Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 6
6 21. maí 2004 FÖSTUDAGURVEISTU SVARIÐ?
1Hvað heitir nýi forsætisráðherraIndlands?
2Hvað er gert ráð fyrir að mörgskemmtiferðaskip komi til landsins í
sumar?
3Hver var valinn besti leikmaðurinn íRemax-deild karla í handbolta?
Svörin eru á bls. 50
RÓM, AP Ítalskir hermenn verða
kyrrir í Írak þar til landið getur
stjórnað sér sjálft án vandkvæða.
Þetta sagði Silvio Berlusconi, for-
sætisráðherra Ítalíu, á ítalska
þinginu í gær.
Berlusconi er undir miklum
þrýstingi að kalla hermennina
heim sérstaklega eftir að fyrsti
ítalski hermaðurinn lét lífið í Írak
fyrr í vikunni. Aukin mótspyrna í
Írak og myndir af ofbeldi gegn
íröskum föngum hefur einnig orð-
ið til þess að fleiri telja að kalla
eigi hermennina heim.
Berlusconi varði þó ákvörðun
sína um áframhaldandi hersveitir
í Írak og bað stjórnarandstöðuna
meðal annars um að „gleyma
kosningabaráttunni í eitt augna-
blik“, en evrópskar þingkosningar
verða haldnar í næsta mánuði. ■
FJÖLMIÐLAFRUMVARP Andstaða við
fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar-
innar er mikil og vaxandi og mik-
ill meirihluti telur að forsetinn
ætti að skjóta frumvarpinu til
þjóðaratkvæðis, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins,
Rúmlega 80% þeirra sem tóku af-
stöðu voru andvíg fjölmiðlafrum-
varpinu og 71% töldu að forsetinn
ætti að beita neitunarvaldi sínu.
Niðurstöður könnunarinnar
koma Kristni H. Gunnarssyni,
þingmanni Framsóknarflokksins,
ekki á óvart. „Ég fagna þessum
niðurstöðum og vona að menn taki
mið af þeim í störfum sínum á
þinginu. Þetta er einfaldlega í
samræmi við það sem að ég tel
að sé skoðun þjóðarinnar og
hafi alltaf verið í þessu máli.“
Kristinn benti á að það væri
áhugavert að sjá að kannanir
hafi sýnt vaxandi andstöðu
við frumvarpið þrátt fyrir
breytingarnar á því. „Ef eitt-
hvað vit væri í frumvarpinu og
breytingunum á því ætti fylgi
við málið að vaxa en ekki
minnka,“ segir hann.
Flokksbróðir Krist-
ins og þingflokks-
formaður Fram-
sóknarflokks-
ins, Hjálmar
Árnason, er
ekki sammála.
„Þessi niður-
staða kemur
mér í sjálfu
sér ekki á
óvart því að
mér finnst hin
opinbera um-
ræða hafa verið mjög einhliða í
málinu og minna snúist um kjarna
málsins. Kjarninn er hvort hér
eigi að vera fákeppni og sam-
þjöppun á neytendamarkaði. Um-
ræðan og umfjöllunin hefur ekki
verið á þeim nótum nema í mjög
litlum mæli og þess vegna kemur
þessi niðurstaða mér ekki á
óvart,“ sagði Hjálmar og bætti
við: „Það er hins vegar flest sem
bendir til þess að þessi lög verði
samþykkt og lýðræðislega kjörnir
fulltrúar leggi það síðan undir
dóm kjósenda að þremur árum
liðnum.“
Hann vildi ekki segja til um
hvaða afleiðingar það hefði ef
forsetinn synjaði lögun-
um staðfestingu nema
að með því væri
brotið blað í þeirri
hefð sem hefur
skapast um forsetaembættið.
„Það hefur við ríkjandi að forset-
inn væri þjóðhöfðingi, sameining-
artákn og hafinn yfir pólitískar
deilur. Með þessu væri hann að
breyta því hlutverki og ég myndi
óttast að í kjölfar þess að forseta-
kosningar fari að verða pólitískar
sem ég vona að þær verði aldrei,“
sagði Hjálmar, en Kristinn flokks-
bróðir hans vildi ekki tjá sig um
hvort forsetinn ætti að beita neit-
unarvaldi sínu.
Jónína Bjartmarz, þingmaður
Framsóknarflokksins, hefur ekki
gefið uppi hvaða afstöðu hún mun
taka við lokaafgreiðslu fjölmiðla-
frumvarpsins. Hún vildi
ekki tjá sig um niður-
stöður könnunar-
innar við Frétta-
blaðið.
borgar@frettabladid.is
ELDSNEYTISVERÐ HÆKKAR
Bensínlítrinn er nú kominn upp í 101
krónu hjá Atlantsolíu eftir hækkun.
Atlantsolía:
Eldsneytis-
verð hækkar
ELDSNEYTI Bensínlítrinn hjá Atl-
antsolíu kostar nú 101 krónu og
lítrinn af dísilolíu 43,50 krónur
eftir að félagið hækkaði verð á
eldsneyti í vikunni.
Fyrr í þessum mánuði hækk-
uðu önnur olíufélög eldsneytis-
verð og er bensínverð á 95 oktana
bensíni almennt um 109,20 krónur
lítrinn með þjónustu. Í sjálfsaf-
greiðslu er lítrinn frá 102,50 til
104,20 krónur. Dísilolíulítrinn er
frá 43,90 til 45,60 í sjálfsaf-
greiðslu. Lægsta verð á eldsneyti
er hjá Orkunni Skemmuvegi. Þar
er lítrinn á 95 oktana bensíni 96,8
krónur og dísilolíulítrinn á 38,3. ■
Fjölmiðlafrumvarp:
Ungir fram-
sóknarmenn
enn á móti
FJÖLMIÐLAFRUMVARP Frumvarp um
eignarhald á fjölmiðlum nýtur
ekki stuðnings ungra framsóknar-
manna, þrátt fyrir að nýjustu
b r e y t i n g a r -
tillögur komi að
einhverju leyti
til móts við sjón-
armið þeirra.
„Þessar breyt-
ingar ganga
ekki nógu langt
að okkar mati,“
sagði Haukur
Logi Karlsson,
formaður Sam-
bands ungra
f r a m s ó k n a r -
manna, við
Fréttablaðið en
SUF mótmælti frumvarpinu með
ályktun fyrir rúmri viku.
Forystumenn ýmissa aðildar-
félaga SUF hafa að undanförnu
birt harðorðar greinar gegn frum-
varpinu. „Ég held að það sé mikil
og almenn óánægja með þetta mál
meðal ungra framsóknarmanna.
Þessar greinar lýsa óánægju
þeirra sem þær skrifa,“ sagði
Haukur Logi. ■
RÚTA FULL AF UNGLINGUM Í
ÁREKSTRI Rúta full af belgískum
unglingum lenti í árekstri við
fólksbíl á hraðbraut í suðurhluta
Frakklands. Tveir voru í fólks-
bílnum og létust en allir farþegar
rútunnar sluppu ómeiddir.
KGB-SKJÖL GERÐ OPINBER Lett-
neska þingið ákvað á miðvikudag
að gera opinber þúsundir skjala
um sovésku leyniþjónustuna,
KGB. Skjölin urðu eftir í landinu
þegar Sovétríkin liðuðust í sund-
ur árið 1991.
Grænland:
Ræða fram-
tíð Thule
GRÆNLAND Umræður eru hafnar
milli Dana og Grænlendinga ann-
ars vegar og Bandaríkjamanna
hins vegar um framtíð herstöðvar
þeirra síðarnefndu við Thule á
Grænlandi. Vilja heimamenn að
stöðin verði skilgreind sem hluti
af varnarkerfi Bandaríkjamanna
en slíkt mundi tryggja veru hers-
ins áfram á staðnum.
Eru enn fremur uppi hugmynd-
ir um að uppfæra búnað stöðvar-
innar til að nútímavæða hana.
Bandaríkjamenn eru þó ekki
reiðubúnir að greiða Grænlend-
ingum fyrir eins og vonir land-
stjórnarinnar stóðu til. ■
■ EVRÓPA
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 • 101 Reykjavík
S. 552 8866 • skrudda@skrudda.is
Tilboðsverð
kr. 1990
BUSH OG BERLUSCONI
Berlusconi kom beint af fundi við Bush í
ítalska þingið þar sem hann varði
ákvörðun sína um að kalla ítalska her-
menn ekki heim frá Írak.
Berlusconi:
Hermennirnir
kyrrir í Írak
Vonar að þingið taki
mið af niðurstöðunum
Kristinn H. Gunnarsson segir niðurstöðurnar í samræmi við skoðun
þjóðarinnar. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir einhliða
umræðu um fjölmiðlafrumvarpið skýra niðurstöðu skoðanakönnunar.
HAUKUR LOGI
KARLSSON
Segir almenna and-
stöðu meðal ungliða
flokksins við fjöl-
miðlafrumvarpið.
Flugfélagið Atlanta:
Vísar gagn-
rýni á bug
KJARAMÁL Talsmaður Atlanta
harmar að formaður Frjálsa flug-
mannafélagsins skuli dreifa
óhróðri um flugfélagið í fjölmiðl-
um. Haraldur Óskarsson, formað-
ur FFF, lét hafa eftir sér að Atl-
anta virti ekki gerða samninga en
í félaginu eru flestir þeir íslensku
flugmenn sem starfa hjá Atlanta.
Segir í tilkynningu frá flug-
félaginu að engin loforð hafi ver-
ið gefin um forgang félagsmanna
FFF til starfa fyrir Atlanta og
þeim tilboðum sem þó hafi verið
gerð verði alfarið hafnað. FFF
stendur hins vegar við yfirlýs-
ingu sína. ■
KRISTINN H.
GUNNARSSON
„Ef eitthvað vit væri í
frumvarpinu og breyt-
ingunum á því ætti
fylgi við málið að vaxa
en ekki minnka,“ segir
Kristinn.
HJÁLMAR ÁRNASON
Segir að lýðræðislega
kjörnir fulltrúar leggi verk
sín undir dóm kjósenda að
þremur árum liðnum.