn krabbameini. World Class, Laugum: kl. 10:00-12:00 Smáralind, kynningaraðstaða VÍS og Lífís: kl. 13:00-16:00 Ekki láta tening örlaganna ráða úrslitum um hvaða stefnu líf þitt tekur. Taktu ábyrgð á þínu lífi. Velkomin í mælingu í boði Lífís. Ertu með öll spilin á hreinu? Kíktu í mælingu á morgun í boði Lífís og fáðu það á hreint hvernig líkamsástand þitt er. Vátryggingafélag Íslands · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Þjónustuver 560 5000 · www.vis.is Útgefandi Lífís trygginga er Líftryggingafélag Íslands hf. · www.lifis.is Minjagarðurinn að Hofsstöð-um í Garðabæ verður opn- aður formlega í dag klukkan 15.30. Í minjagarðinum eru varðveittar minjar frá land- námsöld sem sýna að á Hofs- stöðum var stórbýli en þar eru minjar af næststærsta skála frá landnámsöld sem fundist hefur hér á landi. „Það hafa líka fund- ist um 300 munir, þar er merk- ust hringlaga bronsnæla. Merki- legt þykir að þessa bæjar er ekki getið í Landnámu,“ segir Guðfinna Kristjánsdóttir, upp- lýsingastjóri Garðabæjar. Því er ekki vitað hverjir hafa búið að Hofsstöðum. „Þegar við opnum minjagarð- inn ætlum við að sýna þetta margmiðlunar- efni sem hefur verið gert. Það er hægt að nálgast það á snertiskjá og varpa upp í glugga á tónlist- arskólanum. Þá munu víkingar bera fram veit- ingar í anda land- námsmanna og Guitar Islancio spilar þjóðlega tónlist. Garður- inn er ekki aflok- aður, þannig að fólk getur komið og skoðað hvenær sem er.“ Gagarín sá um hönnun og framleiðslu margmiðlunarefnis- ins og er það mjög umfangsmik- ið. Þar má til dæmis sjá á tímaás hvaða störf fólk var að vinna á hverjum árstíma og hægt að skoða umhverfið út frá ímynd- uðum íbúum stórbýlisins. „Allar persónurnar eru skáldaðar sam- kvæmt handriti Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræð- ings, þannig að frá þessu er sagt eins og það hefði getað verið.“ ■ Ungir háskólanemar HÁSKÓLI UNGA FÓLKSINS Frá 14. til 19. júní stendur Háskóli Íslands fyrir Háskóla unga fólksins, þar sem unglingum á aldrinum 12 til 16 ára gefst kostur á að fá að kynnast ólíkum námskeiðum eins og eðlisfræði, kynjafræði, japönsku og lögfræði svo eitt- hvað sé nefnt. „Þetta er lítill sumarháskóli þar sem boðið er upp á 22 nám- skeið úr ýmsum hornum Há- skólans. Unglingarnir geta valið átta af þessum námskeiðum og þannig valið sína eigin stunda- töflu,“ segir Björn Þorsteinsson, verkefnisstjóri Háskóla unga fólksins. „Skráning er nýhafin og gengur mjög vel. Fjöldi nem- enda mun miðast við að stærð hópa á námskeiðunum verði sem ákjósanlegastur fyrir bæði nemendur og kennara. Hvert námskeið tekur hluta úr degi, þar sem verið er að taka fyrir eitthvað eitt tiltekið málefni eða vandamál. Það er því verið að gefa þeim nasasjón af hvað námsgreinin snýst því þetta er ekki eitthvað sem krakkarnir hafa mikið verið að læra í grunnskólum.“ Háskóli unga fólksins sækir í þá reynslu sem safnast hefur innan háskólans með kennslu ungra nemenda og segir Björn að það sé mikill áhugi innan há- skólans á þessu starfi, bæði meðal kennara og stjórnenda. Áður hefur Háskólinn tekið þátt í námskeiðum fyrir bráðger börn í samvinnu við foreldra- samtökin Heimili og skóla, haft opinn háskóla og Vísindadaga en þetta er í fyrsta sinn sem sum- arskóli er haldinn með þessu sniði. „Þetta er stærra í sniðum en verið hefur þó svo sumarhá- skólinn standi bara í eina viku. Ef þetta gengur vel standa vonir til að þetta geti orðið aftur, jafn- vel árviss viðburður og þá jafn- vel ennþá stærra í sniðum.“ ■ GRUNNSKÓLANEMAR KYNNAST RAFMAGNI Fjölbreytt námskeið eru í boði í Háskóla unga fólks- ins. Allar upplýsingar má finna á ung.is. NÁM HÁSKÓLI UNGA FÓLKSINS ■ Fjölbreytt nám fyrir unglinga. OPNUN MINJAGARÐURINN AÐ HOFSSTÖÐUM Í GARÐABÆ ■ opnaður með viðhöfn í dag. M YN D /A R I Ó LA FS SO N GUÐFINNA B. KRISTJÁNS- DÓTTIR Segir merkilegt að bæjarins sé ekki getið í Land- námu. HOFSSTAÐAGARÐUR Í GARÐABÆ Verður formlega opnaður í dag og um leið verður tekið í notkun margmiðlunarefni sem nýlega hlaut Nodem-verðlaunin. Séð með augum íbúa stórbýlis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.