Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 47
35FÖSTUDAGUR 21. maí 2004
Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind
THE LONGEST DAY
2.699,-
THERE’S SOMETHING MORE ABOUT MARY
2.999,-
2CD
INDEPENDENCE DAY
- SPECIAL EDITION
2.699,-
PLANET OF THE APES S.E.
2.999,-
2CD
TROY
Gagnrýnandi Fréttablaðsins var ekkert svo
hrifinn af stórmyndinni Troy og sagði Brad
Pitt vera Akkilesarhæl myndarinnar.
Troy
„Allt þetta nöldur mitt breytir því þó ekki að Troy er
fínasta skemmtun, þó hún sé í lengri kantinum, og
það er vissulega ánægjulegt að Hollywood skuli
gefa fornsögum svo mikinn gaum þessi misserin.
Það fer þó alltaf um mann smá hrollur þegar sígild
verk eru löguð að kröfum draumaverksmiðjunnar.
Þetta slapp fyrir horn í The Passion of the Christ
þar sem Kristur endaði á krossinum en í Troy taka
menn sér full mikið skáldaleyfi þannig að þeir sem
munu einungis kynnast Akkiles og félögum í bíó fá
svikna útgáfu af Ilíonskviðu.“ ÞÞ
Van Helsing
„Útlit myndarinnar er frábært, búningarnir eru flott-
ir og drungalegt umhverfi Transylvaníu er heillandi.
Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks en þó nokkuð of-
notaðar, sérstaklega í lokin, og þá keyrir væmnin
einnig um þverbak. Annars er ekki yfir neinu að
kvarta og Van Helsing er alvöru sumarpoppkorns-
smellur sem stendur fyllilega undir öllum vænting-
um sem slíkur.“ ÞÞ
Ned Kelly
„Heath Ledger og Orlando Bloom eru þrátt fyrir allt
býsna góðir, ef horft er framhjá skelfilegum gervi-
skeggjunum. Hins vegar er illa farið með tvo af-
bragðsleikara í illa skrifuðum hlutverkum; Naomi
Watts, sem efristéttar ástkonu útlagans, og Geof-
frey Rush sem er höfuðandstæðingur hans. Ég vil
benda áhugamönnum um góða kvikmyndatöku á
að hér er mikill snillingur á bak við myndavélina
og er mjög vel að verki staðið í flestöllu öðru
tæknilegu og listrænu í kvikmyndinni. En heildarút-
koman bíður hnekki af völdum ómarkviss handrits.
Álitlegt hús en byggt á sandi.“ KD
Secret Window
„Þá eru vitaskuld stærstu vonbrigðin við The Secret
Window að Johnny Depp er ekki að gera neitt af
viti. Hann lullast í gegnum rulluna og gerir bara
það sem þarf, er auðvitað andskotanum myndar-
legri og þarf lítið að reyna á sig, og er meira að
segja svo værukær að stundum glittir í Jack Spar-
row þegar rithöfundurinn missir tökin á sjálfum
sér. Turrturo klikkar hins vegar ekki og lyftir mynd-
inni upp en The Secret Window verður því miður
engu að síður að teljast nokkur vonbrigði bæði fyr-
ir aðdáendur Kings og Depp.“ ÞÞ
Drekafjöll
„Teikningarnar eru ágætar en standast vitaskuld
ekki því besta sem kemur frá Hollywood í þessum
geira snúning enda vart hægt að ætlast til þess.
Það er vissulega ánægjulegt að menn skuli taka
sig til og talsetja evrópskar teiknimyndir en Dreka-
fjöll er þó varla myndin til að tryggja það að þetta
verði regla frekar en undantekning. Hún er einfald-
lega ekki nógu skemmtileg.“ ÞÞ
Touching the Void
„Þegar hremmingarnar hefjast er sem maður stan-
di, falli og brotni með fjallgöngumönnunum. Kvik-
myndatakan er vægast sagt ótrúleg og eflaust efni
í aðra heimildarmynd hvernig aðstandendur fóru
að því að ná sumum af þessum ógleymanlegu
skotum. Án efa ein besta myndin í bíó í dag.“ KD
[ SMS ]
UM MYNDIRNAR Í BÍÓ
Athafnakonurnar DóraTakefusa og Margrét Rós
Gunnarsdóttir hafa haft í nógu að
snúast síðan þær stofnuðu fyrir-
tækið sitt Forever Entertainment.
Fyrirtækið sérhæfir sig í skipu-
lagningu á alls kyns uppákomum
og nú hafa þær stöllur tekið við
rekstri á Bar Pravda sem er við
hliðina á Club Pravda. „Pravda
skiptist semsagt núna í tvo ólíka
staði. Við munum opna Bar
Pravda um helgina en barinn
verður opinn alla daga vikunnar
frá kl. 16. Sá opnunartími fer
formlega af stað á miðvikudag-
inn,“ segir Margrét Rós Gunnars-
dóttir. „Við verðum á huggulegu
nótunum fyrri part vikunnar og
svo magnast stemningin um
miðja vikuna og að sjálfsögðu
fram yfir helgi. Við ætlum að sjá
til þess að góð tónlist verði á fón-
inum og fáum til liðs við okkur
úrvalsplötusnúða til að þeyta
skífum.“
Margrét Rós segir að verkefnin
sem fyrirtækið fái inn á borð séu af
ýmsum toga. „Við erum búnar að
takast á við margt fjölbreytt og
skemmtilegt. Nú síðast skipulögð-
um við Íslandsmót kaffibarþjóna í
Smáralindinni, eins gerðum við
þátt um Vetrarhátíð sem sýndur
var á Skjá 1 og erum í viðræðum
um að gera jafnvel samskonar þátt
um Menningarnótt í Reykjavík.“
Þessa dagana skipuleggur For-
ever Entertainment atburð fyrir
PR fyrirtæki í Bretlandi, í sam-
starfi við MTV og Gillette. „Nú er
í gangi keppni á MTV í Bretlandi
þar sem ungt fólk getur unnið
ferð til Íslands í boði Gillette.
Hópnum fylgir fjöldi blaðamanna,
frægir plötusnúðar og að sjálf-
sögðu MTV sem mun gera þátt
um ferðina. Við sjáum um að
skipuleggja uppákomuna sem
mun að öllum líkindum verða að
hluta til úti í náttúrunni og að
hluta til í Reykjavík. Þetta verður
heljarinnar partí sem enginn má
missa af.“ ■
Stjórna Bar Pravda og taka á móti MTV
MARGRÉT RÓS OG DÓRA TAKEFUSA
Verkefnin streyma inn á borð til athafnakvennanna í Forever Entertainment
SKEMMTANIR
FOREVER ENTERTAINMENT
■ Reka bar Pravda og skipuleggja
heljarinnar partí hér á landi sem
MTV ætlar sér ekki að missa af.