Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 46
21. maí 2004 FÖSTUDAGUR << TROY Internet Movie Database - 7.1 /10 Rottentomatoes.com - 59% = Rotin Metacritic.com - 52 /100 Entertainment Weekly - C Los Angeles Times - 2 1/2 stjarna (af fimm) SPARTAN >> Internet Movie Database - 7.4 /10 Rottentomatoes.com - 65% = Fersk Metacritic.com - 56 /100 Entertainment Weekly - C+ Los Angeles Time - 2 stjörnur (af fimm) << ELLA ENCHANTED Internet Movie Database - 6.4 /10 Rottentomatoes.com - 47% = Rotin Metacritic.com - 52 /100 Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Time - 2 stjörnur (af fimm) DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM ■ FRUMSÝNDAR UM HELGINA BJARNI TÖFRAMAÐUR Hefur haft það að lifibrauði síðasta árið að skemmta. Er í sýningu á Broadway sem heitir Le Sing auk þess sem hann kemur fram í brúð- kaupum og á árshátíðum. Fyndnasti maður Íslands? Gamansýningar ImprovIceland á Hótel Nordica gengu vonum framar. Sá sem kom eflaust mest á óvart á sýn- ingunni var kynnirinn, Bjarni Baldvinsson eða Bjarni töfra- maður eins og hann kallar sig, sem stal senunni á milli útlend- inganna þegar tækifæri gafst. Hann skemmti með ýmsum hætti, með gítarspili og söng, vitrænum bröndurum og óborg- anlegri senu með gamaldags hjólalúðri. Það er góð ástæða fyrir því að grínarinn styðst við sviðsnafnið Bjarni töframaður. Hann starfar nefnilega sem slík- ur og rekur m.a. stærðarinnar járnblöð í gegnum félaga sinn Pétur Pókus reglulega. „Grínið kom eiginlega á eftir töfra- brögðunum,“ segir Bjarni. „Vin- ur minn var skráður í keppnina fyndnasti maður Íslands en þorði svo ekki að fara. Hann sendi mig í staðinn og ég hafði svo gaman af þessu að ég ákvað að halda áfram.“ Þá fékk Bjarni aðeins fimm klukkustundir til þess að undir- búa sig og var sleginn út í fyrstu tilraun. Árið eftir tók hann aftur þátt og lenti í öðru sæti. Í atriði Bjarna styðst hann mikið við kassagítarinn. Hann er fáranlega fær spilari og söngvari og er gæddur þeirri snilldargáfu að geta blandað saman lögum á frumlegan hátt. Þá tekur hann frægt lag og frægan texta úr öðru lagi og gerir að einu. Einnig virðist hann geta snarað textum laga yfir á önnur tungumál án þess að blikka augunum... tja, nema þegar kemur að þýskunni. Kímni Bjarna getur verið það vitræn á köflum að salurinn þurfti stundum smá aðlögunar- tíma áður en ljósin kviknuðu í kollinum á þeim. „Stundum verður maður að segja eitthvað fyndið fyrir sjálfan sig til þess að ná upp sjálfstraustinu. Þá kemst maður betur á flug. Mað- ur verður líka að lesa salinn, ef einn brandari virkar ekki verð- ur maður að færa sig yfir í eitt- hvað annað. Þetta er smá línu- dans.“ Uppistandi Bjarna á milli at- riða var það vel tekið að nú blasa frekari tækifæri við, geti hann snarað atriði sínu yfir á ensku. „Þessir kappar vilja ólm- ir fá mig út til þess að skemmta með þeim,“ segir hann um Pablo og félaga. „Ég segi ekki nei við því. Það á að hjálpa mér að kom- ast að á Montreal-grínhátíðinni. Einnig er töframannastaður í Los Angeles þar sem búið er að bjóða mér að halda fyrirlestur og sýningar.“ ■ SPAUG BJARNI TÖFRAMAÐUR ■ Var kynnir á sýningu Pablo Francisco og félaga á Nordica Hótel og sló í gegn. Fær tækifæri til þess að reyna fyrir sér úti í kjölfarið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.