Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 12

Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 12
12 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR Sigurjón Þórðarson: Skilur ekki svar ráðherra FYRIRSPURN „Ég vona að fjármála- ráðherra sjái sóma sinn í því að koma með nýtt svar sem er skilj- anlegt og einfalt. Reyndar á ég ekki von á öðru,“ segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, um svar fjár- málaráðherra við fyrirspurnum Sigurjóns um Landssímann. Sigurjón spurði fjármálaráð- herra meðal annars hvort Lands- sími Íslands hefði tryggt fjár- hagslegan aðskilnað á virðisauk- andi þjónustu eins og internet- þjónustu, GSM- og NMT-far- símaþjónustu. Í svari ráðherra er meðal annars vísað í reglu- gerð, um bókhaldslega og fjár- hagslega aðgreiningu í rekstri fjarskiptafyrirtækja, þar sem segir að fyrirtæki með umtals- verða markaðshlutdeild á ákveðnu sviði almennrar fjar- skiptaþjónustu eða almennra fjarskiptaneta skuli aðgreina kostnað í bókhaldi. Þá kemur líka fram að Póst- og fjarskipta- stofnun hafi ekki farið fram á fjárhagslegan aðskilnað í um- ræddri starfsemi við Lands- símann. Sigurjón segir beiðni um aðskilnað ekki eiga að þurfa að koma frá Póst- og fjarskipta- stofnun. Samkeppnisstofnun hafi gefið fyrirmæli um að svo skyldi vera og spurt hafi verið hvort farið væri eftir þeim fyrir- mælum. ■ 300.000 koma til Þingvella árlega Fjöldi ferðalanga sem heimsækja Þingvelli eykst ár frá ári. Talið er að um 300.000 gestir sæki þjóð- garðinn heim árlega, að sögn þjóðgarðsvarðar. Gamli þingstaðurinn hefur mesta aðdráttaraflið. ÞINGVELLIR Um 300.000 gestir heimsækja árlega þjóðgarðinn að Þingvöllum, að sögn Sigurðar K. Oddssonar þjóðgarðsvarðar. Sigurður segir Íslendinga álíka marga og erlenda gesti, en rann- sóknir hafi sýnt fram á að um 67% útlendinga sem komi í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar sæki Þing- velli heim. „Þingstaðurinn gamli hefur mesta aðdráttaraflið,“ segir Sig- urður og bætir við að þá sé líka mikil umferð um Almannagjá. „Það er líka upplifunin að koma til Þingvalla og horfa þar yfir Flosa- gjá, kirkjuna og bæinn.“ Fjöldi ferðamanna á Þingvöll- um eykst ár frá ári. „Ferðamanna- straumurinn yfir vetrartímann er alltaf að aukast,“ segir Sigurður. „Svo er líka einhver aukning á sumrin ár frá ári.“ Sigurður segir straum útlendinga um Þingvelli ekki síst vera að aukast. Sigurður hefur þó ekki veru- legar áhyggjur af ágangi ferða- manna. „Við getum alveg tekið við þessum fjölda,“ segir hann. „Við höfum verið að lagfæra göngu- stíga og bæta aðgengi fatlaðra.“ Hafist verður handa í haust við að endurgera veginn niður Almanna- gjá, sem er orðinn lúinn. „Við erum að búa okkur undir að taka á móti fleira fólki og höfum ekki áhyggjur af því í bili.“ Þóra Einarsdóttir, verslunar- stjóri þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum, segir sumarumferð- ina fara rólega af stað í ár. „Það er búið að vera frekar lítið, en það er nú að aukast,“ segir Þóra. „Nú fer allt að fara á fullt.“ Aðspurð segir Þóra umferðina hafa verið í rólegri kantinum í vor. „Umferðin fer nú að aukast smám saman úr þessu. Toppurinn er í júlí og verslunarmannahelgin en svo fer umferðin aftur niður.“ helgat@frettabladid.is Fíll ergir dreng: Traðkaði á hjóli SVÍÞJÓÐ, AP Tíu ára drengur í bænum Finspaang í Svíþjóð sá á bak hjóli sínu þegar fíll traðkaði á því. Drengurinn hafði lagt hjóli sínu við fílabúrið þegar hann fór að fylgjast með fjöl- leikahúsi sem var komið í bæ- inn. Einn fíllinn tók hjólið þá upp með rananum, virti það vel fyrir sér og traðkaði svo á því. Stjórnendur fjölleikahússins sögðust enga ábyrgð geta tekið á atvikinu. Pabbi piltsins kærði málið þá til lögreglu, sem velkt- ist í vafa um hvernig ætti að taka á því. Lögreglan ætlar að athuga hvort fjölleikahússmenn hafi ekki haft nægar gætur á fíl sínum. ■ SANCHEZ OG ABIZAID Báru vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar misþyrmingar á föngum í Írak. Yfirmenn í Írak: Gáfum ekki skipanir WASHINGTON, AP Æðstu yfirmenn Bandaríkjahers í Írak, hershöfðin- gjarnir Ricardo Sanchez og John Abizaid, sögðu þingnefnd sem rannsakar misþyrmingar á íröskum föngum að þeir bæru ábyrgð á því að hermenn hafi mis- þyrmt íröskum föngum en þvertóku fyrir að hafa fyrirskipað eða heimilað slíkar misþyrmingar. Sanchez sagði að rannsókn á misþyrmingunum myndi beinast að allri tignarröðinni innan hers- ins. „Þeirra á meðal mér.“ Abizaid sagði að lítið hefði ver- ið um misþyrmingar á föngum í Afganistan og á Guantanamo. ■ Rauf skilorð með brotum sínum: Síbrotamað- ur í fangelsi DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti átta mánaða fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir sí- brotamanni. Maðurinn var sak- felldur fyrir fjögur þjófnaðarbrot og tilraun til þjófnaðar. Maðurinn hefur áður hlotið fimmtán refsidóma. Hann rauf skilorð með brotum sínum. ■ SIGURJÓN ÞÓRÐARSON Sigurjón vill meðal annars vita hvort Landssíminn hafi farið að fyrirmælum Samkeppnisstofnunar um fjárhagslega aðgreiningu innan fyrirtækisins Brjóstakrabbamein: Líkamsfita eykur líkur HEILBRIGÐISMÁL Stórum konum er hættara við að fá brjóstakrabba- mein og greinileg tenging hefur fundist milli líkamsfitu og brjóstakrabbameins í rannsókn sem þýskir vísindamenn gerðu. Því meiri sem fitan er því líklegri eru konur til að fá krabbamein í brjóst síðar á ævinni. Yfir 180 þúsund konur víðs vegar frá Evr- ópu tóku þátt í rannsókninni og þykir hún vel marktæk. Vísindamenn segja að þetta staðfesti að konur í yfirvigt geti nú sjálfar haft áhrif á líkindi þess að fá brjóstakrabbamein með því að huga að mataræðinu. ■ ÞINGVELLIR Um 300.000 gestir sækja Þingvelli heim ár hvert. ÞÓRA EINARSDÓTTIR Verslunarstjóri þjónustumiðstöðvarinnar á Þingvöllum segir sumarumferðina hafa farið rólega af stað. UPPREISNARMAÐUR Í HLEKKJUM Kínverskt barn virðir fyrir sér mynd af upp- reisnarmanni í hlekkjum sem grafin hefur verið í stein. Áletrunin „Byltingarherinn“ hefur auk þess verið grafin í steininn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.