Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 21. maí 2004 45 ■ LISTAHÁTÍÐ Í DAG  Bubbi Morthens spilar og syngur á Kristjáni X á Hellu. ■ ■ LEIKLIST  20.00 100% „hitt” með Helgu Brögu í tónlistarhúsinu Ými, Skógarhlíð 20.  20.00 Eldað með Elvis í Sam- komuhúsinu á Akureyri.  20.00 Vesturport sýnir Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare í Borgarleik- húsinu.  20.00 Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason í leikgerð Baltasar Kormáks á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Belgíska kongó eftir Braga Ólafsson á nýja sviði Borgarleikhússins.  21.00 Secret face í Iðnó. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Búðarbandið skemmtir á Prikinu í kvöld. Bryndís Ásmundsdóttir syngur og sprellar, Thordís Claessen syngur, sprellar og hamrar á slagverk, og Franz Gunnarsson syngur, sprellar og spilar á gítar.  23.00 Rokksveit Rúnars Júlíus- sonar verður með stórdansleik á Kringlukránni.  Spilafíklarnir skemmta á Dubliner.  Í svörtum fötum skemmtir á Players í Kópavogi.  Spilafíklarnir skemmta á Dubliner.  Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn DJ Kontrol spilar á Breakbeat.is kvöldi á skemmtistaðnum Kapital. Frændurnir Dj Reynir og Dj Grétar G sjá um upp- hitun fyrir Kontrol.  Hljómsveitin Fjandakornið spilar klassískt rokk og ról í Drauma Kaffi í Mosfellsbæ. ■ ■ FUNDIR  20.00 Opið hús í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu. Hope Knútsson og Tatjana Latinovic kynna og stjórna umræðum um nýju útlendingalögin. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 20.00 Körper, dansleikhús frá Schaubühne í Þýskalandi. Borgarleik- húsið. Fyrri sýning 21.00 Stórsveit Jagúar og Tómas R. með djassdans í Nasa. Fyrri tónleikar. Sellóið er íhugult hljóðfæri TÓNLEIKAR „Ég veit það ekki, það er svolítið íhugult hljóðfæri,“ segir Sigrún Erla Egilsdóttir selló- leikari þegar hún er spurð hvað heilli hana við sellóið. „Vinur minn sagði að fiðla væri svolítið eins og fiðrildi en sellóið væri meira að hugsa málið. Mér finnst það mjög rétt hjá honum og mjög fallegt.“ Í dag klukkan átján verða burt- fararprófstónleikar Sigrúnar Erlu frá Listaháskóla Íslands haldnir í Salnum í Kópavogi. Með henni spila Hafdís Vigfúsdóttir á flautu og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. „Ég ætla að spila Bach og Beet- hoven,“ segir hún. „Síðan ætla ég að spila mjög skemmtilegt verk eftir Hafliða Hallgrímsson með Hafdísi Vig- fúsdóttur flautuleikara, sem er góð vinkona mín og líka í Lista- háskólanum. Svo ætla ég að spila sónötu eftir Debussy, sem er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Hann sækir svolítið innblástur í leikhúsið og notar sellóið á mjög sérstakan hátt. Maður þarf að vera mikill leikari í sér til að geta spilað þetta. Til dæmis er ítalski trúðurinn Pierrot nálægur, að minnsta kosti í öðrum kaflanum. Ég enda svo á einleiksverki eftir Hans Werner Henze.“ ■ SIGRÚN ERLA EGILSDÓTTIR Burtfararprófstónleikar hennar á sellóið verða haldnir í Salnum í Kópavogi klukkan sex í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.