Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 16
16 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR STAÐIÐ VÖRÐ Bandarískur hermaður stendur vörð um hús fyrrum bandamanns Bandaríkja- manna, Ahmed Chalabi, í Bagdad. Banda- rískir hermenn og íraska lögreglan réðust inn í húsið í gær. Húsaleiga hefur heldur lækkað: Vaxandi eftirspurn eftir leiguhúsnæði HÚSNÆÐISMÁL Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur farið vaxandi að undanförnu og húsaleiga hefur heldur lækkað frá síðustu áramót- um. Guðlaugur Örn Þorsteinsson, eigandi og framkvæmdastjóri Leigulistans, sagði að húsaleiga hefði lítið breyst frá áramótum. Þó mætti merkja örlitla lækkun ef eitthvað væri. Meðalleiga á 2ja herbergja íbúð var upp úr síðustu áramótum á bilinu 50-70 þúsund krónur á mánuði. Guðlaugur Örn sagði að nú væri hún á bilinu 45- 65 þúsund krónur. Hann sagði enn fremur að eft- irspurn eftir leiguhúsnæði hefði aukist að undanförnu. „Hún eykst oft með vorinu, svo það getur verið um árstíðatengda sveiflu að ræða,“ sagði hann. „Það er töluvert framboð af leiguíbúð- um núna, af öllum stærðum og gerðum. Það hefur alltaf verið minna framboð af stærri eignum, svo sem einbýlishúsum og raðhús- um, og minni eftirspurn líka. Það er eðli markaðarins.“ Spurður hvað fólk væri að borga í mánaðarleigu fyrir meðal- raðhús sagði Guðlaugur Örn að það gæti verið á bilinu 90-150 þús- und krónur. ■ Norskir blaðamenn: Um 3.300 í verkfalli NOREGUR Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu norskra blaðamanna, en þeir hafa verið í verkfalli frá því 12. maí síð- astliðinn. Tæplega 2.900 blaðamenn lögðu þá niður störf þar sem hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum um bætt lífeyrisréttindi þeirra. Um 400 blaðamenn bættust í hópinn í gær og eru alls 3.300 blaða- menn frá 120 fjölmiðlafyrir- tækjum í verkfalli. Aðgerðirnar hafa komið sér illa fyrir sum blöð og tímarit, sem ekki hafa fjársterka bak- hjarla. Ekki er útlit fyrir að kjaradeilin leysist næstu daga, en dragist hún á langinn kann hún að hafa slæm áhrif á rekst- ur minni fjölmiðla. ■ LEIGUMARKAÐURINN Eftirspurn eftir leiguhúsnæði hefur farið vaxandi að undanförnu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Val á milli verðtryggðra og óverðtryggðra langtímalána Íbúðakaupendum stendur nú til boða að taka óverðtryggð langtímalán. Skuldarar þurfa því ekki að taka andköf yfir vísitölu neysluverðs. Hugsanlegt að þróun á lánamarkaði verði þannig að fólk endurfjármagni fasteignalán í auknum mæli. VIÐSKIPTI Lánaframboð til fast- eignakaupa einstaklinga hefur aldrei verið fjölbreyttara. Lántak- endur geta nú valið á milli inn- lendra verðtryggðra langtímalána og lána í erlendri myntkörfu. Einnig bjóða bankarnir upp á svokölluð kúlulán eða vaxta- greiðslulán, þar sem lántakandi greiðir vexti af láninu, en höfuð- stóllinn stendur óhreyfður yfir lánstímann og greiðist í lokin. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, segir þessi lán henta vel ungu fólki sem er að kaupa fyrstu eign sína. „Við þekkjum það vel að greiðslubyrði er oft mikil við fyrstu kaup. Samhliða því að fólk er að kaupa draumaíbúðina er það að koma sér upp innbúi,“ segir Jón. Hann segir því kærkomið fyrir þennan hóp að geta frestað greiðslubyrðinni. Íslandsbanki hefur einnig kynnt til sögunnar óverðtryggð lán til allt að 40 ára. Hingað til hefur verðtrygging verið á löng- um lánum. Lægstu vextir lánanna miðað við 0-30 prósenta veðhlut- fall er 6,6 prósenta óverðtryggðir vextir. Verðtryggð lán Íbúðalána- sjóðs eru nú með 5,1 prósenta vöxtum og væntingar eru um ríf- lega þriggja prósenta verðbólgu næstu tvö árin að minnsta kosti. Jón segir óverðtryggðar krónur aðgengilegar og ódýrar á mark- aðnum og að bankinn hafi viljað láta viðskiptavini njóta þess. Hann segir marga vilja komast út úr því kerfi verðtryggingar sem leiði til að óskyldir þættir eins og bensínverð hafi áhrif á lánin. „Þróunin hefur verið sú að verðtrygging hefur verið skilyrt við lengri og lengri lánstíma, en menn hafa beðið eftir því að hrint yrði í framkvæmd þeim ásetningi að taka verðtrygginguna úr sam- bandi.“ Lánin eru með breytilegum vöxtum og fara þeir hækkandi með hækkandi raunvaxtastigi. Stýrivextir Seðlabankans eru á uppleið. Jón segir lántakendur geta varið sig gegn slíkum breyt- ingum með því að taka upp ný lán og endurgreiða gamla lánið. „Slík uppgreiðsla er án nokkurs upp- greiðslugjalds. Í nýju húsnæðis- lánakerfi verður það ekki mögu- legt. Húsnæðislán eru hluti af lánakerfi banka nær alls staðar í heiminum. Þegar vextir fóru hratt lækkandi í Bandaríkjunum og fasteignaverð hafði hækkað, nýttu margir tækifærið og endur- fjármögnuðu lán sín.“ Jón segist vel geta séð fyrir sér að slík þróun muni eiga sér stað hér á landi einnig. „Það eru mikil viðskipti með slíka endurfjármögnun til dæmis í Bandaríkjunum og á Norður- löndunum.“ haflidi@frettabladid.is AÐSTOÐARFORSTJÓRI ÍSLANDSBANKA Jón Þórisson segir óverðtryggðar krónur aðgengilegar og ódýrar á markaðnum og að bankinn hafi viljað láta viðskiptavini njóta þess. Hann segir marga vilja komast út úr verð- tryggingakerfinu. REYÐARFJÖRÐUR Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur fengið nýtt björgunarskip. Skipið er annað tveggja sem félagið festi nýverið kaup á og kom það til Reyðar- fjarðar með Skaftafellinu á dög- unum. Skipinu er ætlað að leysa Haf- björgina í Neskaupstað af hólmi en auk þess er væntanlegt annað skip með haustinu. Björgunar- skipin eru bæði flutt notuð frá Bretlandseyjum en þau eru hönn- uð af konunglega breska sjóbjörg- unarfélaginu. Samskip styrkja bæði kaup og flutning skipanna til landsins. ■ Slysavarnarfélagið Landsbjörg: Nýtt björgunarskip BJÖRGUNARSKIP Slysavarnarfélagið Landsbjörg hef- ur fengið nýtt björgunarskip.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.